Eftir 48 klukkustundir...

...verð ég komin í loftið til Berlínar með allt mitt hafurtask. Hafurtaskið sem um ræðir er reyndar bara einn lítill bakpoki (innihald: peysa, buxur, tveir bolir, (nátt- og djamm)kjóll, sokkabuxur, sokkar, þrjú hleðslutæki, ýmiss konar pillerí, InterRail miði og kort, handklæði og bikini), enda finnst mér hundleiðinlegt að ferðast með farangur. Farangur er réttnefni.

Í dag fór héðan annar sófasörferanna sem hafa níðst á gestrisni minni síðustu daga. Þessi heitir Joey og er furðulegur fýr. Eitt það fyrsta sem ég komst að um hann eftir að hann mætti er að hann...hann...ég þori vart að viðurkenna að slíkt fyrirbæri hafi sofið undir sama þaki og ég, étið við sama borð...faðmað mig þegar það fór! Hann kaus Bush. Spurður um ástæður slíks voðaverks var svarið einfalt...en fullkomlega óskiljanlegt; "He seemed like a nice guy". Það skal tekið fram að þessi viðbjóðslega misnotkun á kjörseðli átti sér stað árið 2004. Hefði það verið árið 2000 hefði ég getað skilið það upp að vissu marki - hann vissi ekki betur - en 2004?! 

 

A Timeline of Failure - Fyrra kjörtímabil Dubya

"He seemed like a nice guy" indeed.  

 

Ég hef verið ósköp ódugleg við að blogga, meðal annars vegna þess að ég hef verið upptekin við að vinna og plana ferðina. Önnur ástæða er sú að ég hreinlega þoli ekki svona dagbókarblogg. Ég var einusinni með slíkt blogg - mikið helvíti var það leiðinlegt.

"Ég vaknaði í dag klukkan sjö, eins og venjulega, og gerði nákvæmlega það sama og í gær."

Bleech!

Það eina sem toppar svona blogg eru fjandans sorgarbloggin.

"Í dag er ég veik. Ég gæti dáið. Ég ætla samt að hella upp á kaffi á eftir." Og kommentin eru öll á einn veg; En dugleg! Gott hjá þér! Hang in there!

Ekki vil ég hljóma harðbrjósta - þetta gerir mig bara drulluþunglynda. Þess vegna forðast ég þessi blogg eins og heitan eldinn.

 

Þriðja ástæðan fyrir bloggleysinu er sú að ég hef eytt og miklum skriftatíma í að rífast við ofurkristna trúarnöttara - eða lesa upp valda kafla úr bloggum þeirra fyrir móður mína. Svo getum við velzt um af hlátri.

Tökum sem dæmi gimpið sem heldur því fram að beikon sé svínasviti. Og að svín séu eitruð. Og að mannkynið hafi verið skapað á einum degi fyrir 6000 árum. Og að risaeðlur og menn hafi verið uppa á sama tíma. Og að eitthvað sem hann kallar "Darwinisma" sé trú á sama hátt og hans trú á ósýnilegan geimgarlakarl.

Eða náungann sem er svo mikið á móti fóstureyðingum, en neitar að svara spurningum um "jaðartilfelli". Veit hann ekki að "jaðartilfelli" eru einmitt góður mælikvarði á staðfestu og/eða skynsemi. Ef þú virkilega trúir því að fóstureyðingar séu alltaf af hinu illa, ættirðu ekki að vera í vandræðum með að verja fæðingu t.d. harlequin-barns - og ef þú ert til í að eyða því fóstri ertu greinilega ekki jafn mikill prinsíppmaður og þú vilt vera láta. Að leyfa fóstureyðingar þegar greinilegt er að bæði móðir og barn (og allir aðstandendur)  munu þjást óendanlega mikið, sýnir skynsemi. Kannske fullmikil bjartsýni hjá mér að búast við slíku frá svona náunga.

Svo er það maðurinn sem dásamar Guðinn sinn fyrir að hafa læknað dóttur hans. Hann talar um hvernig "Guð leiddi þau til læknis" sem gaf barninu lyf. Meira helvítis kjaftæðið. Ef læknavísindin bregðast, dettur þessu fólki ekki í hug að kenna "Guði" um, heldur skellir skuldinni á læknavísindin sjálf (eða Djöfulinn ef allt annað þrýtur), en ef lækning finnst er það ekki vegna læknavísindanna, áralangrar þjálfunar læknisins eða framfara í lyfjarannsóknum...nei, þá er það "Guð gerði það".

Ekki má gleyma hinni sjálfsagt indælu Vopnfirzku Hvítasunnufrú, sem skrifar langar og leiðinlegar bloggfærslur (steinar, glerhús, blablabla) um hvað Guð er mikið æði. Hann læknaði hana nefnilega af flogaveiki. Færslur hennar og athugasemdir eru iðulega ofkryddaðar allskyns glitstöfum, glottandi Jésúum og slíku stafrænu pjátri, sem eykur enn á ógleði mína.

Síðan er einhver fjöldi af bloggurum sem helst virðast þrífast á því að halelúja hverja einustu bloggfærslu sem rituð er af trúbræðrum þeirra. Þeirra rök fyrir trúnni eru einatt þau að Jésú hafi verið svo góður og trúleysingjar séu svo mikil úrhrök. Nokkrir þeirra koma þó með blessanir í lok predikananna. Það finnst mér pirrandi. Ekki held ég að þetta lið tæki því vel ef Satanisti bæði Djöfulinn að passa það í lok samtalsins. Hvað ætli það segði ef ég endaði allar færslur á því að óska þess innilega að það sæi nú hvað trúin þeirra er mikið kjaftæði?

Síðan reynir það að troða sinni persónulegu hjátrú upp á fræga trúleysingja, eða troða trúleysi í form trúarbragða. Ef trúleysi er trú, er trú líka trúleysi. Eins og einhver sagði: 

 

Við erum öll trúleysingjar þegar viðkemur langflestum guðum sem mannkynið hefur trúað á - sum okkar taka það bara einum guði lengra.

 

 

Jæja, þá er ég aldeilis búin að bæta fyrir bloggleysið með þessu sundurlausa röfli mínu.

Megi vísindin vaka yfir ykkur, og andi rökhyggjunnar leiða ykkur.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Amen og prump!

Sigurjón, 29.6.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband