12.2.2009 | 17:21
Vændi
Í forystugrein fréttablaðsins í dag skrifar Steinunn Stefánsdóttir um elstu atvinnugreinina, vændi. Hún heldur á lofti sömu gömlu tuggunni, að vændi sé kynferðisofbeldi, og vísar máli sínu til stuðnings í orð talskonu Stígamóta.
Mansal og nauðung er alvarlegt mál og ekki dettur mér í hug að verja það, en orð talskonunnar slógu mig.
"Hún sagðist ekki geta réttlætt frelsi [kvenna sem stoltar selja kynlífsþjónustu] á kostnað allra hinna sem ekki hafa raunverulegt val".
Er einhver munur á þessu og að banna kynlíf vegna þess að misnotkun og nauðganir eiga sér stað? "Ég get ekki réttlætt frelsi kvenna til að stunda kynlíf á kostnað hinna sem er nauðgað"?
Hinn punkturinn sem Steinunn setur fram er að rannsóknir hafi sýnt að flestar konur sem stundi vændi búi við slæmar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. "Kaupandinn, eða ofbeldismaðurinn, er þannig að færa sér í nyt aðstæður þess sem stundar vændið og beita hann kynferðislegu ofbeldi sem hann greiðir fyrir, annað hvort fórnarlambinu sjálfu eða þriðja aðila."
Vændi er vinna. Ef ekki væri fyrir kynlífstenginguna, dytti engum í hug að kalla vinnuveitanda ofbeldismann. Þetta viðhorf margar sprettur frá þeirri hugmynd að konur séu alltaf fórnarlömb í kynlífi, mýta sem átti miklum vinsældum að fagna á Viktoríutímabilinu - og reyndar langt fram á síðustu öld. Ég hélt að við værum hætt að vera svona vitlaus.
Ég spyr aftur, er einhver munur á því að kalla vændiskaupanda annarsvegar, eða vinnuveitanda hinsvegar, ofbeldismann? Nýta fyrirtæki sér ekki námsmenn sem búa við slæmar fjárhagslegar aðstæður? Eru Hagkaup þrælabúðir?
Til að eiga kost á atvinnuleysisbótum þurfa umsækjendur að sækja námskeið. Ef þeir mæta ekki, fá þeir ekki pening. Er Vinnumálastofnun að nýta sér neyð fólks með því að skikka það til að fylla út eyðublöð?
Vændiskona eða maður, sem grípur til þessa ráðs í neyð er ekkert öðruvísi en manneskja sem fer að vinna á McDonalds í neyð. Ef fólk ynni eingöngu við það sem því líkar, myndu hjól atvinnulífsins hætta að snúast.
Mansal og þrælkun er svo allt annað mál, en á að falla undir sömu lög og önnur þrælkunarvinna, ekki einhver sérlög bara vegna tengingarinnar við kynlíf.
Hvers vegna er vændi af frjálsum vilja álitið öðruvísi en önnur líkamlega vinna sem greitt er fyrir - jafnvel þriðja aðila? Ég vann um stund hjá garðvinnufyrirtæki þar sem þriðji aðili - eigandinn - hirti launin og úthlutaði svo broti af þeim til okkar starfsmannanna. Er hann þá ofbeldismaður? Ég kaus sjálf að vinna þarna - og kaus sjálf að hætta þegar kom í ljós hvern mann eigandinn hafði að geyma og fékk aldrei nema hluta af laununum.
Ég hefði betur farið í vændið.
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 3310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljóti kallinn sem tók launin þín hefur verið svokallaður "Vændishöfðingi" Be blessed and not stressed.
Aðalbjörn Leifsson, 14.2.2009 kl. 12:38
Gott, Gígja, að taka á þessarri samblöndun alvöruglæpa og saklausrar einkastarfsemi og reyna að greiða sundur! Þér tókst það vel, fannst mér. Svona rugl leiðir af sér að fólk áttar sig enn síður á hve kynlífs-þrælun er alvarlegur glæpur, sem og öll alvöru-þrælkun.
Gott fannst mér, td, er bentir á að predikarar gætu einnig sagt: "Ég get ekki réttlætt frelsi kvenna til að stunda kynlíf á kostnað hinna sem er nauðgað"? Mun reyna að fylgjast með skrifum þínum áfram. Alltaf gott að 'rekast á' skíra hugsun ;)
es: Veistu Gígja að sjóndaprir eiga erfitt með að lesa texta á svörtum grunni? Vissulega svolítið dramó - persónulega líkar mér svarti 'liturinn', en.... ekki sem grunnur undir texta ;)
Hlédís, 14.2.2009 kl. 15:38
Tja, ein lausn er að þrísmella á það sem verið er að lesa, þá birtist textinn á bláum grunni. Það er kannske ekkert skárra...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.2.2009 kl. 21:48
Takk, Gígja! Ég reyni það næst er lendi á svörtum grunni. - jafnvel fyrr ;)
Hlédís, 14.2.2009 kl. 22:13
Ég gæti ekki verið meira sammála þér.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:04
Góður pistill.
Þetta flækist mikið fyrir mörgu fólki, einhver óhófleg blöndun á æstum tilfinningum og rökhugsun geri ég ráð fyrir.
100% sammála.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.2.2009 kl. 13:44
Mér finnst sem Hlédís G. sé að fylgja opinberru mýtunni - en sé að reyna að koma sínu "tvisti" á það.
Ég er um margt sammála sem þú ert að segja. Þú ert virkilega góður penni Gígja mín, heilsteypt og rökugsuð og ég held satt að segja að ég geti ekki veitt nokkurri persónum meira hrós.
Þú ert einstök og haltu því áfram.
Heimir Tómasson, 25.2.2009 kl. 13:05
Gígja! Mér "finnst" að hér á síðunni sé einhver að gera mér upp hugsun í haus. Gildir einu. Nær væri hinum sama að segja hvað honum sjálfum finnst að sér finnist um pistil þinn ;)
Hlédís, 25.2.2009 kl. 13:18
Flottur pistill eins og við var að búast. Þú hittir naglann beint á hvirfilinn.
Fann Gígju fyrir mörgum mánuðum og betlaði bloggvináttu um leið.
Villi Asgeirsson, 27.2.2009 kl. 20:55
Þú ert helvíti klár, flott grein.
Eiki (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.