23.11.2008 | 13:52
Þið eruð nú meiri djöfulsins fíflin!
Nú blómstra vesturbæjarhúsmæður bloggheima - nóg til að hneykslast á! Á innsoginu hrópa þær um vanvirðingu við Alþingishúsið og "skrílslæti", enda í þeirra hugum fáir glæpir alvarlegri en að sýna lögreglunni ekki tilhlýðilega undirgefni. Haukur er í þeirra augum bara athyglissjúkur, eða sem verra er- atvinnumótmælandi. Allt tal um lögmæti handtökunnar leiða þessi hænsn hjá sér sem kommahjal eða anarkískan undirróður. Löggan hefur nefnilega alltaf rétt fyrir sér. Þessar heiðvirðu húsmæðratýpur skilja ekki mótmælahugtakið - mótmæli eiga að vekja athygli! Þessar fínu frúr vilja heldur muldra ofan í Moggann sinn, enda fjarri þeim sá möguleiki að einstaklingur geti breytt nokkru - hvað þá einhver "strákauli". Hulið andlit hans sjá þær sem merki um að hann "viti upp á sig skömmina" eða sé hreinlega gunga. Ekki sjá þær nokkra mótsögn í því að þessi "athyglissjúki" piltur vilji ekki sýna andlit sitt í fjölmiðlum.
Bloggið logar - hver sem lyklaborði getur valdið rembist nú við að rakka þennan heiðurspilt niður. Einblína þessir aðilar á fyrri mótmæli Hauks - enda voru þau meint ástæða handtökunnar. "Saklaus mistök" lögreglu hljóta að vera ástæðan fyrir því að hann var ekki boðaður til afplánunar með þeim hætti sem lög segja til um. Þetta lið hefði sjálfsagt trúað því að Hitler færi aldrei að drepa Gyðinga. Svona pakk hefði varið Gúlagið fram í rauðan dauðann - enda væri óhugsandi að saklaust fólk væri sent þangað.
Lögreglan á að fara að lögum - bjúrókratísk "mistök" eru ekki afsökun. Ef lögreglan á að eiga einhvern möguleika á að vinna aftur virðingu fólksins verður hún að vera algjörlega hafin yfir gagnrýni. Lögreglumönnum sem "óvart" taka unglingspilta hálstaki á að víkja úr starfi á nóinu, táragasi á ekki að beita gegn fólki, lögreglan á ekki að aka á fólk og kæra það svo fyrir "skemmdir á eignum lögreglu" þegar höfuðið á því beyglar stuðarann á jeppanum - lögreglan á ekki að gera "saklaus mistök".
Hinn hófsami bloggskríll vill að fólk "leiti réttar síns" í gegnum "löglegar leiðir"; dómstólana. Hvaða gagn gerir það þegar dómstólar eru spilltir? Hauk hefði aldrei átt að dæma til að byrja með, þó sumum finnist fáir glæpir alvarlegri en að móðga stórfyrirtæki.
Þú getur ekki kært ríkið fyrir ríkinu. Það getur aldrei orðið sanngjörn barátta.
Hófsömu hænsnin vilja ekki heyra minnst á önnur mótmæli en "friðsamleg og hófsöm". Þau benda á Gandhi - en gleyma því að Gandhi hvatti þýska Gyðinga til að gefast upp og "njóta þjáningarinnar" til að öðlast "innri styrk". Þau benda á Martin Luther King Jr. en gleyma því að hann þurfti líka að berjast gegn siðferðislega spilltu lögregluliði - að hann var ekki hræddur við að brjóta ólög.
Þau minnast ekki á frönsku byltinguna - atburð sem lagði grunninn að mannréttindunum sem þau þykjast svo hrifin af. Þau leiða hjá sér allar þær byltingar sem mistókust vegna þess að þær voru hófsamar. Hænsnin eru hrædd við of miklar breytingar - það eina sem hin róttækustu geta látið sér detta í hug eru kosningar, svo þau geti nú kosið sömu óhæfu leiðtogana í annarri mynd. Engum dettur í hug að hér þurfi algjöra breytingu - að lýðræðið hafi brugðist.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 3310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var á Staðnum
Þegar komið var að lögreglustöðinni sem á að vera opinn almenningi til kvartana og liðveislu var hún lokuð
ég sá að Það Voru lögreglumenn inni þannig að byrjað var að banka
Ekki kom neinn til dyra
Bankað var fastar en enginn kom til dyra ekki var með nokkru móti hægt að tala við lögreglu
Fór þá undiritaður á Bakvið hús og var portið vaktað af þremur Lögregluþjónum er vildu mig bara burt af lóðinni
Ég óskaði eftir því að fá að tala við yfirmann þeirra en var neiðað um áheyrn sögðu að þeir hefðu ekkert við mig að tala
Þeir vildu frekar tala á Táknmáli enda eru þeir frumstæðir
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:02
Fyrir nú utan það að fólkið sem talar um að það sé nú betra að berjast eins og Ghandi, virðist alveg gleyma því að aðferðin sem Ghandi beitti var einmitt borgaraleg óhlýðni. Hans frægasta aðgerð er sennilega sú að framleiða salt. Það var ÓLÖGLEGT! Ghandi var samkvæmt því afbrotamaður.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:07
Mikið rosalega er ég sammála þér. Frábært blogg.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:54
Til að lýðræðið geti brugðist þarf að byrja á að vera með alvöru lýðræði. Það brást m.ö.o. ekki -- það var ekki reynt.
Vésteinn Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 11:10
Alltaf jafn pen, segi ég nú bara.... Góð færsla hjá þér.
Heimir Tómasson, 25.11.2008 kl. 02:07
þvílík öskrandi snilld þessi færsla hjá þér stúlka...ég varð enþá reiðari við að lesa hana og er skapi næst að fara niðrá þing og sparka í rassa
i love it !!
Atvinnumaður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:01
Oflof er háð, "Atvinnumaður".
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.12.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.