Færsluflokkur: Bloggar

Um þig

Flestum nægir að tala um sjálfa sig í fyrstu persónu. Sumir vilja vera spes (og pirrandi) og vísa til sjálfs sín í þriðju persónu: "Kallinn er að skreppa í bæinn!" "Stelpan er bara nett á'ðí!"

 

Ég hef hins vegar ákveðið að vísa til sjálfrar mín í annarri persónu - byrjum....núna:

Þú ert með couchsurfer frá Þýskalandi í heimsókn. Hún talar ekki jafn góða ensku og þú, svo öll samtöl ykkar á milli eru uppfull af handapati og höum. Mamma þín virðist ekki skilja orð af því sem hún segir - þ.e.a.s. því sem csinn segir, ekki mamma þín sjálf.  Þú ert að drepast í bakinu, sama hversu mikið af parkódíni þú tekur. Heilsuvernd segir þér bara að lesa "bókina um bakið", en læknirinn þinn segir þér að fara til sjúkraþjálfara sem þú hefur ekki efni á. Þú eyðir því dögunum í að lesa og éta. Lifirðu ekki crappy lífi akkúrat núna. Jú, það gerir þú!

 Nei, gleymið þessu, þú hljómar eins og barnabók.

 

 

 


Klukk

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:

1. Leigusali (ég leigði bróður mínum herbergið mitt í ár þegar ég var 14)

2. Hótelþerna

3. Maður á gólfi (núverandi titill)

4. Sölufulltrúi (hjá Iðunni. Sölufulltrúar hringja í fólk, sölumennirnir heita "Kynningarfulltrúar")

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:

1. Blönduós (0-4 ára)

2. Grettisgata 

3. Árbær

4. Breiðholt

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

1. Schindler's List

2. American Beauty

3. Happiness

4. Idiocracy

 

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:

1. Top Gear

2. QI

3. Never mind the Buzzcocks

4. Have I Got News for you

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

1. Vive la Revolution (eftir Mark Steel)

2. Peace Kills (eftir P. J. O'Rourke)

3. The book of general ignorance (eftir QI teymið)

4. Allar Discworld bækurnar

 

Matur sem er í uppáhaldi:

1. Lifur, laukur og epli með kartöflumús

2. Smazený sýr (djúpsteiktur ostur sem ég fékk í Prag)

3. Plokkfiskurinn hennar mömmu með smælki og rúgbrauði

4. Spaghettagna (eigin uppskrift)

 

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):

1. mbl.is

2. google.is

3. wikipedia.org

4. intra.eimskip.net

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. Berufjörður (einn yndislegasti staður á landinu)

2. Dagverðará á Snæfellsnesi (annar yndislegur staður)

3. Beograd 

4. Roskilde Festival

 

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

1. Beograd, fyrir framan lestarstöðina að leika við Mölku

2. Prag, heima hjá Alenu að klappa Jónasi

3. Köben, á litla pöbbnum sem ég fann fyrir slysni í sumar (og gæti örugglega ekki fundið aftur)

4. Perth í Ástralíu (hef aldrei farið, en langar)

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka: 

1. Dexxa

2. Kiza

3. J. Einar Valur Bjarnason Maack

4. Sæunn

 


The gospel of JoCo!

Jæja, allir saman nú!

 

1. Sjá og hlusta - YouTube

2. Hlusta og hlaða niður

3. Heimta tónleika í Reykjavík 

 

 


Svar til Mofa af annarri síðu.

 

Héðan

Mofi:

Þetta er svona svipað og henda scrabble stöfum í loftið og telja að fyrst að þriggja stafa orð gat myndast þá gæti Hamlet eða Íslandsklukkan myndast með sömu aðferð. 

... 

Hönnun Arnar, einhver valdi að gefa ákveðni [sic] röð stafa einhverja meiningu. 

---

Eigum við að ræða óendanleikann aftur, Mofi? Óendanleiki gefur óendanlega möguleika. Ef þú hefur x marga stafi (t.d. fjölda stafa í Íslandsklukkunni) og óendanlegan tíma til að kasta þeim upp í loftið, er möguleiki (stjarnfræðilega lítill, en möguleiki samt) á að þeir lendi  "rétt".

Seinni tilvitnunin er svo alveg svaklega fín. Maðurinn gaf ákveðinni röð stafa merkingu= Guð er til? Ekki alveg.

 Hér ertu að nálgast það að viðurkenna að meining sé eitthvað sem maðurinn les út úr heiminum, að heimurinn sjálfur hafi enga "innbyggða" merkingu. Þetta væri auðvitað langt frá þínu venjulega viðhorfi, en rétt engu að síður. Heilinn leitar ósjálfrátt að mynstri, merkingu og táknum í heiminum í kring. Þannig fer fólk að því að tengja bænir við lækningu (en "gleymir" öllum skiptunum sem bænin virkaði ekki), sjá andlit Jésúsar í pönnuköku (en ekki t.d. andlit Nonna frænda á Sigló, hann er ekki eins þekkt tákn) og "Hönd Guðs" í tilurð heimsins. Fólk leitar skýringa sem passa við vitsmunalega getu þess, þekkingu og fleira, svo þeir sem hafa næga vitneskju um líffræði, jarðfræði, vísindalegar aðferðir og annað í þeim dúr - og skilja um hvað er rætt, sækja fremur í vísindalegar skýringar. Þeir sem ekki ráða við stór hugtök eins og (svo við nefnum eitthvað algjörlega af handahófi) "óendanleika " sækja í aðrar skýringar. Maðurinn hefur alltaf leitað skýringa á heiminum, en flestir hafa leyft skýringunum að þróast (ónei - bannorð) í takt við aukna þekkingu í stað þess að halda fast í skýringar forfeðra sinna. Sumir hafa hinsvegar dregist aftur úr og eina skýringin sem minn heili finnur á því er sú að þeir einfaldlega ráði ekki við flóknari heimsmynd en "Guð gerði það". Það er auðvitað miklu einfaldara að sleppa því að hugsa sjálfur. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.8.2008 kl. 16:32


En hvenær koma Skaupin á DVD?

Ég bara spyr? Það væri flott að fá öll skaupin á diski, og þá með smá fréttaannál á undan hverju svo menn fatti nú örugglega djókinn.

 

Uppáhalds skaupið mitt er annars nýaldarskaupið (var það ekki '91 eða '92?)


mbl.is Gömul skaup snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ferðasaga enn...

Einhvernveginn kem ég mér ekki til þess að skrifa ferðasöguna - hugsanlega vegna þess að þá þarf ég að horfast í augu við það að ég er komin heim í "the real world", heim vinnu og blankheita og íslensks ömurleika.

Þess í stað hef ég einbeitt mér að því að skipuleggja næstu ferð. Hugmyndin akkúrat núna (síðan fyrir sirka fimm tímum síðan) er að fara til Belgrad aftur, skella mér á þriggja eða fjögurra vikna serbneskunámskeið og ferðast svo um svæðið; Króatíu, Serbíu, Bosníu og Kosovo - og jafnvel Makedóníu og Slóveníu ef tími gefst til. Þessi ferð verður sumsé aðeins öðruvísi en sú síðasta, betur undirbúin og aðeins meiri strúktúr í henni.

Ég hef verið að skoða serbneskunámskeið á netinu og 4 vikna námskeið í Beograd, með gistingu og námsferðum kostar innan við 150.000 krónur. Ég er reyndar að rannsaka aðra gistimöguleika, veit ekki hvort það er fýsilegt að eyða heilum mánuði á hosteli. Hugsanlega get ég leigt herbergi eða litla íbúð, verðið virðist vera sirka 10 evrur per fermeter miðað við fullbúna íbúð - þ.e.a.s. með eldunaraðstöðu, sturtu og salerni og húsgögnum.

 

Þá er bara að byrja að spara...


Ekki versta uppákoman

Ég eyddi einni nótt fyrir utan lestarstöðina í Búdapest í sumar. Þar sátum við nokkur saman og skiptumst á sögum. Einn í hópnum hafði ólögleg gjaldeyrisskipti að aðalstarfa. Hann eyðir því löngum stundum í og við lestarstöðina og hefur séð ýmislegt.

 

Eina nóttina sem oftar beið hann eftir því að stöðin opnaði - hún er lokuð í nokkrar klukkustundir á hverri nóttu - og sá þá nakinn mann ráfa framhjá. Það var ekki sérstaklega hlýtt í veðri, svo hann veitti manninum eftirför. Sá nakti hélt áfram nokkra stund, en hné svo í götuna. Sögumaður kallaði þá til kunningja sinn og fluttu þeir manninn á sjúkrahús. Daginn eftir fara þeir að forvitnast um sjúklinginn, og fá þá að heyra söguna (hvort sem það var nú frá honum sjálfum eða einhverjum opinberum aðila).

Þannig var mál með vexti að nakti náunginn var staddur í djammferð í Búdapest ásamt nokkrum vinum. Einhvernveginn verður hann viðskila og endar á þessum líka fína strippklúbbi, hvar hann skellir í sig nokkrum drykkjum. Síðan kemur að greiðslu - en, viti menn, kortið er tómt. Dyraverðirnir voru að sjálfsögðu ekki hressir með þetta, svo þeir leita á honum og hirða það litla fé sem hann er með, farsíma og annað. En aldrei þessu vant láta þeir sér ekki nægja að hirða allt lauslegt úr vösum hans, heldur hirða vasana líka. Þeir færa hann sumsé úr fötunum...og gefa honum síðan sýruvættan sykurmola - og senda hann þvínæst út á götu. Þegar hann loksins hneig niður við lestarstöðina hafði hann ráfað um borgina í næstum fjóra klukkutíma.

 

Ég hef auðvitað ekki nokkra hugmynd um sannleiksgildi sögunnar - en það er víst skárra að passa sig. 


mbl.is Reynt að svindla á ferðamönnum í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira helvítis kjaftæðið

Er fyrsti apríl? Helvítis andskotans kjaftæði - og þetta lepja kristlingarnir upp. Hver heldurðu að frelsist við svona andskotans fíflagang. "Ég ætlaði bara að fara yfir götuna, en svo sá ég mynd af putta sem benti upp og hugsaði auðvitað - jaaaá! Jésú! Döh!"

 

Meira helvítis fokking kjaftæðið - alveg er ég viss um að þetta er gabb. Ef ekki, þá eru skipulögð trúarbrögð í dýpri skít en ég hélt.


mbl.is Guð býr í götuvitanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IcelandExpress Sökkar!

Ég flaug heim með IcelandExpress frá Kaupmannahöfn. Vélin átti að fara í loftið klukkan 21:30. Þegar ég mæti á völlinn fæ ég að vita að henni seinki...til klukkan fjögur um nóttina. Ég fæ afhentan miða upp á 150 danskar krónur og tjáð að ég geti nýtt hann til matarkaupa - allt í lagi. Nema hvað, allt er að loka. 7-11 var opið, en þeir taka ekki við svona sneplum. Svo ég endaði á Bryggeren að drekka bjór (150 danskar dugðu fyrir 3 stórum bjórum á þeirri okurbúllu), og sat svo í reykklefanum að lesa og drekka tollinn minn til klukkan fjögur. Vélin fór loks í loftið um hálf fimm.

Svo er ég að fatta núna að ég hefði getað hætt við ferðina og fengið 30.000 kallinn endurgreiddann. Djö. Ég átti líka rétt á 2 símtölum eða skilaboðum (eitt til mömmu og eitt til lögfræðings...eða?).

Eins gott að hafa svona á hreinu!


mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 3434

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband