Þrjár flugur í einu höggi

Með því að leyfa hústöku innan ákveðinna marka er hægt að leysa mesta vandann á þremur sviðum.

 

Mikið hefur verið rætt um hús sem fá að drabbast niður - hugsanlega (líklega) til að verktakar fái frekar leyfi til niðurrifs. Þau má mörg hver nýta til íbúðar með smávægilegum lagfæringum.

Þar er komið húsnæði fyrir heimilislausa, en einnig fyrir okkur hin sem einfaldlega höfum ekki efni á að leigja á almennum markaði.  

 

Í Bretlandi og víðar hafa verið settar reglur um hústöku. Bresku lögin t.d. kveða á um að hústakandi/takendur skuli hafa lyklavöld að húsinu - þ.e. láta skipta um lása. Ekki má brjótast inn í húsið, en erfitt getur verið að sanna hver t.d. braut rúðu sem veitti aðgang að því. Húsnæðið skal hafa sömu "öryggisreglur" og annað íbúðarhúsnæði, þ.e. ekki brotna glugga eða ónýta lása.

Hústökufólk lætur skrá lögheimili í "teknu" húsnæði, fær sendan póst þangað, greiðir fyrir vatn og hita, o.s.frv.

 

Hvers vegna er þetta úrræði ekki til staðar nú þegar? Mörg hundruð fermetra standa auð í miðbænum á meðan tíu fermetra herbergi - oft ekki einu sinni með aðgangi að eldunaraðstöðu eða þvottavél - er leigt á tugi þúsunda. Fólk neyðist til að sofa í útmignum trjábeðum í hvaða veðri sem er, vegna þess að það er fast í vítahring neyslu og úrræðaleysis. Sumir bregða á það ráð að fremja smáglæpi í þeirri von að fá inni, þó ekki sé nema eina nótt, í Hegningarhúsinu. Margir sem skráðir eru með lögheimili hjá ættingjum eða vinum eru de facto heimilislausir, gistandi eina og eina nótt hjá kunningjum. Sumir neyðast til að skilja börnin sín eftir hjá ömmu eða afa til að þau þurfi ekki að troða sér í herbergiskytru með foreldrinu.

 

Ég heimta lagabreytingar til að heimila hústöku -innan marka- og það ekki seinna en strax! 


mbl.is Heimilislausir fleiri en borgin telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgaryfirvöld eru í afneitun.. segjast hafa stjórn á hlutunum.. en ekki til þess að plata almúgann heldur til þess að plata sjálft sig og láta sér sjálfum líða betur.. Eins og það geri eitthvað gagn..

Dexxa (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 3270

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband