Færsluflokkur: Bloggar

Undirtekt

...víst er það orð.

 

Ég verð að taka (að stærstum hluta) undir með Önnu Pönnu (sem reyndar vitnar í einhvern annan): Jafnvægi er ekki jafnrétti!

 

Að reyna að troða konum inn í einhverjar ákveðnar stöður til þess eins að fylla einhvern "kynjakvóta" eða vice versa, er alveg jafn fáránlegt og að heimta að í hverri stjórn/nefnd séu 10% samkynhneigð, 10% örvhent, 10% sem finnst brúnn fallegur litur, 10 % sem borða ekki kjöt o.s.frv. Auðvitað eru ákveðnir fordómar gagnvart t.d. körlum sem vinna á leikskólum eða konum í byggingarvinnu, en er það að virkilega leiðin gegn fordómum að vera endalaust að benda á frávikin?

Nei sko! Svartur maður sem er forstjóri! Kona sem er verkstjóri! Karl sem er leikskólastjóri! Hommi sem er formaður öryrkjabandalagsins! Mæ god! En speeees!

 Djísös fokking kræst, hvernig væri -ég er bara að varpa hugmyndinni fram- að dæma fólk út frá verðleikum hvers og eins, í stað þess að reyna endalaust að flokka það í einhverja fyrirfram ákveðna hópa;

hommi, kona, gothari, karlmaður, hnakki, pönkari, reykingamaður, rokkari, íþróttamaður, frjálshyggjumaður, lesbía, hægri-/vinstri-/miðju-maður, dreifari, höfuðborgarbúi, útlendingur, Íslendingur, nýbúi, grænmetisæta, gyðingur, kristinn, múslimi, Bahá'íi, búddisti, hindúi, feitur, grannur, emo, kani, forstjóri, ræstitæknir, múrari, bóndi, flugþjónn...

viljið þið virkilega láta skilgreina ykkur út frá starfi, útliti eða pólitískum skoðunum? 

Nú getur vel verið að þið hittið strangtrúaðan karlkyns múslima sem veitir konunni sinni allt sem hún vill, gothara sem fílar Mozart, nýbúa sem leiðréttir málfræðivillurnar þínar, sjómann sem finnst kvótakerfið asnalegt, forstjóra sem er kommúnisti...er ekki betra að vera opinn og ræða við fólk -án fordóma- en að gera ráð fyrir að fólk falli í þægilega flokka?

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi ömurlega hugmyndasnauða færsla er búin til af einhverjum fasískum tölvunirði þegar ný vefdagbók er sett á laggirnar. Henni má eyða eða breyta að vild.

 

Flott er.


« Fyrri síða

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband