Af fátækt

 

 Þetta var ritað sem (alltof löng) athugsemd við þessa færslu: http://polites.blog.is/blog/polites/entry/396375/

Nokkuð leiðrétt, þar sem athugasemdin var rituð á nótæm, með fókus á annað* en málfar. Eða rök.

 

Ég vil meina að vandinn sé ekki "afstæð fátækt", heldur "afstæður lúxus" . Ef við einbeitum okkur að skilgreiningunni á lúxus í smástund er betra að skilja fátæktina.

Lúxus er allt sem fellur utan nauðsynjavara. Nauðsynjavörur eru þær vörur sem eru lífsnauðsynlegar; matur (ekki fjölbreyttur matur - núðlur eða hrísgrjón halda manni á lífi, svo lambakjöt er lúxus), skjól fyrir vatni og vindum er yfirleitt skilgreint sem nauðsyn, sem og aðgangur að vökva, svosem vatni. Loft er að sjálfsögðu nauðsyn, en það er ókeypis en sem komið er. Allt annað er lúxus.

Fyrir fíkli er fíkniefnið (hvaða nafni sem það nefnist) lífsnauðsyn, en við skulum sleppa þeirri umræðu í bili.

 Þeir sem hafa eingöngu efni á nauðsynjavörum eru mjög fátækir, en sem betur fer fáir hérlendis enn sem komið er, þökk sé fremur sterku félagslegu kerfi. Móðir mín hefði t.d. aldrei haft efni á að leigja íbúð á almennum markaði (tala nú ekki um ef ég hefði átt að fá sérherbergi - en það er náttúrulega lúxus).

Hins vegar er mjög auðvelt  að falla í sömu gryfju og Pétur Blöndal og segja að þar sem nánast enginn á Íslandi lifir lúxus-snauðu lífi sé engin fátækt hér. Samkvæmt lúxus-skilgreiningunni er bíll lúxus (líka hjá þeim sem sökum fötlunar geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur, hvað þá farið ferða sinna á tveimur jafnfljótum), jólamaturinn er lúxus, gulrætur út í núðlusúpuna eru meira að segja lúxus, að ekki sé talað um augljósa lúxushluti eins og sjónvarp, gleraugu eða tölvu.

Menntun er ekki nauðsyn -sem betur fer- enda er hún dýr. Föt eru ekki nauðsyn, enda gerir gamalt sængurver -nú eða ruslapoki- sama gagn, hylur nekt ef slíkt þarf, og ver að nokkru leyti gegn náttúruöflunum ef viðkomandi þarf að skreppa út í búð.

Að öllu gamni slepptu er ekki nauðsyn að eiga meira en eitt sett af fötum, og aukaföt eru því lúxus.

Eins og P.B. benti á er Stöð 2 lúxus. Áskrift að Mogganum er lúxus, gólfteppi, húsgögn, gæludýrahald, sápa, skartgripir, rafmagn, hiti, rennandi vatn (úrkomuvatn er hægt að sjóða yfir eldi og drekka), farsími, ólífsnauðsynleg lyf (svosem lyf við fótsveppasýkingum eða útbrotum); allt er þetta lúxus.

Hinsvegar er það svo að hér á landi er hár lífsgæðastuðull. Þjóðarsálin segir sjónvarp, gemsa, föt til skiptanna og "sparimat" á jólum norm. Það er sárt að lifa utan normsins. Vandinn er því ekki fátækt eða lúxus-skortur, heldur brenglað verðmætamat hins kapítalíska Vesturlandabúa.

Auðvitað þurfum við ekki kjúkling í matinn, við þurfum ekki nýja peysu ef sú gamla hangir enn saman, við þurfum ekki glas af kóki. Líf án lúxus (eins og hann er skilgreindur hér) er hinsvegar tómt, gleðisnautt og vart þess virði að lifa því. Lífið er lúxus, því við gætum jú eftir allt drepið okkur og ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu. 

Hversu mikinn lúxus við leyfum okkur er svo spurning, en höfum í huga að í þjóðfélagi þar sem normið er nauðsyn er erfitt að vera undir því.

 

 

*Bjór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Tinna.

Fátækt er mér,nokkuð nærtakt hugtak,,einfaldlega vegna þess að ég umgengst fólk af öllum þjóðfélagsstigum og sé í reynd mismunandi aðstæður fólks,félagslega,fjárhagslega,og svo frv.

Mér finnst allavega  að börnin okkar á Íslandi eiga ekki að finna fyrir því að þau eru metin að verðleikum eftir stöðu foreldranna(fátækir).

þú segir eitt sem er eftirtektarvert hjá þér .Við erum nefnilega hátt  sett í stiganum, hvað eru nauðsynjar og svo ekki. (sammála).

Mér finnst þessi grein góð og gleðst yfir öllum sem láta sig þessi mál skifta sig máli.

GLEYMUM EKKI ÞEIM SEM MINNA MEGA SÍN.

Megir þú eiga Gleðilegt ár og farsælt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Sæunn Valdís

rosalega er ég heppin að hafa svona mikinn lúxus *verður dreymin* ég á bíl :) reyndar sama bílinn og var að hrynja sundur þegar við héngum sem mest saman hér í den en hann hefur fjögur hjól og (bráðum-hann er á verkstæði-annar lúxus) dempara og afturljós JEY!

Sæunn Valdís, 3.1.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband