Engin ferðasaga enn...

Einhvernveginn kem ég mér ekki til þess að skrifa ferðasöguna - hugsanlega vegna þess að þá þarf ég að horfast í augu við það að ég er komin heim í "the real world", heim vinnu og blankheita og íslensks ömurleika.

Þess í stað hef ég einbeitt mér að því að skipuleggja næstu ferð. Hugmyndin akkúrat núna (síðan fyrir sirka fimm tímum síðan) er að fara til Belgrad aftur, skella mér á þriggja eða fjögurra vikna serbneskunámskeið og ferðast svo um svæðið; Króatíu, Serbíu, Bosníu og Kosovo - og jafnvel Makedóníu og Slóveníu ef tími gefst til. Þessi ferð verður sumsé aðeins öðruvísi en sú síðasta, betur undirbúin og aðeins meiri strúktúr í henni.

Ég hef verið að skoða serbneskunámskeið á netinu og 4 vikna námskeið í Beograd, með gistingu og námsferðum kostar innan við 150.000 krónur. Ég er reyndar að rannsaka aðra gistimöguleika, veit ekki hvort það er fýsilegt að eyða heilum mánuði á hosteli. Hugsanlega get ég leigt herbergi eða litla íbúð, verðið virðist vera sirka 10 evrur per fermeter miðað við fullbúna íbúð - þ.e.a.s. með eldunaraðstöðu, sturtu og salerni og húsgögnum.

 

Þá er bara að byrja að spara...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þú ert sumsé byrjuð að spara og er það vel.

Spurningin er sú: Er sniðugt að tala Serbnesku í Króatíu, Bosníu, Kosovo og Makedóníu?  Verður þú ekki grýtt?

Ef ég skil þetta rétt tala Króatar og Serbar nánast sama málið, nema þeir skrifa það með sitt hvoru letrinu.  Verður það ekki vandamál?  Kyrilíska letrið er kannske ekki flókið, en blæbrigðin eru öðruvísi. 

Sigurjón, 23.8.2008 kl. 02:57

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Gott hjá þér. Ferðastu sem mest meðan það er gaman, það getur nefnilega líka orðið kvöð.

Heimir Tómasson, 23.8.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hver var að tala um að tala srpski í Hrvatska, Crna Gora,  Slovenija eða Bosna i Hercegovina? Hvað þá Kosovë!

Nei, mig langar að læra serbnesku til að geta tjáð mig í Serbíu - kannske Króatíu (efast um að serbneski hreimurinn verði nógu sterkur til að ég verði drepin)- og til að hafa grunninn fyrir hin málin.

Hvað letrið varðar er notað latneskt letur í Króatíu, en í Serbíu er hvort tveggja notað jöfnum höndum.

Annars er serbneskan einfaldari en mann grunar (a.m.k. með latnesku letri).

Dobar dan! Jesam Tinna. Učim srpski. Govorite li srpski?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.8.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband