Til Mofa og restarinnar:

Þú segir sjálfur að allir hafi syndgað (brotið gegn Kristi). Hvar segir Kristur að hægt sé að fyrirgefa sumar syndir en aðrar ekki? Tekur Kristur ekki á móti öllum sem iðrast synda sinna og eru auðmjúkir í hjarta? Hví ætti honum að ganga ver að fyrirgefa Hitler eða Stalín þjóðarmorðin en öðrum hroka, leti, græðgi eða þjófnað? Þinn skilningur á Guði er, eins og annarra sem aðhyllast Biblíuna, byggður á mannlegum grunni. "Guð skapaði manninn í sinni mynd, ergo, Guð er eins og maðurinn, nema alvitur, algóður og alvaldur." Þessi hugsun er furðuleg, því ekki þarf nema eina villu (viljandi eða óviljandi) til að öll heimsmynd þín hrynji. Hún gerir nefnilega ráð fyrir mannlegum Guði - Guði sem lítur út eins og maðurinn og hugsar að miklu leyti eins og hann. Guð þinn er áþreifanlegur á sinn hátt - Guð er "vera" fremur en kraftur - hugsanlega sá kraftur sem kom Miklahvelli af stað, krafturinn sem setti þróunina í gang?

Þinn Guð er afar mannlegur: hann reiðist, verður afbrýðissamur, fylgist með gjörðum okkar eins og húsmóðir í vesturbænum fylgist með Leiðarljósi. Eini munurinn er sá að Guð þinn hefur völd til að láta persónurnar gera hvað sem hann vill. Guð þinn er mannlegur, ófullkominn og lítilmótlegur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Swami Karunananda

Sammála! Hinn Biblíulegi Guð er að flestu leyti eins og maðurinn, aðeins í stækkaðri og fegraðri mynd. Með þessu er þó ekki sagt að Guð sé ekki til, en ef hann er til þá gnæfir hann sjálfsagt óendanlega himinhátt yfir allar mannlegar hugmyndir um hann.

Veruleikinn er alltaf miklu ótrúlegri en nokkur skáldskapur (í þessu tilfelli skáldskapur Biblíunnar um hinn manngerða Guð).

Swami Karunananda, 30.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Swami Karunananda

Sjálfum hefur mér löngum geðjast best að hugmynd Bókarinnar um Veginn (Tao Te King) um Guð sem ópersónulegt móðurafl er í mildi sinni og blíðu elski allar verur alheimsins jafnt án nokkurrar vilhygli, og veiti þeim öll nauðsynleg skilyrði til að þroskast og fegrast og fullkomnast á sinn hátt . . .

Swami Karunananda, 30.4.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Swami Karunananda

Þó er ein pæling sem hér stingur upp kollinum: ef Guð er ekki persóna, hvernig getur hann þá skilið oss mannfólkið? Ef til vill er réttast að gera ráð fyrir því að Guð sé vissulega persóna, eins og eingyðistrúarbrögðin boða, en takmarkist þó ekki við persónulega hlið sína, heldur sé í hinu dýpra eðli sínu hafinn upp yfir hana. Og vitanlega er ´persóna Guðs´ laus við allar mannlegar takmarkanir og ófullkomleika, svo sem afbrýðissemi, hatur, drottnunargirni o.sfrv. Og að Guð hafi persónuleika felur alls ekki í sér að Guð sé bókstaflega maður með mannlegt útlit og þar fram eftir götunum.

Swami Karunananda, 30.4.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband