17.2.2008 | 15:45
2. Júlí 1990
Þann 2.7. 1990 lýsti Kosovo yfir sjálfstæði. Alþjóðasamfélagið (utan Albaníu) tók ekki mark á því, enda sú yfirlýsing gefin út af þingi sem ekki var í samræmi við stjórnarskrá. Tveimur árum seinna var boðað til óformlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 80% þjóðarinnar tók þátt. Niðurstaðan var afgerandi: 98% vildu sjálfstætt Kosovo.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart ef litið er til aðstæðna. Serbar, minnihlutahópur, hafði kvartað undan misrétti af höndum Albana og Miloević hafði á móti stórlega skert sjálfstæði Kosovo, sem þar til hafði verið sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Kosovo-Albanir, merihluti íbúa Kosovo, sniðgengu ríkisstofnanir í mótmælaskyni og settu á fót sínar eigin.
Þegar stríði Bosníu og Króatíu var að ljúka hófust menn handa við að koma flóttamönnum fyrir í Serbíu, m.a. Kosovo. Í mörgum tilfellum var albönskum fjölskyldum vísað úr eigin húsnæði til að rýma fyrir flóttamönnunum. Eftir Dayton samkomulagið árið 1995 var KLA, Frelsisher Kosovo, stofnaður, en hann var samansettur af Kosovo-Albönum sem beittu skæruhernaði gegn serbneskum borgurum og lögreglu. Næstu ár einkenndust af átökum milli KLA og Serba, sem náðu hámarki í Racak þar sem serbneskir hermenn myrtu 45 Albanska uppreisnarmenn. Eftir það vildi NATO óskoraðan aðgang að allri Júgóslavíu, en stjórnin leit á það sem hersetu og neitaði.
NATO hóf þess í stað loftárásir, í fyrstu eingöngu á Kosovo, en síðar á skotmörk um alla Serbíu; brýr, orkuver, verksmiðjur, sjónvarps- og útvarpsstöðvar og fleira. Á meðan á þessum loftárásum stóð notuðu Serbar tækifærið og réðust enn harðar gegn Kosovo Albönum. Talið er að 10-12.000 Albanir og 3.000 Serbar hafi verið drepnir meðan á stríðinu stóð. U.þ.b. 3000 manns er enn saknað, þar af eru 5/6 hlutar Albanir. Af 500 moskum í Kosovo voru 200 eyðilagðar, enda takmark Serba að útrýma menningu múslimskra Albananna.
Eftir að stríðinu lauk var Kosovo sett undir stjórn Sameinuðu Þjóðanna og friðargæzluliðar NATO sendir á staðinn. Nánast um leið brutust út átök milli Albana og Serba, sem leiddu til flótta 200-280.000 Serba og annarra. Í dag er talið að á milli 65.000 og 250.000 séu landflótta.
120.-150.000 Serbar búa enn í Kosovo, en þurfa að þola áreitni og misrétti.
2001 voru haldnar frjálsar kosningar í Kosovo, undir stjórn SÞ, sem einnig kom á fót lögregluliði sem samanstóð af Albönum sem og Serbum.
15 mars 2004 var 18 ára serbneskur piltur skotinn. Daginn eftir drukknuðu þrjú albönsk börn í Ibar ánni og var talið að þau hefðu verið á flótta undan Serbum sem vildu hefna sín fyrir morðið á piltinum daginn áður. Næsta dag mótmæltu þúsund Albana við suðurenda brúarinnar (Albanamegin) yfir Ibar, en Serbar söfnuðust saman við norðurenda brúarinnar (Serbamegin) til að hindra að Albanirnir kæmust yfir. NATO-liðar og Kosovolögreglan reyndu að loka brúnni, m.a. með notkun táragass og gúmmíkúlna, en allt kom fyrir ekki; skothríð hófst frá báðum hliðum og lauk henni með dauða átta og yfir 300 særðum. Dagnn eftir létust 28 í svipuðum átökum og 600 særðust.
Smávægileg átök eiga sér enn stað, og Serbar eiga enn undir högg að sækja.
Nú hefur Kosovo lýst yfir sjálfstæði í annað sinn - og í þetta sinn hlustar heimurinn. Rússar og Serbar mótmæla en restin af heiminum virðist sátt.
Ég spái því hins vegar að Kosovo sameinist Albaníu fljótlega.
Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 3339
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ, ég er staddur í serbíu, og eins og serbar lýsa þessu sjálfir þá hljómar þetta þannig að þetta er hluti af þeirra landi sem albanir ( kósóvó albanir) eru að "stela" af þeim þessum landshluta.
Eins og þeir útskýra þetta og ég myndi setja þetta í samhengi þá væri þetta eins og pólverjar myndu lýsa yfir sjálfstæði á vestfjarðakjálkanum. Þeir myndu láta setja af stað kostningu og gefum okkur að 70% fólksins væru pólverjar eða aðrir útlendingar og myndu kjósa um það að þeir myndu vilja fá sjálfstæði sem "vestfjarðakjálkar"
Svona lýta serbar á þetta og ég veit að íslendingar myndu ekki láta þetta viðgangast og væntanlega myndu þeir reyna að ná tökum á vestfjarðakjálkanum aftur. En yrðu kannski stoppaðir af bandaríkjamönnum eins og "99
kveðja
frá serbíu
í Serbíu (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:30
Ég er einmitt að melta það með mér hvort ég eigi að koma þarna við í sumar. Lestakerfið er reyndar frekar óþjált, að mér skilst.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.2.2008 kl. 20:16
Ef ég væri Serbi myndi ég kaupa mér hús einhvers staðar annars staðar en í Kósóvó!!
Sema Erla Serdar, 17.2.2008 kl. 20:45
bara ykkur að segja þá er belgrad geðveik borg, allir hrikalega vingjarnlegir og mikið líf hérna, á sumrin þá eru öll kaffihús full og opið útá götu og hrikalega mikið mannlíf. Aldrei neitt vesen og maður er alveg öruggur að labba hérna um hvenar sem er sólahringsins, mér datt einmitt í hug að það væri sniðugt fyrir icelandexpress að vera með flug hingað á sumrin, + þá er allt hrikalega ódýrt, t.d fara út að borða nautalund með víni og eftirrétt kostar um 2600kr fyrir utan tips fyrir 2
gerist ekki betra
í serbíu (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:14
Takk fyrir færsluna. Það er ekki spurning að þegar deilt er getur hvorugur aðilinn verið saklaus. En Auglýsing, af hverju er þér svona sama um þetta fólk ef þú finnur til með öðrum?
Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 14:47
Þetta er líka spurning um hversu langt á að ganga í þjóðernishyggju.
Nú bjuggu t.d. Maoríar á Nýja-Sjálandi löngu áður en Bretar komu þangað. Að vísu höfuð Maoríarnir komið annars staðar frá og drepið eða étið frumbyggja eyjanna að mestu upp, en áttu samt tilkall til að ,,eiga" eyjarnar.
Þegar þeir sáu að þeir gætu ekki unnið Breta í stríði, ákváðu þeir að það væri skárra að búa með þeim í sátt og samlyndi en að eiga í stöðugum erjum. Því fór svo að helztu höfðingjar Maoría gerðu sáttmála við Breta um að búa með þeim án átaka gegn ákveðnum (en fremur léttvægum) skilyrðum. Bretarnir sáu auðvitað að það var líka betra fyrir þá að búa við slíkt frekar en stöðugar skærur og hernað. Því var þetta samþykkt og búa þeir enn þann dag í dag nokkuð sáttir, þó auðvitað skilji þjóðirnar sig talsvert að.
Nýsjálendingar eru fyrirmyndarfólk og mætti ýmislegt læra af þeim.
Sigurjón, 8.3.2008 kl. 04:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.