Bíðum aðeins...

Ég renndi yfir þau blogg sem þegar er búið að tengja við fréttina og fæ ekki betur séð en að þeir sem þau rita séu allir á bandi stúlkunnar. Þó hafa komið fram athugasemdir sem ekki eru jafn skemmtilegar.

Við þessa færslu er að finna svohljóðandi athugasemd:

 

        "Hún er núna gift, þar með er hún hluti af hans fjölskyldu, þetta er ekki eins og hérna."

 

og við þessa má lesa:

 

        "Ég er múslími. Dóttirin er ekki ein af móðurfjölskyldunni lengur...hún tilheyrir fjölskyldu mannsins sem hún giftist...þannig er það nú bara...og ekkert við því að segja."

 

Þetta eru ekki gild rök. Móðirin vill greinilega að dóttir hennar og tengdasonur komi til Íslands, þau vilja það sjálf...en tveir Íslendingar vita betur og segja það ekki í samræmi við hefðir múslima. Þeir hljóta auðvitað að vita betur en Ayda og Sama hvernig hefðir og venjur eru hjá þessari tilteknu fjölskyldu, ekki satt? Ég læt svo svar síðuhöfundar fylgja með seinni athugasemdinni:

 

 "Úr því fjölskylda mannsins getur ekki séð um sína, þá eiga þau að vera velkomin hingað til lands þar sem ekki er litið á konur sem húsdýr. Við byggjum þjóðfélag okkar á kristnum gildum, þar sem náungakærleikur er hafður í fyrirrúmi. Ekki á hatri og skorti á umburðarlyndi."

 

Þó hann meini eflaust vel má fátt annað lesa úr svarinu en hroka og yfirlæti. Ég leyfi honum annars að njóta vafans, hugsanlega var þetta bara illa orðað hjá honum.

Ekki er hægt að segja hið sama um athugasemdirnar við þetta blogg:

 

"Ég er skagamaður og ég get sagt þér það að við höfum nóg með okkar, og við höfum flest öll fengið nóg af þessu liði."

 

og

 

"Ef það á að sameina fjölskylduna þá hlýtur fjölskylda hans að koma á eftir, nei takk."

 

Hér er ekki umburðarlyndinu fyrir að fara, enda skrifa þessir einstaklingar ekki undir nafni.* Við fyrri athugasemdinni er lítið hægt að segja. Ég hef persónulega ekki orðið vör við þessa miklu óánægju Skagamanna, en þó getur vel verið að hún sé til staðar. Ég leyfi mér þó að vona að hún sé a.m.k. ekki jafn útbreidd og þessi "logus" vill meina. Seinni athugasemdin er öllu ljótari. Höfundur hennar er einfaldlega fordómafullur asni, nema auðvitað að hún þekki fjölskyldu tengdasonar Aydu persónulega. Ef svo er væri gott að fá skýringu á því hvers vegna hún er ekki húsum hæf. Ég efast um að þessi "Guðrún Skúladóttir" (ætli hún sé dóttir ákveðins vitleysings?) viti nokkurn skapaðan hlut um fjölskyldu Alis, svo eftir stendur skýr ótti við múslima. Svo ég leyfi sjálfri mér smá fordóma: þessi kona er sjálfsagt á miðjum aldri, horfir á Omega og les Blekpenna af áfergju. Uppáhalds bókin hennar er 'Íslamistar og naívistar' og hún getur ekki séð neitt sambærilegt við bænaköll múslima og bjölluglamur íslenskra kirkna.**

Því miður óttast ég að fleiri maðkar komi í ljós ef þetta mál fær meiri umfjöllun (sem ég vona nú samt að það geri) og að þeir tjái sínar skoðanir ekki jafn "kurteislega". Sjáum til. Svona til "gamans" skal ég spá þessu:

Einhver á eftir að draga kreppuna inn í umræðuna í því samhengi að við höfum ekki efni á að hugsa um annað en rassgatið á sjálfum okkur. Einhver á eftir að tengja byggingu mosku við málið og kvarta undan bænakallinu. Einhver á eftir að nota orðin "kristilegt siðgæði" án þess að sýna nokkuð af því*** sjálfur. 

En bíðum aðeins...sjáum til. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

 

*Ég hef ekkert á móti nafnlausum bloggurum, en nafnlausar athugasemdir eru oftast nafnlausar vegna þess að viðkomandi þorir ekki að standa við sínar skoðanir. Ég myndi líka skammast mín fyrir þessi komment.

**Það viðhorf er svosem efni í annan pistil. Ég hef síðan ekki hálfa höggmynd um hver þessi kerling er. Það er meira að segja möguleiki á að hún sé alls ekki kerling. Nafnleysið er skemmtilegt, ekki satt?

***Með "kristilegu siðgæði" á ég við almennt siðgæði, enda ekkert til sem heitir kristið siðgæði. Þeir sem hvað oftast varpa þessum frasa fram virðast a.m.k. alls ófærir um að benda á nokkuð "sérkristið" í ídeal samskiptum (sínum eða annarra) við náungann.


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

góður pistill hjá þér Tinna og þörf áminning, við skulum vona að það sé hægt að leggja fordóma og hræsni til hliðar helst að grafa alveg en það er víst óskhyggja sem uppfyllist seint hjá þessari þjóð, vonum að úr rætist og fólkið sameinist hér á landi.

Skríll Lýðsson, 24.7.2009 kl. 09:40

2 Smámynd: Arnar

Einhver á eftir að draga kreppuna inn í umræðuna í því samhengi að við höfum ekki efni á að hugsa um annað en rassgatið á sjálfum okkur.

Oh.. skemmdir allt fyrir mér.

Annars væri gaman að hafa annað dæmi, ef parið umrædda væri hvít og kristið, hvort það kæmi sama óhljóð í skúla dætur og syni (sorry allir Skúlar heimsins, umræddur skúli er bara búinn að skemma nafnið..).

Það sem Skorrdal lýsir sem 'sérkristið siðgæði' er í raun bara 'Gullna reglan' sem fyrir finnst í nánast öllum trúarbrögðum: Versions of the Golden Rule in 21 world religions.  Er í raun ekkert sérstaklega sér-kristið.

Arnar, 24.7.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Einmitt, Arnar. Ég hef aldrei rekist á neitt sem kalla má sérkristið, nema það teljist siðferðisregla að trúa því að Jesú hafi verið sonur Guðs. Þar sem það er klárlega ekki grundvöllur siðferðis, eins og sumir vilja halda fram, stendur eftir að kristnin boðar ekkert sem ekki má finna í öðrum trúarbrögðum -eða utan þeirra.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.7.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég skrifaði nú færlsu á móti henni og legg til þess að Ísland neiti að taka við öllum flóttamönnum og hælisleitendum og að Ísland setjir hömlur á  til þess að koma í veg fyrir að innflytjendur sem tilheyra löndum sem eru ekki vestræn geti flutt hingað

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:12

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Alexander lýsir sjálfum sér svo:

"Guðleysingi sem hatar þá hræsni að það megi hakka kristni í spað en ekki islam. Styð  dauðarefsingu og mun þyngri dóma í öllu glæpum. 

Dæmi: Þú getur keypt Deicide(eða gast) í skífuni sem hefur gert lög eins og Kill the christians, ef það væri kill the muslims mundi hann ekki vera seldur neinstaðar á landinu. 

 Kaus Frjálslynda Flokkin Oh my god im a "racist"!!!

Ath. 50% af skoðunum sem koma hér fram er  tröllahlátur"

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 13:59

6 identicon

Við  höfum  auðvitað  ekkert  efni  á  að  halda  þessu  vandræða liði  hér uppi á íslandi.

Skilum  því  til Sádi  Arabíu,  þeir  eru  skyldugir  að  taka  við flokksbræðrum  sínum.

Það  er  skítalykt  af  hinu  pólitíska  íslam  og  útþenslustefnu araba, eins  og þú  veist Tinna eða  hvað  þú  vilt  kalla  þig.

það  fer  ekki  milli  mála  að þú  ert  laumu  múslími  og múslíma  snobbari.  Aumkunarvert  hlutskipti.  Þykist  svo  vera  trúleysingi. 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:33

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú skalt halda þig á mottunni á minni síðu, karlugla.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.8.2009 kl. 23:54

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, vissirðu það ekki? Við Obama erum bæði laumumúslimar. Skrifumst reglulega á -á leyni-arabísku- og hittumst svo á leynimúslimafundum í ósýnilegu moskunni okkar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 01:00

9 identicon

Ég  vissi  að  ég  gæti  hleypt  þér  upp,  vefsíðu-  og  nafnaflakkarinn þinn.

Stutt  í  kveikjuþræðinum  hjá  þér  Tinna eða  hvað  þú  nú  heitir.

 Hahahahaha!!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:06

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bíddu nú við...hvaða paranoja er nú komin í Skúla gamla? Gleymdu hjúkkurnar að gefa þér litlu grænu pillurnar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 10:40

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli það þyrfti ekki háþrýstidælu og þrjá sterka karlmenn í það, hann er svo fullur af skít, greyið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 11:27

12 identicon

Færsla  14-16.

Hér  talar  greinilega  fólk  með  reynslu!

 Hahahaha!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:05

13 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Er þetta það beittasta sem þér dettur í hug, gamli minn? Er þá ekki best að sleppa þessu bara?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.8.2009 kl. 12:17

14 identicon

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:39

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Bíddu nú við...hver var það aftur sem benti þér á Pat Condell? Þú hefur kannske ekki enn tekið eftir því að hann er líka á móti þinni trú?

Skoðaðu þetta: 

http://www.youtube.com/watch?v=oSZYN8UV6yg&feature=channel_page

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.8.2009 kl. 12:12

16 identicon

Sæl, Tinna  laumu  múslími,

Ég  las  inngangsgreinina  þína  og  ekki  sé  ég  að þér  hafi  farið  fram.  Ályktanir þínar  eru  alltaf  jafn barnalegar.  Þú  ert  sem  sagt  sannur  naívisti  að  mínu  áliti. 

Ég  veit  að þú  ert  einn  af  aðdáendum  mínum,  enda  værirðu  ekki  að  elta  mig  á  aðrar bloggsíður undir  dulnefnum  ef  þú  værir  ekki  að  drepast  af  forvitni um  hvað  ég  skrifa.  En  það  er  ekki  vonlaust  að eitthvað  komist  inn í  heilann á  þér  smám  saman af  efninu.

Við  Pat Condell  erum  samstíga  í  vissum  málaflokk,  en  þar  með  upp  talið.  Við  erum  sammála  um  að  það  sé  ólykt  af  hinu  pólitíska íslam,  sharia lögum,  hadithum, kóran ævisögu  múhameðs  og  því  hvernig  bókstafsflokksmenn  Múhameðs  túlka  boðskap hins   sjálfskipaða  sendiboða.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:01

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mikið hrikalega ertu barnalegur. Um hvað ertu að babla? Hvert hef ég "elt þig"?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.8.2009 kl. 22:14

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það getur verið...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.8.2009 kl. 08:19

19 identicon

Tinna,

Er  ég  að  koma  upp  um  þig?  Hvernig  væri  að  þú  færir  í  ,,ANGER MANAGEMENT COURSE.?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:01

20 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Af hverju heldurðu að ég sé reið, Skúli? Hvað hef ég gert hér sem bendir til þess?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.8.2009 kl. 10:09

21 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Tinna skrifaði:

"Einmitt, Arnar. Ég hef aldrei rekist á neitt sem kalla má sérkristið, nema það teljist siðferðisregla að trúa því að Jesú hafi verið sonur Guðs."

Jóhann

Málið er að hann er ekki exclusive sonur Guðs, þessu var breytt af

krikjuyfirvöldum sem vildu auka við sín eigin völd en upprunalegi textin segir

all annað.

-

The evil of exclusion takes two basic forms:

  1. The excluding of others, thus building individual pride and ego.
  2. The excluding of self which is false humility.

The first view of Israel stimulates the second evil -- the exclusion of self. Those who believe that the Jews alone are God's chosen ones exclude themselves from this privilege, if they are not a Jew themselves. They feel that Modern Israel is God's chosen people and are right in everything they do, no matter how ruthless. This is similar to the feeling of Nazi party members towards Hitler. It is always dangerous to let any belief and blind reasoning hold the mind in check. When has blind belief or blind faith ever brought more benefit to humanity than the reasonable course of action? Never. There is not one example in history. If one finds himself supporting Israel just because she is Israel one is merely repeating the greatest most repeated mental and emotional blunder in history.

The same reasoning applies to all things. If one supports the United States Constitution just because it is our Constitution, this can lead to blindness. As good as it is, a rational mind may see possible improvements, especially as times change.

Many support their church or scriptures because it is "theirs" and "special" to them and any reasoning to the contrary is ignored. Many are so blinded that they are not even aware that they are obviating reason. Every man, no matter how blinded, believes in his own way that he is reasonable. His thinking may run something like: "It is reasonable for me to reject this man's reasoning, because God (or some religious leader) told me I am right so anything contrary to this thinking is evil." Every evil ideology that has arisen in history has such people supporting it. Every good ideology from the past has always been supported by people who examine all things in the clear, cold light of reason. Even men of great intuition do this. Feeling alone excludes reason whereas intuition includes it.

Jóhann Róbert Arnarsson, 5.8.2009 kl. 14:31

22 Smámynd: Jóhann Róbert Arnarsson

Tinna skrifaði:

"Með "kristilegu siðgæði" á ég við almennt siðgæði, enda ekkert til sem heitir kristið siðgæði. Þeir sem hvað oftast varpa þessum frasa fram virðast a.m.k. alls ófærir um að benda á nokkuð "sérkristið" í ídeal samskiptum (sínum eða annarra) við náungann."

Hann boði Guðsríki og fyrirgefinguna og frelsi undan falskri sektarkennd.

Translation from Icelandic to English, from the 25th of March 2009.
The [elipses] indicate things that were not in the original.
Plus some errors were fixed and things made a little bit clearer.

Johann
Tinna GG[formerly known as G]
"What are those "Christian values?""

Johann
Rebellion for example, there were people in early Christianity that
rebelled against the authorities and started to think for
themselves, it lead to that they were thrown before the lions but
that could not halt the spirit that went with it and lead to among
other things to the Age of Enlightenment or to the Age of Reason
where people began to think for themselves more and more. [and the power of
thought]. The french renaissance springs to mind.

Jesus has many times been called the lord of peace, [peace] is
something people love a lot [along with the self image of a nation]
because most people are against war now days but he was himself
crucified by the [religious] authorities and he came to deliver
people from the oppression of sin. [So delivering people from sin
did not go so well with the religious authorities of day]

That can't be done can it [to deliver people from sin]?

He did not care if people sinned or not. Except for one sin and
that was the sin of hypocrisy. He was talking to the hookers and
the rift raft and all the people the pharisees did not want to
know.

Then how could he deliver people from sin? By waving a magic wand
or? Then I am referring to the miracles [I left the Molecular
explanation of the miracles out for obvious reasons]. No it is
not that simple.

Sin like he meant it was guilt, something that the authorities
love to use to paralyze people like [for example] with the phrase
"and who do you think you are?". One of the most damaging feeling
imaginable and something that serves the authorities that want to
gain control [or supremacy]. Like Hilmar with [his war] against
the sensual oils when he asked, "do you want the profit [from
the sales of those oils] to go to the support of human
trafficking?" A loaded question designed to produce false guilt
[and designed to shut down thought]. Not a Christian question.

People then want to war against this and then [eventually] the
french renaissance came and by the looks of it, the internet is
full of Christian people.

Then the message of [spiritual] love that caused or gave people
inspiration for the people as a whole (group) was ready to move
away from fundamentalism, then all kinds of movements sprung up
from that soil through out the years. [Eventually leading to Zion
and the kingdom of God]

Johann

Jóhann Róbert Arnarsson, 5.8.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband