Færsluflokkur: Bloggar

Hústökulög! Taka tvö.

Jæja, hvað sagði ég? Ef hústökulög væru til staðar væri þetta vandamál mun minna. Sem stendur er staðan þannig að hús eru látin drabbast niður svo leyfi fáist til að rífa þau og byggja eitthvað gróðavænlegra. Ef eldur kemur upp er það bara betra. Með hústökulögum gætu heimilislausir hugsanlega tekið þessi hús "að sér", gert þau íbúðarhæf og haft skjól fyrir veðri og vindum. 

Er það ekki augljóst að fólk hugsar betur um "eigið" húsnæði en einhverja hjalla sem það nýtir í einskærri neyð? Þegar komið er inn í sum þessarra yfigefnu húsa blasir eyðilegging við - eldar hafa verið kveiktir á miðju gólfi, hvort sem er af skemmdarfýsn eða tilraun til að ylja sér, veggjakrot, brotnar rúður, sorp og jafnvel saur á gólfum. Ef heimilislausum væri gert kleift að flytja inn í þessi hús, læsa dyrum, negla fyrir rúðulausa glugga, greiða fyrir vatn og rafmagn og skrá lögheimili þar, yrði strax minna um skemmdarverk og íkveikjur, auk þess sem þetta myndi spara borginni rekstrarkostnað (er það ekki það sem málið snýst alltaf um - peningar, peningar, peningar) við athvörf heimilislausra. Ef vilji er fyrir hendi er alltaf hægt að dreifa mat til þeirra sem á þurfa að halda og leyfa þeim að halda sjálfvirðingunni, fremur en að ráfa um í reiðileysi og óhamingju - eina nótt á bedda í einhverju athvarfi, matur hjá Samhjálp, næstu nótt í trjábeði á Klambratúni, dagurinn í Austurstræti að betla eða ráfa á milli öldurhúsa hvar góðviljaður barþjónn gaukar kannske að þér kaffisopa ef heppnin er með þér - og svo fer restin af deginum í að reyna að finna næturstað.

 

Hér er smá lýsing á þessu, eins og það gæti verið:

Í miðbænum stendur autt hús. Nú þegar hafa verið brotnar í því nokkrar rúður og útidyrahurðin er illa farin. Þrír "aumingjar" taka sig saman og flytja inn. Þeir redda sér plönkum eða plasti og festa fyrir gluggaopin, setja hengilás á útidyrnar og nota hluta af bótunum til að greiða fyrir hita og rafmagn. Hugsanlega fá þeir auka styrk frá Féló til þess arna. Þeir skrá lögheimili í húsinu. Einu sinni í viku fara þeir til Mæðrastyrksnefndar eða Fjölskylduhjálparinnar og fá matarpoka. Einhver reddar þeim gamalli eldavél eða hellu og búsáhöldum. Smám saman áskotnast þeim húsgögn, sængurföt o.fl. þessháttar. 

Þeir eru enn óreglumenn, en nú hafa þeir þó húsaskjól. Þó þeir greiði ekki rafmagnsreikninginn einn mánuðinn hafa þeir þó alltaf fastan stað til að halla höfði sínu. 

 

Kannske er ég allt of bjartsýn. Kannske vill "þetta fólk" sofa undir grenitré í roki og snjókomu. Kannske myndi það fara svo illa með húsnæðið að það yrði  að brenna það eftir notkun. Mér er alveg sama - þetta getur varla orðið mikið verra en það er.


mbl.is Vill rífa en má það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, fyrst páfinn segir það...

Kaþólikkar hafa hingað til einmitt verið stærstur hluti þeirra sem valda umferðarslysum. Alþekkt er það athæfi kaþólikkanna að stoppa á grænu ljósi til að biðjast fyrir, aka yfir á rauðu ljósi til að þurfa ekki að  líta þennan sataníska lit lengur en nauðsynlegt er, og bruna yfir gangandi vegfarendur sem þeir gruna um villutrú. Þeir eru einnig alræmdir fyrir að þamba messuvín áður en þeir halda af stað á bílunum sínum - sem þeir kalla reyndar "sálnafrelsara".

 

Í öðrum orðum - who gives a rat's ass what the friggin' pope says. About anything.


mbl.is Páfi hvetur til varfærni í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabisfíkn?

4% af unglingum á aldrinum 14-19 ára gerir rúmlega 1.100 manns - 60% eru þá sirka 16.500.

200 manns á ári - hvaða tala er það? 5% af þessum 4%? 

 

Og hvað í andskotanum er "kannabisfíkn"? Fíkn er læknisfræðilegt hugtak sem hefur verið "rænt"  á undanförnum árum. Fíkn þýðir upphaflega líkamleg fíkn - þ.e.a.s. líkaminn verður háður ákveðnu efni til að starfa eðlilega, og sé neyslu hætt verður neytandinn fyrir fráhvörfum. Þetta hugtak hefur hins vegar verið útvíkkað og er nú notað um allskonar hegðun sem ekki er líkamlega ávanabindandi, heldur einungis andlega, félagslega - eða jafnvel ekki ávanabindandi á nokkurn hátt, heldur eingöngu álitin "óheilbrigð" af þeim sem hugtakið notar, svo sem "mótmælafíkn".

Kannabis er ekki líkamlega ávanabindandi, a.m.k. ekki á sama hátt og nikótín eða ópíum. Að líkja kannabis við þessi efni er akki bara villandi heldur skaðlegt. Fjöldi fólks notar kannabis sér til ánægju og jafnvel hjálpar, en Þórarinn Tyrfingsson og skoðanabræður hans vilja setja það fólk í sama hóp og sprautufíkla. Kannabis er kallað "gateway drug" og bent á að flestir langt leiddir eiturlyfjafíklar hafi byrjað á því. Þeir byrjuðu örugglega flestir á áfengi, og þar á undan á tóbaki - að ekki sé minnst á sykruðu drykkina sem þeir neyttu eftir að mjólkin hætti að svala "fíkninni. 

Svo virðist sem þessu "gateway drug" kjaftæði sé beitt eingöngu til að rugla þá í ríminu sem ekki þekkja mun á orsök og afleiðingu og hafa aldrei þurft að leysa rökfræðidæmi á borð við "Allir Sníblar eru Bobblar - allir Subblar eru Bobblar, eru þá allir Sníblar Subblar?" 

 

Ég reyki hass - skyldi einhverjum hafa dulist það. Ég reykti fyrst þegar ég var fimmtán ára, en byrjaði ekki að reykja óblandað tóbak fyrr en ég var 18 ára. Ég byrjaði að drekka upp úr 16 ára. Ég hef aldrei prófað önnur "fíkniefni" að undanskildu spítti - sem ég prófaði einu sinni og líkaði ekki. 

Ég er ekki dagreykingamanneskja, en hef verið það. Þeir sem halda að dagreykingafólk sé allt útúrreykt allan daginn og komi engu í verk, vil ég koma því á framfæri að á því tímabili sem ég reykti daglega var ég í fastri vinnu fyrir hádegi, fór síðan í líkamsrækt í tvær klukkustundir - og fór svo heim og reykti.

 

 


mbl.is Varar við aukinni kannabisræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott.

Gott að sjá að ekki eru allir kanar jafn þröngsýnir. Verst með bullið í Kaliforníu: "Jú, samkynhneigðir mega giftast! - Nei, djók! Nei, giftist bara...not!"

Ég er reyndar hissa á því að Jón Valur eða Jeremía hafi ekki skellt inn sínum venjulegu biblíufærslum  við þessa frétt strax klukkan 6:15, en þeir hafa kannske verið uppteknir við að grenja yfir því að beljan hún Palin skuli ekki hafa unnið.

 Einnig er ég sérlega ánægð með niðurstöðuna í Massachusetts og Michigan, enda kannabis stórlega ofmetið sem "hættulegt dóp".

 


mbl.is Fóstureyðingarlög ekki hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegheit

Ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi lifað það af að éta heimaslátrað í nokkur hundruð ár - hversvegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi núna? Hvers vegna mega bara bændur éta heimaslátrað? Eru þeir með svona mikið sterkari meltingu en við borgarpakkið? Og hvernig er það - má rollubóndi láta vin sinn svínabóndann hafa skrokk fyrir skrokk, eða er það bannað líka? Ég tek undir með Dofra Hermannsyni; hvers vegna er í lagi að selja hreindýrakjöt sem er skotið uppi á skítugri heiði fyrir fleiriþúsundogfimmtíukall kílóið, en bannað að selja heimaslátrað beint í frystikistuna?

 

Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta eiginlega? Einn daginn berast fréttir af því að Ísland sé að verða matvælalaust, þann næsta er sagt frá því eins og um mikla hetjudáð sé að ræða að lögreglan hafi gert 300 kíló af súpukjöti upptæk.  Matvöruverslanir henda matvælum í tonnavís á meðan fólk stendur í röðum til að fá brauð og léttmjólk (og ekki mikið annað) hjá Mæðró og Fjölskylduhjálpinni. 

Hvað er eiginlega í gangi?

 

En yfir í annað.

Ég veit ekki hvort fer meira í taugarnar á mér: að hlusta á röfl um hvað Egill var vondur við grey Jón Ásgeir og að mótmæli gegn Davíð séu bara einelti (svona eins og mótmæli gegn Ceaucescu voru á sínum tíma...bætmí), eða hippíska útópíu-stöndum-saman-nýtt-þjóðskipulag-það-besta-í-lífinu-er-ókeypis sönglið. Fokk ðatt! Það á ekkert eftir að breytast krakkar mínir, vitið bara til.

 

Og sagði enginn þessum löggum frá því að allir ættu að vera vinir og standa saman í gegnum þetta hræðilega efnahagslega [setjið inn eigin sjómennsku/veðurlíkingu hér] ?

 

 


mbl.is Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er samdráttur ekki örugglega íslenska heitið yfir orgíu?

Ef svo er er ég bara í góðum málum. Ef "samdráttur" vísar hins vegar til einhverskonar efnahagslegs fyrirbæris (sem mér skilst að sé aðallega Davíð Oddssyni að kenna eins og allt annað sem miður fer á Íslandi) þá eru við öll fokkt.

 

En sérstaklega ég. Það er nefnilega búið að segja mér upp. Ákvörðunin var reyndar tekin sirka sameiginlega, þar sem bakið á mér er ekki nægilega hresst þegar kemur að því að bera/draga hluti. Svo nú þarf ég að leita mér að vinnu sem ekki reynir á bakið...í miðri kreppu. 

Gangi mér vel. 

 

Annars er lítið að freta.


Haha

Það er ljótt að hlakka yfir dauða einhvers.

 

Fokk itt! Haider er dauður! Hahaha!

 

[Fer til Helvítis og er bara drullusama]


Efnahagsmál

Rétt upp hönd sem er drullusama!

 

Kreppa mæ ass! Það hefur alltaf verið kreppa hjá mér. Ég vinn hjá Eimskip(afélagi Íslands - það fer svakalega í taugarnar á mér að nafnið hafi verið eintöluvætt eins og Hagkaup) og hlutabréf féllu um X% í dag/gær/síðustu viku. Bjöggi mill er kominn á hausinn, svo ekki beilar hann okkur út. Últramegateknóbankinn Kappaflingfling er orðinn thingy, Landsbankinn og Glitnir ditto...er SPRON eftir? Hú kers! Ekki eins og ég þurfi að hafa áhyggjur af innistæðunni minni. 

Mér skilst að innistæður 3 millur eða minna séu tryggðar af Dabba og co. Hvað með skuldir yfir 3 millum? Er bara hægt að selja þær endalaust? Er ekki hægt að núllstilla allt bara? Reddar það ekki málunum? Nota ég of mörg spurningamerki?

 

Svo er talað um lausafjárkreppu. Ég veit hvað allt þeta lausafé er.

 

Jóki brabra...you got some 'splainin' to do!

 

 


Djö!

Stúpid QI var fært yfir á BBC1 svo F serían verður ekki sýnd fyrr en eftir áramót þó fyrstu þættirnir hafi verið teknir upp í maí!

 

Fokk. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 3061

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband