27.4.2008 | 11:54
Saga FNB
Samtökin Food Not Bombs voru stofnuð snemma á níunda áratug síðustu aldar í Cambridge í Massachusetts. Hópur fólks sem barðist gegn kjarnorku hóf að spreyja slagorðið "Mony for food, not for bombs" víðsvegar um bæinn, styttu það síðan í Food Not Bombs og tók hópurinn sér þann titil. Skömmu síðar ákváðu þau að láta verkin tala. Á meðan á fundi bankamanna sem fjármögnuðu kjarnorkuiðnað stóð, gaf hópurinn 300 manna hóp heimilislausra mat fyrir utan fundarstaðinn. Þetta vakti mikla lukku og hópurinn fór því að gera þetta reglulega.
1988 var annað "útibú" FNB stofnað í San Fransisco. Níu sjálfboðaliðar voru handteknir í ágúst það ár eftir að óeirðalögregla var send á staðinn til að stöðva matargjöfina. Næstu tvær vikur handtók lögregla 94 aðra í tengslum við FNB. Næsta sumar reyndi borgarstjórinn að ferja heimilislausa út út borginni, en þeir reistu tjaldborg gegnt ráðhúsinu og FNB sá um matinn þar næstu 27 daga, eða þar til óeirðalögreglan var enn send á staðinn. Þegar næsti borgarstjóri tók við jókst spennan enn, yfir 700 handtökur voru framkvæmdar að hans skipan. Við hverja handtökutörn jókst samtökunum máttur og gerði það lögreglu erfiðara að ráða við hópinn. 1989 hófu meðlimir að nýta sér upptökutækni og dómstóla til að berjast gegn lögregluofbeldi sem þeir urðu fyrir.
Á meðan á þessu stóð höfðu fleiri "útibú" tekið til starfa víðsvegar um landið. Í Boston voru nokkrir handteknir, en meðlimir borgrráðs fóru þá út og unnu með þeim við matardreifinguna í mótmælaskyni. Handtökurnar lögðust af eftir það. Willie Lewis Brown Jr. bauð sig fram til borgarstjóra í San Fransisco og lofaði m.a. að látið yrði af handtökum og árásum. Það gekk eftir þegar hann tók við embætti. Einn stofnenda var þó handtekinn árið 1997 er hann flutti mat sem átti að gefa fyrir utan ráðstefnu ýmissa borgar- og bæjarstjóra. Þetta vakti mikla athygli og "útibú" spruttu upp víða um heim, en einnig voru stofnuð tengd samtök, Homes Not Jails sem yfirtóku (leynt og ljóst) íbúðarhúsnæði sem staðið hafði autt og gerði það íbúðarhæft fyrir heimilislausa.
Eftir innrásirnar í Afganistan og seinna Írak tóku meðlimir þátt í að dreifa mat við mótmæli gegn stríði víða um heim. Við eitt slíkt tækifæri var haft eftir F.B.I. manni að samtökin hefðu hugsanleg tengsl við hryðjuverkamenn og hafa nokkrir meðlimir verið handteknir fyrir "hryðjuverk" en enginn dæmdur. Haustið 2007 var einn meðlima handtekinn í Orlando fyrir að dreifa mat til stærri hóps en heimilt var án sérstaks leyfis. Hann var sýknaður af ákærunni.
FNB voru einu samtökin sem dreifðu mat til fórnarlamba San Fransico jarðskjálftans fyrstu þrjá dagana eftir að hann reið yfir árið 1989. Hópurinn var einnig sá fyrsti til að fæða björgunarlið við Tvíburaturnana eftir árásirnar, fórnarlömb fellibylsins Katrinu og flóðbylgjunnar í Asíu.
Í dag eru yfir 400 "útibú" víða um heim, þar af u.þ.b. helmingur utan Bandaríkjanna.
FNB starfar eftir nokkrum grunnhugmyndum, en utan þeirra er meðlimum frjálst að taka ákvarðanir í samræmi við það sem hentar þeirra eigin samfélagi; meðlimir skulu ekki beita ofbeldi né styðja það, maturinn skal vera grænmetisfæði og fullkomið lýðræði skal ríkja innan hópsins. Allir mega elda, allir mega borða.
Aðferðirnar sem FNB notar til að safna mat eru svipaðar hvar sem er í himinum. Meðlimir fara milli verslana, bakaría eða heildsala og fá gefins mat, sumsstaðar nýta þeir sér einnig "gámaköfun" og góðvilja einstaklinga. Sum útibú safna fé til að geta keypt "eldhúsbíl". Allir hóparnir eiga það þó sameiginlegt að vilja nýta þann mat sem til fellur á hverjum degi til að hjálpa þeim sem minnst mega sín.
Heimildir:
Wikipedia
Foodnotbombs.net
Matur ekki einkaþotur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.