26.12.2009 | 12:50
Jólin og Jesú
Við skulum byrja á því að rifja upp grundvallaratriði sem kristnir vilja oft gleyma: jólin eru ekki sér-kristin hátíð. Sólstöðu- og vetrarhátíðir eru kristninni mun eldri, eins og flestir vita, og nafnið 'Jól' er ekki sérstaklega kristið.
Þetta vita flestir, en það stoppar þá ekki í að nöldra yfir því að trúleysingjar vogi sér að gera sér glaðan dag í skammdeginu.
Hvað nöldur biskupsins varðar, verð ég að segja að ég yrði afar sátt ef að trúaráróðurinn yrði tekinn út úr skólastarfinu. Ekki einu sinni reyna að kalla þetta 'fræðslu': börn þurfa ekki að fræðast sérstaklega um það hvernig er best að krjúpa fyrir framan prestinn (hann getur kennt þeim það í einhverju bakherbergi í kirkjunni), þau þurfa ekki að fræðast um það að "Jesú vilji bænir í afmælisgjöf", og þó það sé sniðugt að fræða þau um mýtur kristninnar er betra að gera það hlutlaust - 'kristnir trúa þessu', ekki 'svona var þetta'. Rétt eins og börnum er kennt að fólk hafi einu sinni haldið að nornir þyrfti að brenna á báli eða að konur væru of heimskar til að gera nokkuð annað en að eignast börn - helst merkileg börn þá: Jesú, Jóhannes eða einhverja evrópska miðaldakonunga.
Hins vegar verð ég að segja að ef við ímyndum okkur að kristnin sé byggð á sönnum atburðum -fæðingu, kraftaverkum, dauða og upprisu Jesúsar- er hún ekki jafn áhugaverð og "ef" hún er samtíningur, púsluspil mýta og ýkjusagna.
Skoðum þetta utanfrá. Guð er almáttugur, algóður og alvitur. Hann vissi því að Jesú yrði pyntaður og tekinn af lífi, enda Jesú Guð og Guð Jesú og þeir báðir heilagur andi sem er líka sérpersóna sem er hluti af Guði. Og Jesú. Það er ekki mjög fallega gert að fara í heimsókn til ókunnugs lands til að láta pynta sig, en Guð varð að gera það, er það ekki? Jesú dó fyrir syndir okkar! En almáttugur Guð þarf náttúrulega ekki að gera neitt sem hann ekki vill. Hann hefði eins getað veifað töfrasprotanum og bingó - allar syndir fyrirgefnar!
En, nei, Guð ákvað að hafa þetta svona. Hann hlýtur að hafa vitað að ekkert segir 'ég elska þig' eins og blóðugur, deyjandi miðausturlandabúi (Bandaríkjamenn hafa einmitt stólað á slíkar ástarjátningar undanfarin ár) og því fór sem fór. Jesú fórnaði lífi sínu til að þú gætir komist í himnaríki. Tja, nei, hann fórnaði þremur dögum af lífi sínu, svo hætti hann að vera dauður og fór aftur að vera Guð. Ekki mikil fórn það. Sérstaklega ef við tökum fyrrnefnda þrenningarkenningu trúanlega, því samkvæmt henni hlýtur Jesú að hafa vitað að hann myndi verða pyntaður, dáinn og grafinn og svo upprisinn á þriðja degi. Er það fórn?
Síðan þetta "gerðist" hafa kristnir menn svo eytt tímanum í að telja sér trú um að jarðlífið sé ómerkilegt húmbúkk, verðlaust nema sem tækifæri til að taka á móti Jesú og öðlast eilíft líf á himnum. Þetta viðhorf gerir meinta fórn Jesú enn ómerkilegri.
Guð sendi Jesú í partý, vitandi að honum yrði hent út. Það var svosem allt í lagi, Jesú vissi það líka og partýið var frekar ömurlegt, svo hann rölti bara á hinn eilífa himnapöbb eftir að honum var sparkað úr teitinu. Hvað er svona merkilegt við það?
Hver er þessi mikla fórn? Og af hverju í fjandanum ættu menn að vilja troða svona þrugli í saklaus börn?
Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menntun og skóli, Trúmál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Biskup orðar spurninguna sína ranglega, "Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?" ætti að vera "Ætti að rifja upp sögu Jesú og Maríu annarstaðar en í kirkjum?".
Kirkjur eru sérstaklega hönnuð og byggð hús fyrir trúarlega starfssemi og því væri nú varla til of mikils ætlast að sú starfssemi færi þar fram. Ef biskup hefur einhverjar aðrar skoðanir á því mætti endilega taka allar kirkjubyggingar til endurskoðunar, enda væru þær þá með óþarfar.
Arnar, 28.12.2009 kl. 12:41
Já, ætti biskupinn ekki að hvetja fólk til að mæta í kirkju frekar en að röfla yfir því að kirkjustarfið þurfi að fara fram þar?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.12.2009 kl. 13:22
Rétt er það hjá þér Tinna að orðið "jól" er rammheiðið, dettur ekki í hug að þræta fyrir það. Réttast væri að notast við orðið "Kristmessa" þegar þjóðkirkjan sem og aðrar kirkjur halda upp á þennan dag sem fæðinga dag Jesú Drottin vors. Ég mótmæli hinsvegar harðlega að Guð sé vondur o.sf.v. Ég mæli með að þú lesir mjög góða skáldsögu (nei Biblían er ekki skáldsaga) heldur að þú nálgist bókin "The Shack" þessi bók gefur mjög hreinan og góðan skilning um hver Guð er, hvernig hin heilaga þrenning er, auk þess sem kærleikur Guðs til barna sinna er stórkostlegur. Rithöfundurinn hefur náð að taka á umfangsmiklu efni, án þess að flækja hlutina, bæði Kristnir sem og vantrúaðir ættu að geta skilið boðskapinn.
En eins og með margt í þessum heimi þá eru hópar þarna úti sem kalla þessa bók Guðlast, hvernig þeir fá það út er mér óskiljanlegt, en svona er þetta bara. Bókin fæst hjá Glætunni, og hún kemur þér eflaust skemmtilega á óvart. Ég ætla ekki að tala um söguna hér, það tekur frá þeim sem hana vilja lesa. Enn eitt er víst, hún mun engan skilja eftir ósnortin.
bk.
Linda, 30.12.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.