Færsluflokkur: Bloggar

Komin heim

Jæaj, ég er komin heim. Skrifa ferðasöguna seinna.

Hamborgarar

Eg er stodd i Hamborg. Sama skitapleisid og sidast thegar eg var herna. Folkid er donalegt, maturinn vondur og thar fram eftir gotunum. Berlin var skemmtilegri i seinna skiptid, eg hitti gaur sem litur ut alveg eins og Eric Idle, nema med hanakamb. Vid kjoftudum alla nottina, og eg neitadi ad kalla hann Paul - thanii##nig ad hann vard bara ad heita Eric. Eda Bruce.

Eg hitti lika ferlega skemmtilegar franskar stelpur, nokkra kanadabua, breta, einn sudur-afriskan strak og hop af norsurum. Hostel rokka.


Budapest

Jaeja, eigum viđ ađ fara ađeins yfir thetta?

18 moskítóbit - thar af 3 sykt.

Grískur róni gubbadi a buxurnar minar.

Eg var raend. Tvisvar - baedi i Sofia og a leidinni fra Alexandropolis til Thessaloniki.

Eg betladi a götunum i Beograd.

Skiptiskrifstofan sem eg notadi i Budapest (su eina sem tok serbneska dinara) svindladi a mer.

Eg var ad koma ur fyrstu sturtunni minni i viku.

Eg a engan pening.

Eg tharf ad taka lest eitthvad bara til ad geta sofid. 

Mastercard akvad ad stela af mer 5000kalli fyrir kostnadi eda einhverjum andskotanum.

Sandalarnir minir duttu i sundur og eg thurfti ad betla sko a hosteli i Beograd (einhver skildi tha eftir thar)

 Eg er med milljon blöđrur undan "nyju" skonum.

 

 

Er ekki gaman ad ferdast?!

 


Beograd - taka 2

Eg er sumse i Beograd nuna. Her er eg ekki med gistingu, svo eg tok lest i gaerkvoldi til einhvers krummaskuds og svaf thar. Thad var fint, en hvernig vaeri ad bolstra bekki a lestarstodvum?

Eg betladi mer svo pening fzrir mat, ekkert mal thad. Nuna er eg komin med 350 dinara, sem er ekki slaemt - her kostar sigarettupakkinn 60 dinara, liter af koki 70 og bjordos 50 eda svo. Maturinn er aftur a moti adeins dyrari. Eg fekk mer cevapi i gaer (einhvers konar hakkpylsur i pitubraudi med fullt af graenmeti) og thad kostadi mig heila 120 dinara. Annars allt gott ad fretta, faranlega heitt herna, allt fullt af flaekingshundum (tok eina ad mer i gaer, gaf henni pylsubita og kex og hun elti mig a rondum i tvo tima a milli thess sem hun stokk geltandi i gegnum dufnahopa) og kottum (sat med einn pinkupinkulitinn kettling i fanginu i gaer i sjalfsagt klukkutima) og finkum. Thaer eru eko ekkert hraeddar vid dufurnar, slast eins og ljon um braudmolana.

Einn borgarbui baud mer upp a bjor og sigo i gaer thar sem eg sat med "Need money for cigarettes and beer" skiltid mitt i fanginu. Vid raeddum saman tho nokkra stund, enskan hans var ekkert til ad hropa hurra fyrir, en hann stadfesti tho thad sem eg hef heyrt um Serbana - their eru med xenofobiu a hau stigi. Thad er kannske ekki skrytid ad their seu a moti Krootum eda Tyrkjum...eda Albonum, Frokkum, Bandarikjamonnum, NATO eins og thad leggur sig, Evropusambandinu, Ungverjum, Polverjum...et.c. Ekki eru their heldur hrifnir af samkynhneigdum, enda voru vidbrogdin thegar eg spurdi vidmaelanda minn  hvort hann vaeri a moti hommum hraki a jordina og "Of course".

Hann virtist tho ekki hafa neitt a moti Islendingum, sem betur fer. Thegar eg spurdi ut i ferfaettu flaekingana var svarid jafn einfalt "we had war. There are bigger problems".

 

Enn hef eg ekki verid raend, en mer skilst ad thad se nokkud algengt. Litlir strakar rolta um seljandi glingur eda svampa, og einn theirra stoppadi hja mer i gaer til ad klappa "hundinum minum". Eg sagdi ad hun heti Malka. Hann var klaeddur i rifnar bomullarstuttbuxur og skitugan t-bol. I dag sa eg hann aftur, en i thetta sinn var hann i glaenzjum gallabuxum, med fina derhufu, bakpoka og i nike-peysu. Madur tharf ad gera seg dagamun einstaka sinnum. Thessir krakkar gera rullandi bissniss, strakurinn taldi peningana sina a medan hann klappadi Molku og eg held ad hann hafi haett vel yfir 5000 kallinum - enda helt hann brosandi a brott. Svo veit madur ekkert i hvad peningarnir fara.

 

I dag breytti eg skiltinu minu i "Need money for food". Mig langar alltaf ad baeta inn K-i; Need monkey for food...en eg veit ekki hvort djokid myndi fattast.

 

Allt saemo ad fretta sumse - en reikningurinn ad nedan er enn opinn.

 

Og mamma; eg virdist ekki geta nad signali i dag, svo siminn er gagnslaus nema sem klukka. Veit ekki hvad thad er, kannske bara buid ad loka honum fzrir ad vera alltaf tomur.

 

 


Jedno pivo

Ég er í Prag. Lyklaborđiđ er ađ gera mig brjálađa, enda uppfullt af allskyns furđustöfum: ě š č ř ž ł đ og svo framvegis. Vantar bara thorn, annars er etta fínt. Sko, meira ađ segja Đ og allt.

Ég nenni ekki ađ hlađa inn myndum, svo Điđ skođiđ bara flickriđ mitt.

 

Annars allt gott ađ frétta, peningarnir mínir hafa horfiđ á dularfullan hátt. Ég gruna kommana um verknađinn. Halda sjálfsagt ađ ég kjafti frá hernađarleynarmálum ef ég verđ blönk. Ha! Aldrei!


Eftir 48 klukkustundir...

...verð ég komin í loftið til Berlínar með allt mitt hafurtask. Hafurtaskið sem um ræðir er reyndar bara einn lítill bakpoki (innihald: peysa, buxur, tveir bolir, (nátt- og djamm)kjóll, sokkabuxur, sokkar, þrjú hleðslutæki, ýmiss konar pillerí, InterRail miði og kort, handklæði og bikini), enda finnst mér hundleiðinlegt að ferðast með farangur. Farangur er réttnefni.

Í dag fór héðan annar sófasörferanna sem hafa níðst á gestrisni minni síðustu daga. Þessi heitir Joey og er furðulegur fýr. Eitt það fyrsta sem ég komst að um hann eftir að hann mætti er að hann...hann...ég þori vart að viðurkenna að slíkt fyrirbæri hafi sofið undir sama þaki og ég, étið við sama borð...faðmað mig þegar það fór! Hann kaus Bush. Spurður um ástæður slíks voðaverks var svarið einfalt...en fullkomlega óskiljanlegt; "He seemed like a nice guy". Það skal tekið fram að þessi viðbjóðslega misnotkun á kjörseðli átti sér stað árið 2004. Hefði það verið árið 2000 hefði ég getað skilið það upp að vissu marki - hann vissi ekki betur - en 2004?! 

 

A Timeline of Failure - Fyrra kjörtímabil Dubya

"He seemed like a nice guy" indeed.  

 

Ég hef verið ósköp ódugleg við að blogga, meðal annars vegna þess að ég hef verið upptekin við að vinna og plana ferðina. Önnur ástæða er sú að ég hreinlega þoli ekki svona dagbókarblogg. Ég var einusinni með slíkt blogg - mikið helvíti var það leiðinlegt.

"Ég vaknaði í dag klukkan sjö, eins og venjulega, og gerði nákvæmlega það sama og í gær."

Bleech!

Það eina sem toppar svona blogg eru fjandans sorgarbloggin.

"Í dag er ég veik. Ég gæti dáið. Ég ætla samt að hella upp á kaffi á eftir." Og kommentin eru öll á einn veg; En dugleg! Gott hjá þér! Hang in there!

Ekki vil ég hljóma harðbrjósta - þetta gerir mig bara drulluþunglynda. Þess vegna forðast ég þessi blogg eins og heitan eldinn.

 

Þriðja ástæðan fyrir bloggleysinu er sú að ég hef eytt og miklum skriftatíma í að rífast við ofurkristna trúarnöttara - eða lesa upp valda kafla úr bloggum þeirra fyrir móður mína. Svo getum við velzt um af hlátri.

Tökum sem dæmi gimpið sem heldur því fram að beikon sé svínasviti. Og að svín séu eitruð. Og að mannkynið hafi verið skapað á einum degi fyrir 6000 árum. Og að risaeðlur og menn hafi verið uppa á sama tíma. Og að eitthvað sem hann kallar "Darwinisma" sé trú á sama hátt og hans trú á ósýnilegan geimgarlakarl.

Eða náungann sem er svo mikið á móti fóstureyðingum, en neitar að svara spurningum um "jaðartilfelli". Veit hann ekki að "jaðartilfelli" eru einmitt góður mælikvarði á staðfestu og/eða skynsemi. Ef þú virkilega trúir því að fóstureyðingar séu alltaf af hinu illa, ættirðu ekki að vera í vandræðum með að verja fæðingu t.d. harlequin-barns - og ef þú ert til í að eyða því fóstri ertu greinilega ekki jafn mikill prinsíppmaður og þú vilt vera láta. Að leyfa fóstureyðingar þegar greinilegt er að bæði móðir og barn (og allir aðstandendur)  munu þjást óendanlega mikið, sýnir skynsemi. Kannske fullmikil bjartsýni hjá mér að búast við slíku frá svona náunga.

Svo er það maðurinn sem dásamar Guðinn sinn fyrir að hafa læknað dóttur hans. Hann talar um hvernig "Guð leiddi þau til læknis" sem gaf barninu lyf. Meira helvítis kjaftæðið. Ef læknavísindin bregðast, dettur þessu fólki ekki í hug að kenna "Guði" um, heldur skellir skuldinni á læknavísindin sjálf (eða Djöfulinn ef allt annað þrýtur), en ef lækning finnst er það ekki vegna læknavísindanna, áralangrar þjálfunar læknisins eða framfara í lyfjarannsóknum...nei, þá er það "Guð gerði það".

Ekki má gleyma hinni sjálfsagt indælu Vopnfirzku Hvítasunnufrú, sem skrifar langar og leiðinlegar bloggfærslur (steinar, glerhús, blablabla) um hvað Guð er mikið æði. Hann læknaði hana nefnilega af flogaveiki. Færslur hennar og athugasemdir eru iðulega ofkryddaðar allskyns glitstöfum, glottandi Jésúum og slíku stafrænu pjátri, sem eykur enn á ógleði mína.

Síðan er einhver fjöldi af bloggurum sem helst virðast þrífast á því að halelúja hverja einustu bloggfærslu sem rituð er af trúbræðrum þeirra. Þeirra rök fyrir trúnni eru einatt þau að Jésú hafi verið svo góður og trúleysingjar séu svo mikil úrhrök. Nokkrir þeirra koma þó með blessanir í lok predikananna. Það finnst mér pirrandi. Ekki held ég að þetta lið tæki því vel ef Satanisti bæði Djöfulinn að passa það í lok samtalsins. Hvað ætli það segði ef ég endaði allar færslur á því að óska þess innilega að það sæi nú hvað trúin þeirra er mikið kjaftæði?

Síðan reynir það að troða sinni persónulegu hjátrú upp á fræga trúleysingja, eða troða trúleysi í form trúarbragða. Ef trúleysi er trú, er trú líka trúleysi. Eins og einhver sagði: 

 

Við erum öll trúleysingjar þegar viðkemur langflestum guðum sem mannkynið hefur trúað á - sum okkar taka það bara einum guði lengra.

 

 

Jæja, þá er ég aldeilis búin að bæta fyrir bloggleysið með þessu sundurlausa röfli mínu.

Megi vísindin vaka yfir ykkur, og andi rökhyggjunnar leiða ykkur.

  


Your mother s****s c***ks in h*ll!

Smá sjálfsritskoðun þarna.

 

En hvers vegna er ekki löngu búið að fá hæfan særingaprest hingað til lands? Ég veit um slatta af fólki sem þyrfti að láta tékka á djöflunum sínum. Tökum t.d. hæstvirtan Bruce Bjarnason - einhverjir stríðspúkar hafa greinilega tekið sér bólfestu í hans haus. Eða Konungurinn í Svörtuloftum - frekjupúkinn situr þar á fjósbitanum - og ekki má gleyma öllum aurapúkunum og stríðnispúkunum sem hér vaða uppi.

 

Annars held ég að best væri að særa kaþólskuna úr fólki.


mbl.is Enginn særingamaður hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalag - T minus 11 days

Jæja, nú eru bara ellefu daga eftir þar til ég legg í'ann. Ef einhver er forvitinn þá er planið einhvernveginn svona;

1. júlí: Berlín

5. júlí: Prag

8. júlí: Krakow

11. júlí: Búdapest

13. júlí: Belgrad

15. júlí: Zagreb

18. júlí: Ljubljana

20. júlí: Feneyjar

21. júlí: Genúa (Cinqe Terre)

24. júlí: Nice

26. júlí: París

30. júlí: Amsterdam

11. ágúst: Vinna hefst 

 

 

 


37 hús

...standa auð í miðborginni. Hversu mörg ætli standi auð utan miðborgar, hvað þá á landsbyggðinni?

 

Þess vegna segi ég enn og aftur: Hústökulög núna!

Lægsta viðurkennda tala heimilislausra í borginni er um 50 að mig minnir. Þessir 50 kæmust þægilega fyrir í þessum 37 húsum. Ef fólki finnst ómögulegt að hafa "aumingja" eftirlitslausa þarna er hægt að græja heimsóknir frá féló. Það eina sem þyrfti að gera er að uppfylla þau skilyrði sem ég taldi til í bréfi mínu til félagsmálaráðherra:

 


1. Hafi hús staðið autt og ónotað í eitt ár (12 mánuði) eða lengur má aðili annar en eigandi setjast þar að án sérstaks leyfis.

 

2. Hústökuaðili skal skipta um lása, gera við brotnar rúður með viðeigandi hætti, greiða fyrir vatn og rafmagn sem hann kann að nota (og hugsanlega skrá lögheimili sitt í húsnæðinu). Séu þessi

skilyrði uppfyllt má eigandi ekki vísa hústakanda úr húsnæðinu án dómsúrskurðar þess efnis.

 

3. Þegar hústakandi hefur uppfyllt þau skilyrði sem nefnd eru í 2. lið skal hann tilkynna eiganda um hústökuna, sem og lögreglu, og skulu þeir aðilar (ásamt félagsráðgjafa ef svo ber við) staðfesta að húsnæði og hústakandi uppfylli skilyrðin.

 

4. Til að eigandi fái dómsúrskurð skal hann sýna fram á með fullnægjandi hætti að hann eða leiguaðilar muni nýta húsnæðið innan mánaðar, og skulu tvær vikur þess mánaðar vera "uppsagnarfrestur" hústakanda, en hinar tvær seinni nýttar til að gera úrbætur á húsnæðinu ef þess þarf.

 

5. Hústakandi má ekki vinna aðgang að húsinu með ólöglegum hætti, svo sem innbroti, en skal njóta vafans hafi skemmdir áður verið unnar á húsnæðinu án þess að sannað verði hver hafi staðið þar að verki

 


Verið velkomin!

Íslendingar hafa alltaf verið óttalega rasískir; kaninn mátti vera hér, svo lengi sem engir svertingjar voru í hópnum, við neituðum að taka á móti ofsóttum Gyðingum í stríðinu - og nú spretta rasistasamtök upp eins og gorkúlur.

Það er staðreynd að þegar efnahagsástandið versnar eiga öfgasamtök frekar upp á pallborðið hjá fólki, enda virðist það manninum eðlislægt að velja sér blóraböggul og liggja þá "utanaðkomandi" vel við höggi. Við hverfum aftur í gömlu hjarðhugsunina; hjörðina þarf að verja fyrir ókunnugum, "við" þurfum að standa saman gegn "utanaðkomandi ógn". Ef ekki er nægt kjöt fyrir hjörðina þarf að berjast fyrir því sem til er.

Fólk þarf hins vegar að átta sig á því að ástandið er ekki svona; í dag ER til nægur matur til að metta heimsbyggðina, vandinn er sá að honum er misskipt. Víst er til fátækt á Íslandi (ég hef sjálf upplifað hana) en hún er tvenns konar; hlutlæg fátækt )sem talin er fátækt vegna þess að meirihluti þjóðarinnar býr betur) og fátækt vegna misskiptingar: ef hálaunafólkið gæfi brot af sínum launum til hinna verst stöddu væri fátæktinni útrýmt á einu bretti.

Ekkert af ofantöldu er nóg til að koma í veg fyrir að við tökum á móti þeim sem eru enn verr staddir. Enginn er svo fátækur að hann hafi ekkert að gefa.


mbl.is Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 3434

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband