Loksins vann ég eitthvað!

Mikið var. Ég sem - vinn aldrei neitt - var að vinna hvorki meira né minna en milljón evrur. Þetta á sko eftir að koma sér vel.

Ég fékk sumsé tölvupóst sem Hotmail flokkaði sem rusl (dæmigert, reyna að halda fjársjóðnum frá mér) þar sem mér var tilkynnt um þessa heppni:

 

"Comfirm Your Winning.

This email is to notify you that your Email
Address attached to a Ticket Number: 9100092
has won an Award Sum of
1,000,000.00(One Million euro) In an Email Sweepstakes program
held on
the 8th of February 2008. Please contact the claim officer through the
below given contact information.

MR.ROY PETER.
TEL.0031-619-703-672.
FAX:0031-847-300-694.

REPLY TO THIS EMAIL:
E-mail: staatsclaimk@aol.nl

Please forward the above stated winning information to your
Staatsloterij Claim Agent.
Your Names:
Phone number:
Nationality:
Your
full email address:
Ticket Number: 9100092
Ref Number: 10116/EA
Batch
Number: 21/1114/MBV

Congratulations!!!
Yours Sincerely,
Mrs,Mariska
Bridge,
Public Relation Officer."

Ég er reyndar ekki búin að senda þeim upplýsingarnar ennþá, en til gamans gúglaði ér tölvupóst sendandans, glorman@virgilio.it.  Kemur þá ekki í ljós að viðkomandi póstfang tilheyrir einhverjum boxereiganda á Ítalíu. Hundarækt virðist gefa vel í aðra hönd.

Svo prófaði ég að gúgla símanúmerið hjá herra Roy Peter. Þá sá ég að einhver óprúttinn Íslendingur hefur birt tölvupóstinn minn á blogginu sínu. Ég er nokkuð viss um að hann hefur hakkað sig inn í tölvupóstinn minn til að stela vinningnum. Svo reynir hann að halda því fram að þetta sé einhverskonar svikamylla! Sumt fólk er svo ósvífið! Auðvitað vill hann að ég haldi það svo hann geti sjálfur náð peningunum.

Mér finnst samt sniðugt hvernig þessir Hollendingar fara að þessu. Hollenska ríkislottóið sendir einhverjum Ítala tölvupóst til að senda áfram til mín (þau vita sjálfsagt að ég ætla til Ítalíu í sumar og hef áhuga á hundum) og láta mig síðan hafa samband við hann. Kannske er þægilegra að senda svona mikla peninga frá Hollandi til Ítalíu og þaðan hingað á skerið.

Annars er ég strax búin að ákveða í hvað ég ætla að eyða peningunum. Ég ætla að ferðast, borga skuldir, senda mömmu til Tyrklands og láta gera við tennurnar í mér. Svo ætla ég að senda Snopes konfektkassa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband