Fyrsta bannið mitt! I feel so proud.

Fyrst hin ávallt málefnalega og alls ekki viðbjóðslega heimska Guðrún Sæmundsdóttir er búin að loka á athugasemdir frá mér, verð ég að svara sérlega gáfulegu innleggi hennar númer 71 hér:

 

Ertu virkilega að leggja það að jöfnu að reykja eina jónu heima hjá sér og fara svo að sofa, og það að nauðga börnum, ræna fólk eða steypa öllum landsmönnum og afkomendum þeirra í skuldir?

Ef svo er ert þú líklega siðblind sjálf.

Ef þú kallar það útúrsnúninga að benda á vísindalegar rannsóknir á kannabisneyslu og áhrifum hennar ertu ekki bara siðblind heldur líka vitlaus.

Þú segir hér að ofan: "alkóhólisminn er ekkert grín frekar en önnur fíkn, en það er ekki lögbrot að drekka og allflestir ráða vel við það að fá sér í glas, þó svo að alkohólistar geri það ekki. Við erum hér að tala um það að lögreglan standi sig vel í að uppræta ólöglegan verknað"

Sérðu virkilega ekki tvískinnunginn í þessu? Þú vilt að kannabis sé ólöglegt af því að það er ólöglegt, en að áfengi sé löglegt af því að það er löglegt.

Þrátt fyrir að það sé margbúið að benda þér á að kannabis sé minna skaðlegt en áfengi, vilt þú halda í lögin vegna þess að þau eru lög?

Allflestir sem reykja gras ráða vel við það, þó einstaka fólk missi sig í neyslu. Hvers vegna er það öðruvísi en áfengið?

Ef þú getur ekki svarað spurningum heiðarlega, vilt ekki breyta neinu, vilt ritskoða þá sem eru ósammála þér og jafnvel senda þá úr landi - hvað í ósköpunum ertu þá að vilja á þing?!

----

Að lokum legg ég til að Guðrún Sæmundsdóttir L-listinn verði lagður í eyði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Vilberg Ómarsson

Veistu Tinna, það er alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín, þú ert alger snillingur!

Halldór Vilberg Ómarsson, 25.3.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Sigurjón

Fólk sem á erfitt með að svara fyrir sínar þröngsýnu skoðanir og málefnaþurrð notar aðferðir eins og að ritskoða og loka á fólk og heldur að það hverfi bara.  Ég get nefnt Þór Jóhannesson sem gott dæmi um þetta.

Sigurjón, 25.3.2009 kl. 17:23

3 identicon

"Fyrst hin ávallt málefnalega og alls ekki viðbjóðslega heimska Guðrún Sæmundsdóttir er búin að loka á athugasemdir frá mér, verð ég að svara sérlega gáfulegu innleggi hennar númer 71 hér:"

"Ef þú getur ekki svarað spurningum heiðarlega, vilt ekki breyta neinu, vilt ritskoða þá sem eru ósammála þér og jafnvel senda þá úr landi - hvað í ósköpunum ertu þá að vilja á þing?!"

"Að lokum legg ég til að Guðrún Sæmundsdóttir L-listinn verði lagður í eyði."

The enemy is anybody who's going to get you killed, no matter which
side he's on.
Joseph Heller (1923 - 1999), Catch 22

Blokkuð eins og ég, sem er góðs viti eða hvað?

Jóhann (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:05

4 identicon

Guðrún Sæmundsdóttir í færslu nr. 17 hér

"Agla ég varð að loka fyrir athugasemdirnar á færsluna um kannabis, ég var farin að fá hótanir."

Agla í sama þræði, færsla 22.

"Bloggið sem þú lokaðir fyrir var fært undir fyrirsögninni "Dugnaður í íslenskri löggæslu".

Ef þú lokaðir fyrir athugasemdir vegna hótanna finnst mér það mjög alvarlegt mál. Er ekki einu sinni tjáningarfrelsi á Islandi? Getur þú (og aðrir bloggarar) virkilega ekki fengið aðstoð hjá umsjónarmönnum bloggsins eða yfirvöldum ef ykkur berast hótanir svo alvarlegs eðlis að þið lokið fyrir athugasemdir?

Mér finnst  líka þín vegna mjög miður að þú skulir ekki hafa tjáð þig á einhvern hátt um ástæðunina fyrir lokun athugasemda við færsluna.  Eins og hún stendur gæti maður haldið að þú hafir gengið frá umræðuninni sem þú komst af stað."

Við vorum blokkuð en stóðum við í hótunum? Ég get svarað fyrir mig, nei. Hvar er málfrelsi allra hinna sem eru á annari skoðun í einhverju máli heldur en hún? Þetta er kallað FUD, fear, uncertainty and doubt. Og það er það sem hún GS er að gera og upp frá því fara sögusagnir af stað. Eins og Agla er sönnun um. Þetta er ærumeiðandi. Gott að haldafólki uppteknu við svona, þá er engu komið í verk.

Síðan í færslu nr. 23, GS aftur:

"Agla það eru greinilega miklir  hagsmunir í gangi einsog kom fram í Kastljósinu í kvöld, og það er ekki sniðugt að vera að blogga mikið um þetta mál, allavega dreg ég mig í hlé frá þessari umræðu í bili, og það er ekki vegna þess að ég hafi skipt um skoðun, og eftir sem áður er ég mjög ánægð með frammistöðu íslensku lögreglunar.

Ég elska landið mitt og þjóðina mína og ég er þess fullviss að við getum byggt hér upp á ný atvinnu og velsæld fyrir okkur öll"

Auðvitað dregur hún sig í hlé því að FUD taktíkin verkaði og henni er ekki stætt á þessu og síðan málar hún sig sem manneskju sem elskar sína þjóð, meðan hún er í stríði við sína þjóð.

Það er vilji fólksins sem skiptir máli, ekki löregluríkið þar sem allir verða að verða fjarstýrðir af flokknum og engum er treyst sem ekki lýtur honum í einu og öllu.

Svona lagað hefur verið reynt áður í söguni með hörmulegum afleiðingum.

Segjum nei við FUD og svona vinnubrögðum.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:52

5 identicon

Já, ég komst upp með að tjá mig hjá henni alveg þangað til að ég hæddist að JVJ.  Þeirri færslu var snarlega eytt og minns blokkaður í framhaldinu. :)

Einar Þór (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:56

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Tinna mín - við höfum spjallað saman á öðrum vettvangi og ekki alltaf sammála þar  

Mig langar bara til þess að biðja þig um að setja ekki samasemmerki við skoðanaágreining ykkar Guðrúnar og  
L-listann.  Höfum a.m.k. tvö okkar lýst svipaðri afstöðu og þinni hvað varðar lögleiðslu kannabisefna; þ.e. Axel Þór og undirrituð.

Bestu kveðjur til þín

Kolbrún Hilmars, 27.3.2009 kl. 12:45

7 identicon

Það er ekki skoðanaágreiningurinn sem er vandamálið við Guðrúnu, heldur það að hún er öldungis ófær um að vera málefnaleg í sínum umræðum auk þess sem hún virðist ekki virða rök né að mynda sér skoðanir á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, heldur hrapar að ályktunum og neitar þrátt fyrir að hafa sannanlega rangt fyrir sér að viðurkenna mistök. Aukinheldur ritskoðar hún fólk og gerir lítið úr viðmælendum sínum. 

 Hún er ekki manneskja sem NEINN frambjóðandi ætti að hafa á lista hjá sér, því slíkt veitir henni möguleika á að komast á þing.

Einar Þór (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband