21.10.2008 | 16:20
Ömurlegheit
Ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi lifað það af að éta heimaslátrað í nokkur hundruð ár - hversvegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Hvers vegna mega bara bændur éta heimaslátrað? Eru þeir með svona mikið sterkari meltingu en við borgarpakkið? Og hvernig er það - má rollubóndi láta vin sinn svínabóndann hafa skrokk fyrir skrokk, eða er það bannað líka? Ég tek undir með Dofra Hermannsyni; hvers vegna er í lagi að selja hreindýrakjöt sem er skotið uppi á skítugri heiði fyrir fleiriþúsundogfimmtíukall kílóið, en bannað að selja heimaslátrað beint í frystikistuna?
Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta eiginlega? Einn daginn berast fréttir af því að Ísland sé að verða matvælalaust, þann næsta er sagt frá því eins og um mikla hetjudáð sé að ræða að lögreglan hafi gert 300 kíló af súpukjöti upptæk. Matvöruverslanir henda matvælum í tonnavís á meðan fólk stendur í röðum til að fá brauð og léttmjólk (og ekki mikið annað) hjá Mæðró og Fjölskylduhjálpinni.
Hvað er eiginlega í gangi?
En yfir í annað.
Ég veit ekki hvort fer meira í taugarnar á mér: að hlusta á röfl um hvað Egill var vondur við grey Jón Ásgeir og að mótmæli gegn Davíð séu bara einelti (svona eins og mótmæli gegn Ceaucescu voru á sínum tíma...bætmí), eða hippíska útópíu-stöndum-saman-nýtt-þjóðskipulag-það-besta-í-lífinu-er-ókeypis sönglið. Fokk ðatt! Það á ekkert eftir að breytast krakkar mínir, vitið bara til.
Og sagði enginn þessum löggum frá því að allir ættu að vera vinir og standa saman í gegnum þetta hræðilega efnahagslega [setjið inn eigin sjómennsku/veðurlíkingu hér] ?
Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ásgeir er sá sem fyrstur kom fram og svaraði öllum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar, skýrt og skorinort. Hann tiplaði ekki á tánum í kringum spurningarnar, eins og íslenskum auðjöfrum og ráðamönnum er vandi til.
Ég fíla hann, enda hafa þeir feðgar gert mikið fyrir íslendinga. Núna flykkjast ALLIR í búðirnar þeirra. Fólk hefur ekki efni á því að versla í Nóatúni eða 10-11 lengur. Svo er hann bara bráðgáfaður. Allar þessar eignir sem hann hefur fjárfest í eru mjög góðar, enda sér viðskiptajöfurinn sér leik á borði og getur eignast þær á spottprís... Ýmsar samsæriskenningar hafa nú sprottið um nákvæmlega það (hvort Brown sé að hjálpa honum). Ég þykist ekkert vita um hvað er satt og logið hvað það varðar.
Síðast en ekki síst, fer afskaplega gott orð af honum þegar kemur að yfirtökum á félögum. Hann fer "mannúðlegu" leiðina, þ.e. breytir engu stórvægilegu í rekstri félaganna og því halda flestir (allir?) störfum sínum. Annað en ameríska aðferðin sem Hannes Smárason hefur óspart notað; að mergsjúga fyrirtækin þannig að ekkert stendur eftir nema skelin.
Ég held að margir vanmeti Jón Ásgeir. Hann er mjög klár og skynsamur líka, en það er eitthvað sem virðist vanta hjá mörgum í dag. Finnst það því synd hvað fólk leyfir sér að níða hann. Eitt að fíla hann ekki það verður samt að gefa mönnum það sem þeir eiga. Svo er líka óþarfi að vera með þvílíkt skítkast á netinu, eins og margir virðast leyfa sér. Allt í lagi að hafa sína skoðun en stundum má satt kyrrt liggja. Og ef menn finna sig knúna til að tjá hug sinn, þá má alveg gera það á penan hátt.
Þetta varð aldeilis langloka hjá mér :)
Mbk.,
Birgitta
Birgitta (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:24
Það á auðvitað að standa "viðskiptajöfurinn Green", í 2. mgr.
Birgitta (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:25
Ég veit ekki betur en að sömu aðilar eigi 10-11 og Bónus...og Hagkaup og Banana hf. og Aðföng... og Debenhams og Zöru og Oasis og Ferskar Kjötvörur og Karen Millen og Útilíf...og TopShop og Evans.
Þannig hafa þeir efni á því að selja ódýrar í Bónus - viðskiptavinir 10-11 og Hagkaupa niðurgreiða Bónus nokkuð vel.
Og maðurinn má alveg eiga það...hann...er með hár. Og konan hans hefur góðan smekk þegar kemur að snekkjuinnréttingum.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.10.2008 kl. 00:43
Mæl þú manna heilust Tinna!
Sigurjón, 24.10.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.