...en öryrkjar greiða hærri gjöld.

Jú,voða fínt að lækka komugjöld fyrir börn. Jei! Fokk ðatt! Mig langar ekkert að niðurgreiða komur einhverra krakkaskratta. Svo er útreikningurinn skemmtilegur.

 

Áður:

Öryrki: 350

Barn: 350

Fullorðinn "yrki": 700

= 1400 kr.

 

Nú:

Öryrki: 500

Barn: 0

Fullorðinn "yrki": 1000

= 1500 kr.

Svo þarna hækka komugjöld um 100 kr. yfir það heila; yrkjar og öryrkjar greiða niður komugjöld barna.

Mikið er nú heilbrigðisráðherrann okkar góður.  

 

Mér finnst lágmark að liðið sem eignast krakka hafi efni á því. Hitler verðlaunaði fólk líka fyrir að eignast börn.*

Þeir sem greiða niður komugjöld barna eru m.a.

Pólverjinn sem fékk ekkert borgað í desember.

Skúringakonan sem er búin að fá greitt fyrirfram síðustu þrjá mánuði af því að launin duga ekki.

Stelpan í Bónus sem er að vinna meðfram skólanum.

Gamla konan sem á erfitt með gang og þarf því að taka leigubíl á Heilsugæsluna.

Maðurinn sem var ekið á fyrir nokkrum árum og fer allra sinna ferða í hjólastól.

 

 

 

 

 

*Argumentum ad Hitlerum - Ber ekki að taka alvarlega. Nema þú sért hálfviti.


mbl.is Börn greiði ekki komugjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ef þú átt ekki börn og vælir yfir þessu farðu þá bara annað.

Þú ert að greiða niður skóla, leikskóla og daggæslu og eflaust fleira. þ.e.a.s ef þú borgar einhverja skatta til þjóðfélagsins, ef ekki þá erum við hin að halda þér uppi eins og við geru jú fyrir alla sem eiga bágt eins og öryrkja og eldriborgara sem ekki hafa nóg.

benni (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Sæunn Valdís

sko ég er alveg sammála því að það er óþarfi að hækka gjöld fullorðinna og öryrkjanna, en hins vegar tel ég mjög nauðsynlegt að hafa heilsugæslu komur fríar fyrir börn. Börn geta ekki að því gert ef að foreldrar þeirra hafa ekki efni á komugjöldum. þess vegna á ekki að láta það bitna á þeim með því að foreldrar trassi heimsóknir til læknis vegna þess að þeir hafa ekki efni á því.

En ég hef annars alltaf borgað 350 kallinn með glöðu geði og jafnvel 800 kallinn á bráðavaktinni ef þess hefur þurft... læknisþjónusta hefur á þessum bæ gengið fyrir ýmsum munaði. En því miður hugsa ekki allir foreldrar á þeim nótum...

 En mér finnst kerfið hefði átt að gera betur og lækka komugjöld fullorðinna og fella niður komugjöld barna og öryrkja.... og hækka komugjöld ráðamanna-og kvenna sem því nemur! 

Sæunn Valdís, 30.12.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband