17.5.2008 | 10:08
Verið velkomin!
Íslendingar hafa alltaf verið óttalega rasískir; kaninn mátti vera hér, svo lengi sem engir svertingjar voru í hópnum, við neituðum að taka á móti ofsóttum Gyðingum í stríðinu - og nú spretta rasistasamtök upp eins og gorkúlur.
Það er staðreynd að þegar efnahagsástandið versnar eiga öfgasamtök frekar upp á pallborðið hjá fólki, enda virðist það manninum eðlislægt að velja sér blóraböggul og liggja þá "utanaðkomandi" vel við höggi. Við hverfum aftur í gömlu hjarðhugsunina; hjörðina þarf að verja fyrir ókunnugum, "við" þurfum að standa saman gegn "utanaðkomandi ógn". Ef ekki er nægt kjöt fyrir hjörðina þarf að berjast fyrir því sem til er.
Fólk þarf hins vegar að átta sig á því að ástandið er ekki svona; í dag ER til nægur matur til að metta heimsbyggðina, vandinn er sá að honum er misskipt. Víst er til fátækt á Íslandi (ég hef sjálf upplifað hana) en hún er tvenns konar; hlutlæg fátækt )sem talin er fátækt vegna þess að meirihluti þjóðarinnar býr betur) og fátækt vegna misskiptingar: ef hálaunafólkið gæfi brot af sínum launum til hinna verst stöddu væri fátæktinni útrýmt á einu bretti.
Ekkert af ofantöldu er nóg til að koma í veg fyrir að við tökum á móti þeim sem eru enn verr staddir. Enginn er svo fátækur að hann hafi ekkert að gefa.
Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 3254
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki rasismi að vilja fara varlega. Þetta hefur akkúrat ekkert að gera með það hvaðan fólk kemur, þetta snýst um að VIÐ SÉUM TILBÚIN, nú vísa ég í annað blogg frá þér um heimilislausa. Meðan við getum ekki hugsað sómasamlega um Íslendinga þá er það ekkert annað en hræsni að ætla að " bjarga heiminum" Farðu varlega með hugtök eins RASISMI,og ÖFGAHÓPAR. Þetta er einföld staðreynd, margsönnuð víðsvegar um heiminn, innflytjendur koma ekki með vandamálin með sér þau eru til staðar og það er okkar að leysa þau áður en við "tökum á móti gestum". Það telst ágætissiður að þrífa og taka til ÁÐUR en gestirnir koma, ekki bíða eftir þeim og kenna þeim svo um ruslið. Þetta sjónarhorn er ekki RASISMI eða ÖFGAR, heldur heilbrigð skynsemi. FRIÐUR (hvernig sem þú ert á litinn) CHARITY BEGINS AT HOME.
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 11:00
Það er einmitt málið, Haraldur; það verða alltaf einhver vandamál til staðar. Ef við hugsum stöðugt svona, að við verðum að laga Ísland og gera það fullkomið, er stöðugt hægt að slá þessu á frest.
Staðreyndin er sú að það er siðferðisleg skylda okkar sem manneskja að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Og hvað rasismann varðar er ég einfaldlega að benda á þróunina sem orðið hefur annars staðar og ég óttast að eigi sér stað hér á landi líka. Með "rasistar" og "öfgahópar" átti ég einkum við hópa eins og "Samtök gegn Pólverjum" og Combat17 eða 18 eða hvað þeir nú kalla sig þessir eymingjar.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.5.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.