4.2.2008 | 20:09
Ummæli dagsins
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í Kastljósi:
"[...]mæður gætu skaðast af nikótínögnum sem [í reykherbergjum] er að finna"
Óléttar skúringakonur á veitingastöðum eru semsagt í meiri hættu frá þessum "nikótínögnum" en óléttar ræstingakonur á t.d. Alþingi eða öðrum vinnustöðum.
Hún sagði einnig að ástæða þess að reykherbergi væru ekki leyfð væri sú að "hagsmunasamtök veitingamanna" hefðu lagst gegn því.
Það vekur upp spurningar ef satt er. Hví lögðust þau gegn því að reykherbergi yrðu leyfð? Varla stóð til að reykherbergi yrðu standardinn? Vildu veitingamenn sumsé allir sem einn forðast þann kostnað með því að reka okkur út í kuldann?
Ég mætti á árshátíð á laugardagskvöldið. Þar hafði verið sett upp reykingatjald með fjórum hitablásurum, svo við vesalingarnir forsköluðumst nú ekki. Vandinn var hinsvegar sá að loftræsting var ekki næg og á rúmlega þúsund manna árshátíð -þar sem a.m.k. fimmtíu manns fóru í sígópásu í einu, milli rétta -varð reykmökkurinn fljótlega svo þykkur að ólíft var inni í tjaldinu. Enhverjir tóku sig þá til og rifuðu tjaldið til að hleypa reyknum út og loftinu inn. Þá brá svo við að hitablásararnir fjórir dugðu ekki til að halda fimmtán stiga frostinu í skefjum, sér í lagi þegar tekið er tillit til klæðahefðar á árshátíðum.
Þetta hefði mátt leysa með því að leyfa reykingar í loftræstu herbergi.
En þá hefði ólétta skúringakonan sjálfsagt dáið.
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já kannski hefði mátt leysa þetta þannig. Hins vegar á hinum norðurlöndunum veit ég ekki til þess að um sé að ræða nein reykherbergi.
Nú hafa reykingar verið bannaðar á opinberum stöðum hér á landi eins og víða annars staðar alla vega í helstu löndum hins vestræna heims. Helst vil ég sjá þetta bann virt.
Í gær fór ég með dætrum mínum á matsölustað í miðborginni þar sem okkur var tjáð að væri góður matur. Strax í anddyrinu var ljóst að þarna var ekki hægt að vera. Stibban, súr og viðbjóðsleg fyllti vit okkar, greinilega varla búið að þrífa eftir laugardagskvöldið. Við hrökkluðumst út.
Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá get ég hvergi verið þar sem reykt er nálægt. Mér svíður í augun og verður óglatt. Með reykingarbanninu var ég farin að hlakka til að geta farið á kaffihús og tekið þátt í þessu samfélagi að fullum krafti.
Kolbrún Baldursdóttir, 4.2.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.