Hasshausar, hórur og fólkið sem bara VEIT

Undanfarna daga hef ég átt í nokkrum rökræðum (ef rökræður skyldi kalla) við fólk sem er algjörlega á móti lögleiðingu kannabiss. Dæmigerð "rök" frá þeim eru t.d.

"En ég hef sko séð fólk verða heiladautt af kannabisneyslu!"

Anecdotal evidence - the plural of 'anecdote' is not 'data'. Ég sá líka einstakling nákominn mér verða snarvitlausan af hassreykingum. Ég komst reyndar síðar að því að viðkomandi neytti annarra efna meðfram reykingunum - en það hlýtur að vera tilviljun!

"Þú ert hasshaus, það segir allt sem segja þarf!"

Hin hliðin á þessum "rökum" er svo fullyrðingin "Þú hefur aldrei reykt hass, svo þú veist ekkert um hvað þú ert að tala!" Það virðist svo í góðu lagi að þetta sama fólk noti sína eigin reynslu -eða skort á henni- sem rökstuðning.

"Það væri kannske réttast að gera húsleit heima hjá þér!"

Þarna er farið út í hálfduldar hótanir og ýjað að því að ég hljóti að vera díler - hvers vegna annars ætti ég að verja "dópið"? Svona upphrópanir eru að sjálfsögðu ekki svaraverðar.

"Við verðum að vernda börnin!"

Þetta fólk er í alvörunni sannfært um að það verði auðveldara fyrir börn að verða sér úti um kannabis (svo við látum nú meinta skaðsemi liggja á milli hluta)  hjá löggiltum söluaðilum sem lúta eftirliti stjórnvalda en hjá ólöglegum fíkniefnasölum sem hugsa aðallega um gróða.

"Kannabis er bannað í flestum löndum heims. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því!"

Argumentum ad populum. Konum var líka bannað að kjósa í flestum löndum heims. Samkynhneigð var fordæmd í flestum löndum heims. Stór hluti mannkyns lætur sig hafa það að sleppa svínakjötsáti. Meirihlutinn hefur ekki nálægt því alltaf rétt fyrir sér.

 

Ég hef líka átt í viðræðum við fólk sem er algjörlega á móti vændi. "Rökin" þeim megin hafa verið svipuð.

"Við verðum að endurreisa siðferðið í landinu!"

Það er greinilega ástæðan fyrir bankahruninu að Jón Jónsson hafi borgað Siggu Páls 20.000 kall fyrir tott. 

"Þetta stuðlar að mansali og útbreiðslu sjúkdóma!"

Já, eftirlit stjórnvalda, reglur sem krefjast þess að vændisaðilinn fari reglulega í sjúkdómaeftirlit, greiði skatta, noti smokk og láti ekki þriðja aðila hagnast á vændinu (annan en ríkið, auðvitað), ýtir greinilega undir mansal og kynsjúkdóma. Þetta fólk virðist halda að þrælahald sé almennt löglegt á Íslandi og að vændislögin nýju séu það eina sem geti komið í veg fyrirað fólk níðist á samborgurum sínum. Þessi rök eru svipað gáfuleg og fullyrðingar helvítis páfagerpisins um smokka.

"Þú myndir ekki vilja að börnin þín stunduðu vændi!"

Ég á ekki börn, svo þetta er moot point. Ætti ég börn, hugsa ég að ég myndi vilja að þau ynnu við eitthvað sem veitir þeim ánægju, hvort sem það væri blaðamennska, módelstörf, barnagæsla eða vændi. Ég myndi ekki vilja að þau ynnu við eitthvað sálardrepandi en 'viðurkennt' starf sem þau hefðu enga ánægju af, hvort sem það væri afgreiðsla í Bónus,blaðadreifing, lögmennska eða vændi.


Andstæðingar lögleiðingar kannabisefna og andstæðingar vændis (sem oft - en þó ekki alltaf- eru sama fólkið) eiga það sameiginlegt að taka ekki mark á vísindalegum rannsóknum, hundsa rök og kjósa frekar að láta stjórnast af tilfinningum.

Ef einhver sem les þessa grein vill henda fram fleiri "rökum" er mér bæði ljúft og skylt að svara þeim eftir bestu getu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Alltaf beitt hjá þér Bloggið, Tinna.

Ég hef rekist á örfá skynsamleg rök fyrir áframhaldandi banni, en þau rök heyrast afar sjaldan, því eins og þú segir þá er oftast um af-því-bara hugmyndir að ræða hjá fyrirhyggjufólkinu, en ekki rökstudda niðurstöðu heilabrota um málið.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 22.3.2009 kl. 17:08

2 identicon

Það er erfitt að efast um eitthvað sem hefur verið innrætt sem sannleik frá fæðingu.   Þú þarft einbeittann vilja til þess að leggjast í þá vinnu og flestum er það mikið sama um þessa málaflokka og sér ekki hvers vegna það ætti að efast; það muni í það minnsta ekki bæta ástandið að breyta í frelsisátt og hví að taka sénsinn á að ástandið versni? 

NB. Þetta er ekki mín skoðun; heldur meira mín tilfinning fyrir því hver skoðun fólks sem ekki hefur sterka skoðun á málinu er.  Endurtek, bara mín tilfinning.

Einar Þór (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú samt góðs viti að fólk yfirhöfuð nenni í umræðuna...hún er bæði þörf og nauðsynleg. Vissulega er umræðan oft á tíðum á lágu plani fordóma, þröngsýni og ranghugmynda...á báða bóga....en það er einmitt hvatningin sem þarf til að færa hana á hærra plan.

Haraldur Davíðsson, 24.3.2009 kl. 00:20

4 identicon

Ég rakkst á þetta hjá Mofa: 

"Þegar fólk heyrir svona ummæli þá gerir það stundum þau mistök að halda að páfinn segi þessa hluti vegna þess að Biblían er á þessari skoðun en svo er ekki í þessu tilfelli.  Biblían sannarlega talar um að kynlíf er aðeins í lagi innan hjónabands og engin spurning að bara að fylgja þeirri reglu hefði bjargað öllum þeim miljónum sem hafa dáið og eru smitaðar af eyðni.

Annað magnað dæmi þar sem miljónir hefðu ekki dáið ef menn hefðu farið eftir fyrirmælum Biblíunnar er frá miðöldum þegar Svartidauði drap í kringum 75.000.000 til 200.000.000 manns.

Það var ekki fyrr en að leiðtogar kirkjunnar leituðu í rit Móse varðandi sóttvarnir og fleira að plágan stöðvaðist.

Þetta er aðeins ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég set traust mitt á Biblíuna.

Það sem vekur athygli mína í þessu dæmi er að í dag eru menn sem kalla sig kristna en síðan ráðast á Gamla Testamentið og þykjast einhvern veginn vera betri en aðrir kristnir vegna þess. Gera grín að reglum þess og finnst ekkert að því að setja sjálfa sig ofar lögum Guðs eins og við sjáum í umræðunni um að halda sjöunda daginn heilagan eins og boðorðin tíu segja að við eigum að gera.

Í von um að menn forherði sig ekki heldur gangi inn til hvíldar Guðs svo þeir óhlýðnist ekki og falli."

Það eru margir Guðir en bara einn sem skapaði alheiminn og Jesú er ekki Guð eins og margir halda, enn eitt dæmið þar sem Biblíunni hefur verið breytt og annað dæmið er þar sem Móses talaði við "Guð" í runnanum þar sem guð gaf upp sitt nafn.

Hvað er nafn Guðs? í því liggur svarið við því að vera á móti vændi í reglugerðarformi gengur ekki í dag og er sama ástaæða fyrir því að Jésú afnam  þessa reglugerðar bálka.

Fólk á að vera búið á læra og fólk á sinn rétt á að læra sjálft af sínum eigin mistökum. Það sem einsinni var gott er nú orðið slæmt. Hugsið ykkur ef við þyrftum nú að fara að nota gömlu PC vélarnar frá 1981. Þanning að það er engin að tala um það að setja sig á háan hest. Þetta var guðfræðin.

Annars hef ég verið að hugsa um hvort að þetta varði ekki við lög á persónu frelsi og hvort að anti-vændis lög varði ekki við lög um persónufrelsi eins og málið horfir við nú í dag. Það er frelsið sem máli skiptir í dag og það að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 07:54

5 identicon

 Annars hef ég verið að hugsa um hvort að þetta varði ekki við lög á persónu frelsi og hvort að anti-vændis lög samræmist stjórnarskrá eins og málið horfir við nú í dag. Það er frelsið sem máli skiptir í dag og það að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 07:57

6 identicon

"Pornography in Japan: Rates of pornography use in Japan have climbed in the 20th century. A negative correlation has been found between pornography use, rape and other sex crimes. From 1972 when pornography changed from totally prohibited to freely available with no age restrictions there has been a significant drop in sex crime and particularly in the number of victims aged under 13. Japan has the lowest levels of reported rape and the highest levels of arrests and convictions in any developed nation in the world.[10]"

Þetta raskt ég á í Wikipediu um daginn, linkur hér.

Enn eitt dæmið um fögur torg hrein borg áráttuna/fyrirhyggjunna hjá stjórnvöldum sem gerir bara illit verra því eftir sem ég best veit þá er klám bannað á Íslandi en látið óátalið upp á síðkastið en er samt ólöglegt samkvæmt lögum.

Er þá ekki hægt að segja að stjórnvöld hafi "gefist upp" í baráttunni?

Alveg er þetta "merkilegt".

Það stendur ekki steinn yfir steini hérna, þeir ættu frekar að fara að beita sér að forvörnum sem eitthvað vit er í (ekki hræðsluáróður) þar sem kostir og gallar eru settir fram í raunhæfu ljósi í staðinn fyrir það að reyna að fiska auðveld atkvæði þegar þeir sjálfir eru komnir í rökþrot í efnahagsmálum.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:02

7 identicon

Þetta er ahthugasemd #28 sem ég fann hér.

"Hver ert þú að segja okkur hvað sé rétt eða rangt, hvað má og ekki má? Forræðishyggjan hefur þann galla að fólk sem treystir á að einhver sem stjórnar viti hvað sé rétt og rangt að það glatar sjálft skynbragðinu á því hvað sé rétt eða rangt."

Frá Spekingi, málið er fallið.

Kostuleg umræða.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:58

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hhehehehehe

098D0ED1-6128-B45B-FB83-618C56DAF106
1.02.28

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.3.2009 kl. 13:02

9 Smámynd: Sigurjón

Ég dáist að þér að nenna að eyða orðum í slíka rökræðu Tinna.  Ekki nenni ég því...

Sigurjón, 25.3.2009 kl. 17:17

10 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Það telur sig vita hvað hið fullkomna ídealíska samfélag er og er að áhveða það fyrir aðra í staðinn fyrir að koma með hugmydir sem virka. Leyfa engar breytingar frá þeirri fullkomnun sem þau telja vera handan við hornið eða er hér nú þegar og/eða þau eru að komast á valdastól sjálf. Þau leyfa öðrum ekki að vinna sig upp í þá fullkomnun sem þau halda að þau séu og eru þar af leiðandi að taka frá öðrum.

Jóhann Róbert Arnarsson, 30.3.2009 kl. 11:26

11 identicon

http://americansfortruth.com/

Skoðaðu þessa síðu vel Tinna, og vonandi sérðu réttu hliðina á þeirri röngu !

enok (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 19:53

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"enok": hvernig tengjast bandarískir biblíuklikkhausar efni greinarinnar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.4.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 3310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband