Oj bara!

Í smáfréttinni er sagt að konan heiti Katya Mira en í aðalfréttinni er gefið upp rétt nafn, Cerrie Burnell.

Með örstuttu gúgli  komst ég að því að Katya Mira er talsmaður BBC. 

 

 

En um fréttina sjálfa hef ég í sjálfu sér fátt að segja. Þó finnst mér fyndið að kvörtunarefni fólks sé að það "neyðist til að ræða við börnin sín um fötlun". Í alvöru? Er það vandamálið?

 

Barn:

Pabbi, af hverju er konan bara með eina hendi?

 

Pabbi:

Hún fæddist svona. Sumt fólk er bara með eina hendi, aðrir bara með einn fót, eða kannske enga fætur eða hendur. Alveg eins og sumt fólk fæðist blint eða heyrnarlaust eða ljótt.

 

Barn:

Af hverju?

 

Pabbi (veljið svar eftir því sem hentar þroska þínum og/eða barnins):

Það bara gerist stundum þegar börn eru að verða til (athugið að þetta getur leitt til annars og lengra samtals)/ég veit það ekki, spurðu mömmu þína/það getur gerst vegna litningagalla, slyss eða einhvers sem mamman gerði eða gerði ekki á meðgöngu/[langur fyrirlestur um litninga, frumuskiðti og fósturþroska]/nei sko, kisa! 

 (Ef allt annað bregst má grípa til gamla trikksins) Guð gerði það. 

 

Síðan læturðu barnið taka til í herberginu sínu eða klæða sig í eða búa til samloku með aðra hendi fyrir aftan bak. 

 

Er þetta eitthvað mál?

 

 


mbl.is Kvartað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður pistill hjá þér.

Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband