Borgarmál og Spaugstofan

"Spaugstofan gekk of langt!"

"Það má ekki gera grín að veikindum!"

"Ekki vera vond við Ólaf!"

 

Fokk off. Það má gera grín að hverju sem er, en það er annað mál hvort fólk hefur húmor eða smekk fyrir því. Persónulega fannst mér síðasti Spaugstofuþáttur á mörkum þess að vera þolanlegur - sem er nokkuð gott, því hingað til hefur mér ekki stokkið bros yfir henni. Ekki síðan '92 a.m.k.

Ég hef ekkert á móti Ólafi sem persónu, mér skilst að hann sé góður læknir og almennt ágætis kall. Hinsvegar set ég stórt spurningamerki við aðstæðurnar allar. Villi Vill hefur nákvæmlega ekkert að gera aftur í borgarstjórastólinn, Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig er kominn með drulluna upp á herðar og meira að segja SUSarar (sem hafa átt góða spretti þegar kemur að því að verja tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins) hafa misst sig í kjaftæði um "mannasiði".

Hvað er eiginlega málið með það? Hvernig urðum við að slíkri undirlægjuþjóð að mótmæli líðast ekki?

 Saving Iceland mótmælti og fékk á sig stimpilinn "atvinnumótmælendur" frá þeim sem skilja ekkert nema búið sé að skella á það verðmiða. Nánast allar umræður um SI hafa einkennst af upphrópunum um "krakka sem hafa ekkert betra að gera", meintar greiðslur fyrir handtökur og annað svipað vitlaust. Mótmælin í steypuklumpi Davíðs hafa verið afgreidd sem "læti í menntskælingum sem notuðu tækifærið til að fá frí í skólanum", "aðför að lýðræðinu" og "vanvirðing við fundarsköp". Það vita allir að ungt fólk hefur engar skoðanir á neinu, svo eina ástæðan fyrir mótmælunum var leti. Það er einmitt merki um leti að fara niður í bæ til að mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum, alveg eins og það er merki um græðgi að hlekkja sig við vinnuvélar.

 

Ég skammast mín eiginlega fyrir að hafa ekki skrópað í vinnunni til að fara niður í Ráðhús og mótmæla. Ég skammast mín þó meira fyrir viðbrögð samborgara minna við mótmælunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Swami Karunananda

Bara ein spurning varðandi það grín sem Spaugstofumenn gerðu að geðveikindum Ólafs: hefðu þeir dirfst að gera gys að því ef hann hefði verið t.d. með krabbamein?

Swami Karunananda, 29.1.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Örugglega ekki, enda hefði umræðan varla verið eins og hún hefur verið væri Ólafur með krabbamein. Svo er hitt að Ólafur hefur staðfastlega neitað að nota orðin "geðveiki" eða "þunglyndi" - sem er frekar undarleg afneitun hjá læknismenntuðum manni. Líkast til hefði Ólafur ekki falið krabbamein á bakvið orð eins og "smávægilegur æxlisvöxtur sem engum kemur við". Ef Ólafur hefði náð sér af krabbameini hefði honum verið hrósað fyrir að láta ekki veikindin buga sig, o.s.frv. en geðrænir sjúkdómar falla -því miður- í annan flokk. Ég er sjálf þunglyndissjúklingur og hef orðið vör við nokkra fordóma hjá ókunnugum (ég hef hingað til greint frá veikindum mínum í starfsviðtölum). Hefði ég sagt frá nýlegri baráttu við t.d. krabbamein eða aðra líkamlega kvilla hefði ég líklega ekki verið beðin um læknisvottorð, eins og gerðist á einum stað. Mögulega hefði ég þó fengið svipað viðmót að sumu leyti - hikið, vorkunnsemina-  en ekki öðru - efann, óttann- og svipaðar spurningar um hvort ég treysti mér örugglega til að vinna, o.s.frv.

Nú hafa þín bloggskrif aðallega snúist um málefni trúar -hvaða nafni sem hún nefnist-, en mig langar að vita hvað þér finnst um þessa umræðu um geðheilsu borgarstjóra, verandi sjálfur "geðveikur".

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.1.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fordómarnir eru hræðilegir... ég og þú vitum það bæði... það er búið að fara allt of langt í þessari umræðu um hvort að hann sé hæfur þegar hann hefur það uppáskrifað frá öðrum lækni.

En, það er fátt betra til þess að losna við tabú en að gera grín af þeim. Ég held að þú hafir mjög rétt fyrir þér í þessu máli, en ég skil hinsvegar sárindin gjörsamlega, sérstaklega þegar búið er að láta eins og þunglyndi hans, sem hann vill ekki tjá sig um og hefur fullan rétt á að gera ekki, geri hann gjörsamlega vanhæfan og vanfæran um að sitja í þessu starfi...

Ég er ósammála veru hans þarna sökum þess að hann er ekki í F, heldur í Íslandshreyfingunni... eins og aðrir toppar í Rvk á F lista... sem mér þykir stangast á við lýðræðishugsunina, og tilgang þess að vera með flokkakerfi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.1.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eh...en nú er vottorðið einmitt ekki "upp á að hann sé hæfur" (þrátt fyrir nafnið), heldur eingöngu vottorð upp á að veikindaleyfi sé lokið. Slíku vottorði þurfa margir að skila inn, m.a. kennarar.

Ég fæ hinsvegar á tilfinninguna að Ólafur sé peð D í þessu öllu saman.

Svo bendi ég á þennan pistil:

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.1.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband