Kannabisfíkn?

4% af unglingum á aldrinum 14-19 ára gerir rúmlega 1.100 manns - 60% eru þá sirka 16.500.

200 manns á ári - hvaða tala er það? 5% af þessum 4%? 

 

Og hvað í andskotanum er "kannabisfíkn"? Fíkn er læknisfræðilegt hugtak sem hefur verið "rænt"  á undanförnum árum. Fíkn þýðir upphaflega líkamleg fíkn - þ.e.a.s. líkaminn verður háður ákveðnu efni til að starfa eðlilega, og sé neyslu hætt verður neytandinn fyrir fráhvörfum. Þetta hugtak hefur hins vegar verið útvíkkað og er nú notað um allskonar hegðun sem ekki er líkamlega ávanabindandi, heldur einungis andlega, félagslega - eða jafnvel ekki ávanabindandi á nokkurn hátt, heldur eingöngu álitin "óheilbrigð" af þeim sem hugtakið notar, svo sem "mótmælafíkn".

Kannabis er ekki líkamlega ávanabindandi, a.m.k. ekki á sama hátt og nikótín eða ópíum. Að líkja kannabis við þessi efni er akki bara villandi heldur skaðlegt. Fjöldi fólks notar kannabis sér til ánægju og jafnvel hjálpar, en Þórarinn Tyrfingsson og skoðanabræður hans vilja setja það fólk í sama hóp og sprautufíkla. Kannabis er kallað "gateway drug" og bent á að flestir langt leiddir eiturlyfjafíklar hafi byrjað á því. Þeir byrjuðu örugglega flestir á áfengi, og þar á undan á tóbaki - að ekki sé minnst á sykruðu drykkina sem þeir neyttu eftir að mjólkin hætti að svala "fíkninni. 

Svo virðist sem þessu "gateway drug" kjaftæði sé beitt eingöngu til að rugla þá í ríminu sem ekki þekkja mun á orsök og afleiðingu og hafa aldrei þurft að leysa rökfræðidæmi á borð við "Allir Sníblar eru Bobblar - allir Subblar eru Bobblar, eru þá allir Sníblar Subblar?" 

 

Ég reyki hass - skyldi einhverjum hafa dulist það. Ég reykti fyrst þegar ég var fimmtán ára, en byrjaði ekki að reykja óblandað tóbak fyrr en ég var 18 ára. Ég byrjaði að drekka upp úr 16 ára. Ég hef aldrei prófað önnur "fíkniefni" að undanskildu spítti - sem ég prófaði einu sinni og líkaði ekki. 

Ég er ekki dagreykingamanneskja, en hef verið það. Þeir sem halda að dagreykingafólk sé allt útúrreykt allan daginn og komi engu í verk, vil ég koma því á framfæri að á því tímabili sem ég reykti daglega var ég í fastri vinnu fyrir hádegi, fór síðan í líkamsrækt í tvær klukkustundir - og fór svo heim og reykti.

 

 


mbl.is Varar við aukinni kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Heyr heyr!

Auðvitað er til fólk sem sekkur sér í kannabisneyslu og liggur einsog skötur allan daginn, en ég er nokkuð viss um að það fólk væri drullulatt hvort sem það reykti kannabis eður ei :P

Einnig er ég sammála þér varðandi áfengið, finnst ótrúlegt að þetta sé leyfilegt (og jafnvel hvatt til neyslu á) og ofan á allt selt af ríkinu sjálfu!  Þetta efni ætti að vera í sama flokki og kókaín og heróin.

-Jóna. 

kiza, 19.11.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband