Svar til Mofa af annarri síðu.

 

Héðan

Mofi:

Þetta er svona svipað og henda scrabble stöfum í loftið og telja að fyrst að þriggja stafa orð gat myndast þá gæti Hamlet eða Íslandsklukkan myndast með sömu aðferð. 

... 

Hönnun Arnar, einhver valdi að gefa ákveðni [sic] röð stafa einhverja meiningu. 

---

Eigum við að ræða óendanleikann aftur, Mofi? Óendanleiki gefur óendanlega möguleika. Ef þú hefur x marga stafi (t.d. fjölda stafa í Íslandsklukkunni) og óendanlegan tíma til að kasta þeim upp í loftið, er möguleiki (stjarnfræðilega lítill, en möguleiki samt) á að þeir lendi  "rétt".

Seinni tilvitnunin er svo alveg svaklega fín. Maðurinn gaf ákveðinni röð stafa merkingu= Guð er til? Ekki alveg.

 Hér ertu að nálgast það að viðurkenna að meining sé eitthvað sem maðurinn les út úr heiminum, að heimurinn sjálfur hafi enga "innbyggða" merkingu. Þetta væri auðvitað langt frá þínu venjulega viðhorfi, en rétt engu að síður. Heilinn leitar ósjálfrátt að mynstri, merkingu og táknum í heiminum í kring. Þannig fer fólk að því að tengja bænir við lækningu (en "gleymir" öllum skiptunum sem bænin virkaði ekki), sjá andlit Jésúsar í pönnuköku (en ekki t.d. andlit Nonna frænda á Sigló, hann er ekki eins þekkt tákn) og "Hönd Guðs" í tilurð heimsins. Fólk leitar skýringa sem passa við vitsmunalega getu þess, þekkingu og fleira, svo þeir sem hafa næga vitneskju um líffræði, jarðfræði, vísindalegar aðferðir og annað í þeim dúr - og skilja um hvað er rætt, sækja fremur í vísindalegar skýringar. Þeir sem ekki ráða við stór hugtök eins og (svo við nefnum eitthvað algjörlega af handahófi) "óendanleika " sækja í aðrar skýringar. Maðurinn hefur alltaf leitað skýringa á heiminum, en flestir hafa leyft skýringunum að þróast (ónei - bannorð) í takt við aukna þekkingu í stað þess að halda fast í skýringar forfeðra sinna. Sumir hafa hinsvegar dregist aftur úr og eina skýringin sem minn heili finnur á því er sú að þeir einfaldlega ráði ekki við flóknari heimsmynd en "Guð gerði það". Það er auðvitað miklu einfaldara að sleppa því að hugsa sjálfur. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.8.2008 kl. 16:32


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þessi hönnunarvitleysa guðsmanna er þvílíkt barnaleg.  Hvers vegna að sætta sig við svo ódýra lausn á vandamálum heimsins?

Sigurjón, 27.8.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Swami Karunananda

Ég trúi því engan veginn að alheimurinn og lífverurnar sem í honum búa hafi verið sköpuð í eitt skipti fyrir öll af Guði né nokkrum öðrum mætti: hugmynd nútímans um þróun er svo gott sem óhrekjanleg eins langt sem ég sé.

En samhliða þessu trúi ég heldur alls ekki að maðurinn, eins og við þekkjum hann, sé hápunktur og endastöð hinnar miklu þróunar lífsins á þessari plánetu. Þetta byggi ég á þeirri einföldu rökfærslu að fyrst til séu ótal þróunarstig neðar manninum, þá hljóti einnig að vera til ótal þróunarstig ofar manninum.

Það að við skulum ekki skynja með beinum hætti þessi æðri og yfirmannlegu þróunarstig er ekki traust röksemd fyrir því að þau séu ekki til, þar sem skynfæri okkar eru svo takmörkuð og selektíf og svo augljóslega hönnuð (eða "þróuð", ef lesendum þóknast það orðalag betur) út frá þröngum jarðbundnum nytsemdarsjónarmiðum að á þeim er ekkert byggjandi.

Lítil dæmi mætti setja fram til að skýra ofangreind ummæli betur: Því má slá föstu að einfrumungar hafi ekki nokkra burði til að gera sér grein fyrir tilvist mannsins: skynfæri þeirra og vitundarhringur eru of lág og þröng til þess. Og nú er mér spurn: er þetta algjöra grunleysi einfrumunganna um tilveru manneskjunnar einhver rök fyrir því að manneskjan sé ekki til?

 - Hinir miklu andlegu risar mannkynssögunnar eru vísirinn að því sem koma skal: tilvist þeirra er óhrekjanleg röksemd fyrir því að meðalmaðurinn er alls ekki hátindur þróunar lífs og vitundar á jörðu þessari. Og fyrst til eru ofurmenni sem gnæfa yfir meðalmanneskjuna hvað þroska og þróunarstig varða, er þá nokkuð svo fráleitt að draga þá ályktun að til séu einnig verur sem gnæfa yfir ofurmennin - og svo aftur verur sem gnæfa yfir þær verur o.s.frv., o.s.frv.? Analógían liggur að minnsta kosti mjög beint við . . .

Trúi ég því staðfastlega að alheimurinn sé svo innréttaður að ekki sé til neitt sem heiti endanlegur áfangastaður fyrir þróunina. Allar verurnar sem hann byggja halda áfram og áfram að þróast, þroskast og ummyndast til æðri tilveru, alveg út í það óendanlega. 

Og hvað um vitnisburð þess fólks sem telur sig hafa séð eða með öðrum hætti komist í tæri við ofantéðar verur sem ofar manninum standa í þróunarstiganum? Vitnisburður þess útheimtir að minnsta kosti nánari og heiðarlegri rannsókn en að afneita honum a priori og athugunarlaust sem helberum ímyndunum og tálsýnum . . .

Swami Karunananda, 29.8.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Sigurjón

Góðar pælingar hjá þér Kári, en ég vil benda á að Jörðin og lífið á henni mun ekki þróast út í hið óendanlega.  Hún mun enda líf sitt þegar Sólin brennur upp eldsneyti sínu.  Það verður hins vegar ekki fyrr en eftir milljarða ára.

Sigurjón, 30.8.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband