Af múslimum og fordómum.

 

Og vitleysan heldur áfram

Aldrei hef ég séð jafn viðeigandi titil á bloggfærslu. Og vitleysan er komin yfir 400 innlegg.

Nokkrir punktar:

Múslimar hafa ekki "reynt að banna sparigrísi" nokkurs staðar á vesturlöndum. (Sjá nánar [hér að neðan])

Að múslimar reyni að banna svínakjöt er út í hött: samkvæmt neyslureglum múslima er margt annað haraam (óhreint), svosem "hrein" dýr sem ekki er slátrað rétt, svínsleður og áfengi. Það er hinsvegar fullkomlega réttlætanlegt að múslímskir foreldrar (og gyðingar) fari fram á að börnum þeirra sé ekki gert skylt að borða svínakjöt eða vinna með svínsleður (ef þeir á annað borð fylgja halal-reglum. Persónulega þekki ég gyðinga sem borða svínakjöt og get ímyndað mér að til séu múslimar sem gera hið sama) rétt eins og aðrir geta farið fram á að þeirra börn þurfi ekki að sitja undir trúaráróðri.

 Í sambandi við búrkur og hijab: hér fellur fólk oft í þá gryfju að halda að allir vilji ólmir lifa eftir vestrænum gildum. Margar konur finna ákveðið frelsi í búrkunni og skilja ekki hvernig vestrænar konur geta látið sjá sig í bikini á almannafæri. Auðvitað er ég ekki að verja kúgun - ef kona vill endilega ganga í bikini á hún að mega það, rétt eins og hún á að mega ganga í búrku ef hún svo kýs.

Til þeirra sem halda því fram að íslenskt samfélag byggi á kristnum gildum og megi alls ekki við íslömskum hópum: Ísland er ekki kristið samfélag, heldur "secular" - hér á að vera pláss fyrir allar trúarskoðanir, sama hvort þær eru kaþólskar (og ekki er pápisminn barnanna bestur þegar kemur að mannréttindum sem okkur þykja sjálfsögð), Kross-kristnar, Fríkirkjukristnar, hindúískar eða íslamskar. Í öllum trúarbrögðum má finna eitthvað gott - þó persónulega skilji ég ekki þessa þörf fyrir ósýnilegt, alsjáandi yfirvald (mér er ekki það vel við okkar veraldlega, hálfblinda yfirvald)- og eitthvað slæmt.

Eins og margoft hefur verið bent á er jafn fáránlegt að dæma alla múslima út frá nokkrum áberandi ófriðarseggjum og að dæma alla kristna út frá Fred Phelps eða alla hindúa út frá Gandhi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skoðaði þessa bloggfærslu og las slatta af commentunum... úff.. ég legg ekki einu sinni í það að commenta sjálf..
Hvað hefur orðið um trúfrelsið og umburðalyndið, og skilninginn?

Má maður ekki lengur trúa því sem maður vill án þess að verða fyrir fordómum og aðkasti?
Ekki það að ég tilheyri einhverri sérstakri trú..

Dexxa (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Þarfagreinir

Frjálslyndi flokkurinn er afturhaldssamur og öfgaþjóðernissinnaður lýðskrumsflokkur - það verður sífellt ljósara og ljósara. Mikið er ég feginn að  hafa aldrei kosið hann.

Ekki það að þessi viðhorf séu eitthvað bundin við þann eina flokk, en þau eru alla vega fjári áberandi hjá talsmönnum hans.

Þarfagreinir, 12.3.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigurjón

Ég sá eitt sinn viðtal við konu í Íran.  Hún var á því að það væri fínt að ganga í heilklæðnaði, því það forðaði henni frá augngotum manna úti á götu.  Þú heldur líklegast Bóbó, að allar konur í heiminum séu eins þenkjandi.  Svo er ekki.  Ekki að það eigi sérstaklega við um konur fremur en karla, en það eru ekki allir sem vilja ,,frelsi", ,,réttlæti" og ,,lýðræði" matreitt à la USA.

Sigurjón, 21.3.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband