20.8.2008 | 16:45
Ekki versta uppákoman
Ég eyddi einni nótt fyrir utan lestarstöðina í Búdapest í sumar. Þar sátum við nokkur saman og skiptumst á sögum. Einn í hópnum hafði ólögleg gjaldeyrisskipti að aðalstarfa. Hann eyðir því löngum stundum í og við lestarstöðina og hefur séð ýmislegt.
Eina nóttina sem oftar beið hann eftir því að stöðin opnaði - hún er lokuð í nokkrar klukkustundir á hverri nóttu - og sá þá nakinn mann ráfa framhjá. Það var ekki sérstaklega hlýtt í veðri, svo hann veitti manninum eftirför. Sá nakti hélt áfram nokkra stund, en hné svo í götuna. Sögumaður kallaði þá til kunningja sinn og fluttu þeir manninn á sjúkrahús. Daginn eftir fara þeir að forvitnast um sjúklinginn, og fá þá að heyra söguna (hvort sem það var nú frá honum sjálfum eða einhverjum opinberum aðila).
Þannig var mál með vexti að nakti náunginn var staddur í djammferð í Búdapest ásamt nokkrum vinum. Einhvernveginn verður hann viðskila og endar á þessum líka fína strippklúbbi, hvar hann skellir í sig nokkrum drykkjum. Síðan kemur að greiðslu - en, viti menn, kortið er tómt. Dyraverðirnir voru að sjálfsögðu ekki hressir með þetta, svo þeir leita á honum og hirða það litla fé sem hann er með, farsíma og annað. En aldrei þessu vant láta þeir sér ekki nægja að hirða allt lauslegt úr vösum hans, heldur hirða vasana líka. Þeir færa hann sumsé úr fötunum...og gefa honum síðan sýruvættan sykurmola - og senda hann þvínæst út á götu. Þegar hann loksins hneig niður við lestarstöðina hafði hann ráfað um borgina í næstum fjóra klukkutíma.
Ég hef auðvitað ekki nokkra hugmynd um sannleiksgildi sögunnar - en það er víst skárra að passa sig.
Reynt að svindla á ferðamönnum í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heyrði reyndar aðra sögu sama kvöld. Þar átti í hlut ung bandarísk stúlka sem varð fyrir áreiti frá dyraverði. Hún mótmælti, en dyravörðurinn lét sér ekki segjast. Hringdi stúlkan þá í sendiráðið og med det samme mæta tveir naggar á staðinn í svörtum sendiferðabíl. Þeir sannreyna að stúlkan sé bandarískur ríkisborgari, hún bendir þeim á dyravörðinn dónalega, og þeir snara viðkomandi aftur í bílinn og bruna á brott.
Spurning hvort perrinn sé í Guantanamo núna.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2008 kl. 22:01
úff!!Semsagt ekki Búdapest á næstunni...
alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.