IcelandExpress Sökkar!

Ég flaug heim með IcelandExpress frá Kaupmannahöfn. Vélin átti að fara í loftið klukkan 21:30. Þegar ég mæti á völlinn fæ ég að vita að henni seinki...til klukkan fjögur um nóttina. Ég fæ afhentan miða upp á 150 danskar krónur og tjáð að ég geti nýtt hann til matarkaupa - allt í lagi. Nema hvað, allt er að loka. 7-11 var opið, en þeir taka ekki við svona sneplum. Svo ég endaði á Bryggeren að drekka bjór (150 danskar dugðu fyrir 3 stórum bjórum á þeirri okurbúllu), og sat svo í reykklefanum að lesa og drekka tollinn minn til klukkan fjögur. Vélin fór loks í loftið um hálf fimm.

Svo er ég að fatta núna að ég hefði getað hætt við ferðina og fengið 30.000 kallinn endurgreiddann. Djö. Ég átti líka rétt á 2 símtölum eða skilaboðum (eitt til mömmu og eitt til lögfræðings...eða?).

Eins gott að hafa svona á hreinu!


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er nú ekki eikvað nýtt að flugi seinkar vegna bilana hjá þeim....var úti á Spáni fyrir 2 árum. Man ekki alveg hvenar flugið var en það var um 9 eða 10 leytið. Fengum að vita á flugvellinum að vélinni seinkaði. Fyrst átti bara að vera smá töf en  eftir um klst var sagt að vélinni myndi seinka til morguns þar sem hún var biluð. Eina sárabótin sem við fengum var ein samloka og einn drykkur á mann :/.....

ein sem er orðið alveg sama (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Sigurjón

Vertu velkomin heim!  Ég hlakka til að sjá ferðasöguna.

Átthagafjötrar okkar hér á Stormskeri eru óþolandi.  Við getum valið um tvö flugfélög til og frá eyjunni: Vont og verra.  Þetta er svipað og með Húsasmiðjuna og Byko.  Maður veit hreinlega ekki hvort er verra; ekki hvort er betra... 

Sigurjón, 9.8.2008 kl. 18:24

3 identicon

Sælt veri fólkið.

Ástandið hjá IE virðist ekki vera gott en við megum heldur ekki gleyma því hvernig ástandið var áður en IE byrjaði að fljúga til og frá Íslandi og Flugleiðir voru einir um markaðinn. Eftir að IE kom til sögunnar þá hef ég verið að fljúga Köben/Stockholm til Keflavíkur fyrir 20-40 þús. ISK.

Til samanburðar má geta þess að þegar ég flutti til Svíþjóðar árið 1992 þá buðu Flugleiðir mér miða í mars þ.e. utan ferðamannatíma á 80 þúsund krónur. Með einhverju afsláttarbruggi var hægt að koma honum niður í 60 þúsund. Og þegar ég skýrði frá því að ég ætlaði bara að kaupa aðra leiðina þá fékk ég svarið; nei litli vinur, svoleiðis miða seljum við ekki. Kaupa báðar leiðir takk!

Á þessum tíma gat maður líka séð að Flugleiðir voru að bjóða flug milli Evrópu og Ameríku á mun minna verði en miðinn kostaði Ísland-Evrópa og að sjálfsögðu harðbannað að hoppa úr eða um borð í Keflavík. Þeir voru í harðri samkeppni þar við önnur flugfélög og létu okkur Íslendinga niðurgreiða Ameríkuflugið.

Ég man líka ekki betur en að það yrðu stundum seinkanir hjá Flugleiðum. En af einhverjum ástæðum sá Mogginn enga ástæðu til að tíunda rækilega allar seinkanir hjá þeim einsog þeir gera núna þegar um IE er að ræða...

Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef Flugleiðir fá aftur einokunaraðstöðu á flugi til og frá Íslandi.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 3205

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband