Fríkað

Árið 2005 kom út bókin Freakonomics: A Rogue Economist Explores the Hidden Side of Everything. Annar höfundanna, Steven Levitt, setti ásamt öðrum fram umdeilda kenningu nokkrum árum áður. Um hana er fjallað nokkuð ítarlega í bókinni, en grunnkenningin er sú að fóstureyðingar fækki glæpum. Nú súpa Jón Valur (ef hann er raunverulega til) og skoðanabræður hans sjálfsagt hveljur (ef þeir vita yfirhöfuð af þessari kenningu - ég ímynda mér ekki að þeir lesi bloggið mitt) og garga að fóstureyðing glæpur.(Á því verður ekki tekið í þessari færslu - enda hugsa ég að  flestir mínir lesendur hafi nú þegar myndað sér skoðun á málatilbúnaði Jóns og félaga).

 

Glæpum fækkaði snarlega eftir 1992 (í Bandaríkjunum), 18 árum eftir að fóstureyðingar voru leyfðar í landinu öllu. Í þeim ríkjum USA (BNA er bara of plebbalegt. Kommon) sem leyfðu fóstureyðingar fyrr (m.a. Alaska, Kaliforníu og New York) dróst glæpatíðni enn frekar saman. Samkvæmt kenningunni er lögleiðing fóstureyðinga stór hluti af orsökinni, og sú skýring gefin að óvelkomin börn (e. unwanted children) og börn sem fæðast inn í ömurlegar aðstæður séu líklegri til að fremja glæpi en önnur.

Margir hafa gagnrýnt kenninguna og bent á að fylgni leiði ekki sjálfkrafa til orsakasambands. Um það verður ekki fjallað hér. Mér finnst kenningin bara meika sens og bendi því á hana.

 

Eins og þessi færsla byrjaði svakalega vel. [Dæsir]


mbl.is Morðum fer fækkandi í New York og Chicago
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband