11.2.2008 | 10:40
Lausnin:
a) Bættar almenningssamgöngur.
a1) Aukning á þjónustu strætó, m.a. með tíðari ferðum, lækkuðum fargjöldum og fleiri "strætóakreinum"
a2) Uppsetning lestakerfis, hugsanlega neðanjarðar, frá Akranesi að Keflavík með viðkomu á nokkrum stöðum innan höfuðborgarsvæðisins (t.d. á nágrenni við stærri "hittingspunkta" strætó, Hlemm, Mjódd, Ártún, o.s.frv.)
b) Fækkun bíla.
b1)"Carpool"-akreinar, hugsanlega sömu akreinar og strætó notar, þar sem eingöngu bílar með fleiri en tveimur farþegum aka.
b2) Átak á vegum t.d. Umferðarstofu og Umhverfissviðs til að hvetja fólk til að safnast saman í bíla í stað þess að hver og einn aki á eigin bíl.
c) Bætt þjónusta við gangandi vegfarendur.
c1) Gangstéttir verði ruddar með viðunandi hætti, sérstaklega á svæðum þar sem mikið er um eldra fólk og aðra sem eiga erfitt um gang. Miðað sé við að aðgangur að helstu þjónustusvæðum innan hverfa sé fær fótgangandi einstaklingum.
Jæja, nú getur fólk hafist handa við að segja mér hvað er að þessum hugmyndum og hví þær eru ekki raunhæfar. Gjössovel.
77% fara á bíl til vinnu eða í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 3339
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vert þú.
Þetta eru allt ágætar tillögur en ég er dáldið efins um að þetta gangi í Íslendinga. Ég þekki margt ágætt fólk í R-vík sem gengur og hjólar í sumarfríum en það virðist aldrei hvarfla að þessu fólki að hægt sé að ganga eða hjóla milli húsa í bænum jafnvel þó aðeins sé um að ræða nokkur hundruð metra. Og strætó virðist vera álitinn aðeins fyrir börn, gamalmenni og hálfvita.
Þar sem ég bý nú er viðhorfið gjörólíkt. Yfirmaður minn kemur með strætó í vinnuna og forstjórinn á hjóli.... Algerlega óhugsandi á Íslandi.
Jón Bragi Sigurðsson, 12.2.2008 kl. 06:30
Lausnin felst ekki í því að stýra lýðnum að ofan, heldur veita fólki frelsi til að bjarga sér sjálft.
Rekstur einkabíls væri á allra færi, ef ekki væru lagðir þvílíkir skattar og gjöld á fólk.
Að reka nýjan bíl af minnstu sort í dag kostar gróflega reiknað í kringum 46.000 kr. Ef ekki væru skattar á bíla og bensín væri kostnaðurinn hinsvegar nær 29.000 kr. (Fyrir notaðan bíl líklega undir 20þúskr)
Maður með 300.000 grunnlaun borgar í dag um 19,5% af rástöfunartekjum sínum í reksturinn á smábílnum, en ef engir skattar væru á launum, (og jafnframt engir skattar á bílum og bensíni) væri hann að borga uþb 5,5% af ráðstöfunartekjum sínum í bílareksturinn.
Rekstur almenningssamgangna er óhagkvæmur og óraunhæfur í byggð sem er jafnt strjál og höfuðborgarsvæðið. Raunar er bið eftir vagni óbjóðandi á landi þar sem veður eru jafn afspyrnuvond.
Besta lausnin er sumsé að gera öllum kleift að eignast bíl, og eins og dæmið hér að ofan ætti að sýna yrði það jafnvel hinum minnst fjáðu okkar vel mögulegt að reka bíl, ef ekki nýjan þá notaðan, -ef við bara gætum losnað undan skattafargani hins opinbera.
Þeir sem ekki geta ekið, geta þá reitt sig t.d. á þjónustu leigubíla og annarra þjónustufyrirtækja, -en eins og gefur að skilja verður þjónustu þessara stöðva miklu mun ódýrari þegar bílar eru ódýrari, bensín ódýrara, og enginn skattur lagður á laun bílstjóranna né virðisaukaskattur á fargjaldið. -Leigubíllinn yrði í slíku umhverfi líklega helmingi ódýrari en hann er í dag.
Það þarf engar car-pool lausnir á Íslandi, enda eru hér engir umferðarhnútar. Það er rétt í fyrramálið að röðin verður ansi löng, en slíkt má leysa með bættu vegakerfi innanborgar, og með sveigjanleika á mætingartíma á vinnustöðum, þó ekki sé nema 10-15 mínútur til eða frá. Þá bætist við sú þróun að fólk vinnur í auknum mæli heima, sem að sama skapi ætti að draga úr traffíkinni eftir því sem árin líða.
Fantasíur um lestarkrefi, hvað þá neðanjarðar, skortir allt jarðsamband. Ísland er hreinlega alltof, alltof fámennt til að lestarkerfi geti staðið undir sér, hvað þá niðurgrafið. Við erum að tala um margar hundruðir milljarða í lestar sem færu meira eða minna tómar milli bæja.
Lausnin felst, svo ég endurtaki mig, í því að einstaklingurinn hafi sitt eigið farartæki, sem er á hans ábyrgð að sjá um og velja, og kaupir hann sér þá samgöngulausn sem hentar best hans þörfum. Þannig samgöngukerfi er mun hagkvæmara en pakkalausn hins opinbera.
Ég sé fyrir mér að aukin sjálfvirkni í akstri komi svo til með að gera samgöngur mun skilvirkari, og má líta til kvikmynda eins og Minority Report til að gefa einhverja hugmynd um hvernig sú samgönguframtíð gæti verið.
Promotor Fidei, 19.2.2008 kl. 20:11
Þannig að umhverfissjónarmið skipta þig engu í þessu sambandi? 100.000 einkabílar eru ekki ídeal, myndi ég halda.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.2.2008 kl. 21:15
Einhver reiknaði út að eins og almenningssamgöngukerfið er á höfuðborgarsvæðinu í dag mengi hver farþegi í strætó meira en farþegi í einkabíl.
Almenningssamgöngur fúnkera ekki sem boðlegur samgöngumáti nema í milljónaborgum. (og fúnkera hreint ekki þar sem er rok, slabb og rigning allan ársins hring) Ef þú reynir að byggja kerfi með sama standard, þjónustu, tíðni og leiðafjölda í 200.000 manna bæ, þá ertu að menga miklu meira en ef fólk hefði bara sinn einkabíl.
Að sama skapi væri það mikil mengun sem lægi að baki framleiðslu og lagningu lestar -og hlutfallsleg mengun per farþega yrði líklega ekki minni en af einkabíl.
Og mengunarsjónarmið skipta annars engu stórmáli, satt best að segja. (Heimurinn er hreint ekki að farast, þó sumir fræðimenn og fjölmiðlar hafi hagsmuni af að láta þig halda það).
Þau lífsgæði og tímasparnaður sem fást af góðum og hröðum samgöngum vega stórlega upp á moti þeim smávægilegu umhverfisáhrifum sem af hljótast, hvort heldur í nærumhverfi okkar eða á hnattrænan kvarða.
Skipta lífsgæði fólks þig engu máli í þessu sambandi -spyr ég á móti?
Ef hnattræn áhrif eru að pirra þig, þá væri nær að sleppa því að eyða hundruðum milljarða í lítið notaða lest milli akraness og keflavíkur, og frekar nota peningana og hugmyndaflugið á Indlandi eða Kína, þar sem virkilega er þörf fyrir fjárfestingu og framfarir í samgöngum. (En Indverjar og Kínverjar ráða auðvitað við að leysa úr sínum vandamálum sjálfir, og þurfa ekki á okkar skattpeningum aðhalda, skinnin)
Þessutan leysir tíminn og tækniþróun mengunarvandann. Umhverfisvænum farskjótum fjölgar hratt og vel. Bílar verða hagkvæmari og sparneytnari með hverju árinu og nota rafmagn og vetni og hvaðeina. -Það þarf ekki að smala liðinu í strætó með valdi, heldur nóg að leyfa þróun markaðarins að ganga sinn gang.
Ég má svo skjóta því inn að ef allir einstaklingar yfir 17 ættu sinn eigin bíl, þá myndi í raun draga stórlega úr umferð. Á heimilum þar sem tveir eða fleiri þurfa að deila sama bílnum er svo mikið um "skutl". Ef Gunna þarf að skutla Jóni í vinnuna dags og morgna, eða honum Nonna litla í og úr skóla, þá eru það fjórar ferðir milli punktanna A og B í hvoru tilvikinu. Ef Gunnar ekur sjálfur í vinnuna, og sjálfur til baka, fækkar ferðum um vegalengdina A-B um helming. Ef Nonni litli ekur sér sjálfur í menntaskólann og heim aftur er það sama sagan. -Pældíðí.
Promotor Fidei, 20.2.2008 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.