Flott.

Gott að sjá að ekki eru allir kanar jafn þröngsýnir. Verst með bullið í Kaliforníu: "Jú, samkynhneigðir mega giftast! - Nei, djók! Nei, giftist bara...not!"

Ég er reyndar hissa á því að Jón Valur eða Jeremía hafi ekki skellt inn sínum venjulegu biblíufærslum  við þessa frétt strax klukkan 6:15, en þeir hafa kannske verið uppteknir við að grenja yfir því að beljan hún Palin skuli ekki hafa unnið.

 Einnig er ég sérlega ánægð með niðurstöðuna í Massachusetts og Michigan, enda kannabis stórlega ofmetið sem "hættulegt dóp".

 


mbl.is Fóstureyðingarlög ekki hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar þessum mönnum?

 

 

Lögreglan við störf í miðbænum mbl.is/Júlíus

 

Og hversvegna í andskotanum eru þeir að hella niður bjór? Er nema von að fólk böggi lögguna þegar þeir standa á almannafæri og hella niður bjór?

 

 

 

Mig langar í bjór.

 

 

 

 


Ömurlegheit

Ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi lifað það af að éta heimaslátrað í nokkur hundruð ár - hversvegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Hvers vegna mega bara bændur éta heimaslátrað? Eru þeir með svona mikið sterkari meltingu en við borgarpakkið? Og hvernig er það - má rollubóndi láta vin sinn svínabóndann hafa skrokk fyrir skrokk, eða er það bannað líka? Ég tek undir með Dofra Hermannsyni; hvers vegna er í lagi að selja hreindýrakjöt sem er skotið uppi á skítugri heiði fyrir fleiriþúsundogfimmtíukall kílóið, en bannað að selja heimaslátrað beint í frystikistuna?

 

Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta eiginlega? Einn daginn berast fréttir af því að Ísland sé að verða matvælalaust, þann næsta er sagt frá því eins og um mikla hetjudáð sé að ræða að lögreglan hafi gert 300 kíló af súpukjöti upptæk.  Matvöruverslanir henda matvælum í tonnavís á meðan fólk stendur í röðum til að fá brauð og léttmjólk (og ekki mikið annað) hjá Mæðró og Fjölskylduhjálpinni. 

Hvað er eiginlega í gangi?

 

En yfir í annað.

Ég veit ekki hvort fer meira í taugarnar á mér: að hlusta á röfl um hvað Egill var vondur við grey Jón Ásgeir og að mótmæli gegn Davíð séu bara einelti (svona eins og mótmæli gegn Ceaucescu voru á sínum tíma...bætmí), eða hippíska útópíu-stöndum-saman-nýtt-þjóðskipulag-það-besta-í-lífinu-er-ókeypis sönglið. Fokk ðatt! Það á ekkert eftir að breytast krakkar mínir, vitið bara til.

 

Og sagði enginn þessum löggum frá því að allir ættu að vera vinir og standa saman í gegnum þetta hræðilega efnahagslega [setjið inn eigin sjómennsku/veðurlíkingu hér] ?

 

 


mbl.is Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er samdráttur ekki örugglega íslenska heitið yfir orgíu?

Ef svo er er ég bara í góðum málum. Ef "samdráttur" vísar hins vegar til einhverskonar efnahagslegs fyrirbæris (sem mér skilst að sé aðallega Davíð Oddssyni að kenna eins og allt annað sem miður fer á Íslandi) þá eru við öll fokkt.

 

En sérstaklega ég. Það er nefnilega búið að segja mér upp. Ákvörðunin var reyndar tekin sirka sameiginlega, þar sem bakið á mér er ekki nægilega hresst þegar kemur að því að bera/draga hluti. Svo nú þarf ég að leita mér að vinnu sem ekki reynir á bakið...í miðri kreppu. 

Gangi mér vel. 

 

Annars er lítið að freta.


Haha

Það er ljótt að hlakka yfir dauða einhvers.

 

Fokk itt! Haider er dauður! Hahaha!

 

[Fer til Helvítis og er bara drullusama]


Uppskrift

Þetta er nýji uppáhaldsrétturinn minn;

 

1 dós túnfiskur

pasta (þrjár lúkufyllir)

paprikusmurostur (hálf dolla)

rifinn cheddar (eftir smekk)

rifinn gouda (eða heimilisostur, Gotti, et.c)

tveir bollar frosnar grænar baunir 

tvær msk sýrður rjómi

fínmalaður hvítur pipar, aromat, paprikuduft, möluð kóríanderfræ (ca 1 tsk af hverju)

 

Þíðið baunirnar (ég ýmist gufusýð þær eða helli heitu sykurvatni yfir þær), sjóðið pastað og blandið síðan öllu saman nema helmingnum af ostinum. Dýfið höndunum í hveiti og fiktið í restinni af ostinum. Stráið honum svo yfir gumsið (í eldföstu móti) og skellið í 200 gráðu heitan ofn í 20 mínútur. Setjið á yfirhita (grill) síðustu 5 mínúturnar.

 


Efnahagsmál

Rétt upp hönd sem er drullusama!

 

Kreppa mæ ass! Það hefur alltaf verið kreppa hjá mér. Ég vinn hjá Eimskip(afélagi Íslands - það fer svakalega í taugarnar á mér að nafnið hafi verið eintöluvætt eins og Hagkaup) og hlutabréf féllu um X% í dag/gær/síðustu viku. Bjöggi mill er kominn á hausinn, svo ekki beilar hann okkur út. Últramegateknóbankinn Kappaflingfling er orðinn thingy, Landsbankinn og Glitnir ditto...er SPRON eftir? Hú kers! Ekki eins og ég þurfi að hafa áhyggjur af innistæðunni minni. 

Mér skilst að innistæður 3 millur eða minna séu tryggðar af Dabba og co. Hvað með skuldir yfir 3 millum? Er bara hægt að selja þær endalaust? Er ekki hægt að núllstilla allt bara? Reddar það ekki málunum? Nota ég of mörg spurningamerki?

 

Svo er talað um lausafjárkreppu. Ég veit hvað allt þeta lausafé er.

 

Jóki brabra...you got some 'splainin' to do!

 

 


Djö!

Stúpid QI var fært yfir á BBC1 svo F serían verður ekki sýnd fyrr en eftir áramót þó fyrstu þættirnir hafi verið teknir upp í maí!

 

Fokk. 


Hverju þakka trúleysingjar?

Anna Karen spyr ágætis spurningar á síðu sinni;

 

Hverju þakka trúleysingjar á kvöldin, sérstaklega ef þeir hafa upplifað góða daga?

 

Í fyrsta lagi vil ég spyrja á móti; hvers vegna þarf að þakka einhverju? Þessi spurning er að sjálfsögðu komin frá trúaðri manneskju, og þ.a.l. dálítið trúarmiðuð, þ.e.a.s. hún gengur út frá því að allir finni hjá sér þörf til að þakka einhverskonar æðri mætti/sjálfum sér/örlögunum.

Í annan stað vil ég svara spurningunni fyrir mitt leyti. 

 

Ég þakka engum. Ég renni kannske yfir daginn (svona helstu atriði), flissa eða brosi eða gretti mig, hugsa um það sem hugsa þarf betur um...en ég þakka engum daginn - nema ef væri fólkinu sem gerði daginn góðan, og þá segi ég það líka við viðkomandi. 

 

Síðan vil ég fara út í aðrar -en tengdar- pælingar.

Hvers vegna halda sumir trúmenn því fram að heimurinn verði á einhvern hátt minna stórkostlegur við að reyna að útskýra hann? Regnbogi er alveg jafn fallegur hvort sem við segjum að hann verði til við sjóbrot eða vegna þess að "Guð er í góðu skapi" - jafnvel þó við trúum því að hann sé brú yfir í annan heim eða að gull finnist við enda hans. Hins vegar er það tímaeyðsla að reyna að hlaupa yfir regnbogann eða leita endans.

 

Á sama hátt verður mannskepnan (eða dýrin) ekkert minna stórfengleg þó við tökum þróunarkenninguna trúanlega - ef eitthvað er þykir mér ótrúlegra og stórfenglegra að hugsa til þess að kettirnir mínir séu afleiðingar tilviljanakenndra stökkbreytinga og náttúruvals en að einhver "verkfræðingur" hafi hannað þá af nákvæmni. En það er alveg jafn mikil tímaeyðsla að reyna að leita að verkfræðingnum - hvað þá að reyna að finna hann í Biblíunni eða kirkju.

    Við getum alveg furðað okkur á heiminum, fyllst hamingju án ástæðu, dáðst að regnboganum eða afrekum manna eða ofsa veðursins án þess að bæta Guði inn í myndina. Ef eitthvað er gerir það þessar stórkostlegu tilviljanir - þessa óendanlega ólíkleglegu atburði sem komu heiminum í það horf sem hann er í í dag- enn mikilfenglegri en nokkuð útpælt "Guðs verk".

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband