Hústökulög! Taka tvö.

Jæja, hvað sagði ég? Ef hústökulög væru til staðar væri þetta vandamál mun minna. Sem stendur er staðan þannig að hús eru látin drabbast niður svo leyfi fáist til að rífa þau og byggja eitthvað gróðavænlegra. Ef eldur kemur upp er það bara betra. Með hústökulögum gætu heimilislausir hugsanlega tekið þessi hús "að sér", gert þau íbúðarhæf og haft skjól fyrir veðri og vindum. 

Er það ekki augljóst að fólk hugsar betur um "eigið" húsnæði en einhverja hjalla sem það nýtir í einskærri neyð? Þegar komið er inn í sum þessarra yfigefnu húsa blasir eyðilegging við - eldar hafa verið kveiktir á miðju gólfi, hvort sem er af skemmdarfýsn eða tilraun til að ylja sér, veggjakrot, brotnar rúður, sorp og jafnvel saur á gólfum. Ef heimilislausum væri gert kleift að flytja inn í þessi hús, læsa dyrum, negla fyrir rúðulausa glugga, greiða fyrir vatn og rafmagn og skrá lögheimili þar, yrði strax minna um skemmdarverk og íkveikjur, auk þess sem þetta myndi spara borginni rekstrarkostnað (er það ekki það sem málið snýst alltaf um - peningar, peningar, peningar) við athvörf heimilislausra. Ef vilji er fyrir hendi er alltaf hægt að dreifa mat til þeirra sem á þurfa að halda og leyfa þeim að halda sjálfvirðingunni, fremur en að ráfa um í reiðileysi og óhamingju - eina nótt á bedda í einhverju athvarfi, matur hjá Samhjálp, næstu nótt í trjábeði á Klambratúni, dagurinn í Austurstræti að betla eða ráfa á milli öldurhúsa hvar góðviljaður barþjónn gaukar kannske að þér kaffisopa ef heppnin er með þér - og svo fer restin af deginum í að reyna að finna næturstað.

 

Hér er smá lýsing á þessu, eins og það gæti verið:

Í miðbænum stendur autt hús. Nú þegar hafa verið brotnar í því nokkrar rúður og útidyrahurðin er illa farin. Þrír "aumingjar" taka sig saman og flytja inn. Þeir redda sér plönkum eða plasti og festa fyrir gluggaopin, setja hengilás á útidyrnar og nota hluta af bótunum til að greiða fyrir hita og rafmagn. Hugsanlega fá þeir auka styrk frá Féló til þess arna. Þeir skrá lögheimili í húsinu. Einu sinni í viku fara þeir til Mæðrastyrksnefndar eða Fjölskylduhjálparinnar og fá matarpoka. Einhver reddar þeim gamalli eldavél eða hellu og búsáhöldum. Smám saman áskotnast þeim húsgögn, sængurföt o.fl. þessháttar. 

Þeir eru enn óreglumenn, en nú hafa þeir þó húsaskjól. Þó þeir greiði ekki rafmagnsreikninginn einn mánuðinn hafa þeir þó alltaf fastan stað til að halla höfði sínu. 

 

Kannske er ég allt of bjartsýn. Kannske vill "þetta fólk" sofa undir grenitré í roki og snjókomu. Kannske myndi það fara svo illa með húsnæðið að það yrði  að brenna það eftir notkun. Mér er alveg sama - þetta getur varla orðið mikið verra en það er.


mbl.is Vill rífa en má það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband