Færsluflokkur: Dægurmál
13.9.2010 | 12:21
Illa unnin frétt
Sá eða sú sem sá um að slá þetta kjaftæði inn á Moggavefinn (og kannske í blaðið líka?) hefði ekki þurft að leita langt til að sjá að þetta er ekki frétt. Ég fæ á tilfinninguna að Kleópatra hafi sjálf ritað fréttatilkynninguna og "blaðamaður" mbl gripið hana hráa og hent inn. Kannske er hann hræddur um að mötuneytið verði allt í einu... kokteilsósulaust (dam-dam-dam!).
Jæja, hvað um það. Eina fréttin hér er sú að starfsmaður vinsælasta fréttamiðils landsins setti frétt í loftið án þess að framkvæma lágmarks staðreyndakönnun. Annað hvort það eða viðkomandi kann ekki að gúgla. Það kann ég hins vegar.
Þegar AuthorHouse er gúglað má m.a. sjá wikipediusíðu fyrirtækisins. Þar segir:
AuthorHouse, formerly known as 1stBooks, is a self-publishing company based in the United States. AuthorHouse provides self publishing and utilizes print on demand services.
Fyrir þá sem ekki skilja þetta, má lesa sér til um þessi s.k. "self-publishing companies" eða vanity press, eins og þau eru oft kölluð:
A vanity press or vanity publisher is a publishing house that publishes books at the author's expense.
At the author's expense. Á kostnað höfundar. Á heimasíðu fyrirtækisins sjálfs má sjá að ódýrasti útgáfupakkinn kostar 600 dollara eða um 70.000 krónur. Vilji menn fara út í lúxus-harðspjaldaútgáfu með áritunarkitti og skilarétti bóksala kostar pakkinn 240.000 eða svo. Hafi hún gefið bækurnar út sem "non-fiction með markaðssetningu", stekkur verðið á ódýrasta pakkanum upp í nærri hálfa milljón.
En hvað er það svosem á móti komandi heimsfrægð og ánægjunni af því að vita að bækurnar þínar hafa verið "gefnar út" í tveimur heimsálfum...
Kleópatra gefur út í Ameríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2010 | 13:40
Hræsni?
Bæði þykjast þau Gunnar og Jónína fylgja Jesú. Gunnar fór mikinn í umræðum um nýja Biblíuþýðingu og sagði m.a. þetta:
"Hafa þessir menn vogarskálar sem vega hvað er synd og hvað er ekki synd í ljósi breytts tíðaranda? Er Biblían ekki heilög Ritning?" -Gunnar Þorsteinsson
Og í trúarjátningu Krossmanna má finna þetta:
"Við trúum því að Biblían sé innblásið orð Guðs og því óskeikult. (II. Tím 3:16).
Biblían er hið æðsta vald sem Guð hefur gefið manninum. Öll kenning, trú, von og leiðbeining verður að byggjast á og vera í samræmi við hana. Biblían á að lesast og rannsakast af öllum mönnum alls staðar og getur aðeins verið skilin til fulls af þeim sem smurðir eru Heilögum Anda. I Jóh. 2:27, II Pét. 1:20-21." -Gunnar Þorsteinsson
Það er gaman að sjá að Gunnari hefur snúist hugur. Hann getur varla enn verið á þeirri skoðun að Biblían sé heilög ritning og skilgreiningar hennar á syndum óbreytanlegar, því nú drýgir hann hór eins og ekkert sé.
"Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.' En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór." - Jesús Jósepsson (Matt. 5:31-32)
Það skyldi þó aldrei vera að Gunnar og Jónína séu búin að ákveða að þetta sé ekki synd...í ljósi breytts tíðaranda?
Ég óska þeim allrar hamingju í nýja hjónabandinu og vona að þau verði svo svakalega upptekin við að njóta þess að þau gleymi barasta öllu um detox og afhommanir og kraftaverk og kjaftæði um trúleysingja!
Jónína og Gunnar í hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
25.1.2010 | 14:10
I'm back!
Best að reyna að drita einhverju á bloggið áður en heill mánuður verður liðinn frá síðustu færslu.
Ég hef enga afsökun fyrir því að vera ekki búin að blogga, aðra en þá að vera með krónískt janúarhatur.
Hvað hefur annars gerst það sem af er árinu? Látum okkur nú sjá...
1. Janúar:
Árið hefst með hvelli þegar einhver klikkhaus sprengir sjálfan sig og hundrað aðra í loft upp í Pakistan. Gettu hverjir eru taldir bera ábyrgð á því. Auðvitað bregðast öldungar bæjarins við á rökréttan hátt: "Such attacks will only strengthen our resolve being Pashtun, revenge is the only answer to the gruesome killings," said Mushtaq Khan, 50, head of the tribal council."
2. Janúar:
Klikkhaus reynir að drepa danskan teiknara, en mistekst. Árásin er skiljanlega fordæmd. Á sama tíma eru írskir trúleysingjar að berjast gegn nýsettum lögum sem banna guðlast. Ég skal endurtaka þetta: Árið 2010 eru gildandi lög á Írlandi (er það ekki annars einhversstaðar við hliðina á Úganda?) sem banna þetta.
3. Janúar:
Ekkert sérlega merkilegt virðist hafa gerst, annað en jarðskjálfti í Tajikistan sem olli því að 20.000 manns misstu heimili sín. Þennan dag árið 1521 setti Leó X hins vegar Martein Lúther út af sakramentinu fyrir að vera óþekkur strákur, og 440 árum seinna gerði Jóhannes XXIII það sama við Fidel Castro (Pius XII var reyndar búinn að gera það sama við alla kaþólska kommúnista nokkrum árum áður, nokkuð sem hann hafði aldrei fyrir því að gera við nasista. Just sayin'.)
4. Janúar:
Forseti Suður-Afríku kvænist en brúðurin þarf að deila honum með tveimur öðrum eiginkonum. Suður-Afríkubúar eru ekki allir jafn hressir með það að forsetinn skuli stunda fjölkvæni, og telja margir að það eigi ekki heima í nútímanum. Samkvæmt hefð þurftu hinar eiginkonurnar að mæta í brúðkaupið og samþykkja ráðahaginn. Hvað í andskotanum kemur það fólki eiginlega við? Hversvegna er fjölkvæni/veri svona mikið tabú?
5. Janúar:
Yfirvöld í Íran banna landsmönnum að hafa nokkur samskipti við yfir 60 nafngreindar stofnanir, þar á meðal BBC, Yale-háskóla, Human rights watch og "British Centre for Democratic Studies", sem virðist ekki vera til. Paranoja Ahmadinejads er bráðskemmtileg séð utan frá, en Íranir eru líklega ekki sérlega hressir með hana.
6. Janúar:
Viðbjóðurinn James von Brunn drepst og er það vel. James þessi komst í fréttirnar um mitt síðasta ár þegar hann réðst inn í Helfararsafnið í Washington með riffil, myrti einn og særði annan. Lögregla fann minnisbók kauða, en þar mátti m.a. finna þetta: "You want my weapons this is how you'll get them. The Holocaust is a lie. Obama was created by Jews. Obama does what his Jew owners tell him to do. Jews captured America's money. Jews control the mass media. The 1st Amendment is abrogated henceforth...."
Sjá einnig: Pius XII, Marteinn Lúther.
7. Janúar:
Að minnsta kosti sex Koptar eru drepnir í 'drive-by' árás í Nag Hammadi í Egyptalandi. Yfirvöld segja að árásin hafi verið í hefndarskyni, en tólf ára gamalli múslimastúlku í bænum var nauðgað af kristnum manni í nóvember í fyrra. Sama dag hentu Kenýamenn nöttaranum Abdullah el-Faisal yfir til Gambíu, en þeim hafði reynst erfitt að koma honum úr landi. Það er svosem ekki skrýtið að enginn hafi viljað taka við karltuskunni, en hann sat m.a. í fangelsí Bretlandi í fjögur ár fyrir hatursáróður. Einn af þessum skemmtilegu "drepum-alla-vesturlandabúa-og-gyðinga" múslimagrínistum. Þetta eru nú meiri kallarnir. Abdullah var reyndar vísað aftur til Kenýa, en er nú loksins kominn aftur heim til Jamaica þar sem hann getur haldið áfram að deila visku sinni og mannelsku.
8. Janúar:
Pólitíkus í Úganda gubbar því loksins út úr sér að kannske sé ekki alveg bráðnauðsynlegt að drepa samkynhneigða. Annar pólitíkus er fljótur að taka það fram að fyrri pólitíkusinn tali ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Frumvarp sem lagt var fram á úganzka þinginu í október í fyrra mun, verði það samþykkt, herða refsingar við samkynhneigð og felur m.a. í sér dauðarefsingu fyrir þá sem stunda kynlíf með ólögráða einstakingi af sama kyni, HIV-smitaða og þá sem ítrekað gerast sekir um þann hræðilega glæp að vera samkynhneigður. Frumvarpið var lagt fram í kjölfar heimsóknar frá bandarískum öfgatrúðum, en þeir hafa síðan reynt að draga úr hlutverki sínu. Í dag er refsingin við samkynhneigð í Úganda allt að 14 ára fangelsi, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sú refsing verði aukin í lífstíðarfangelsi. Ég held að ég sjái galla á því plani...
Sama dag var á portúgalska þinginu lagt fram frumvarp um lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra, en frumvarpi um rétt samkynhneigðra til ættleiðingar var hafnað. Samkynhneigð hefur verið lögleg í Portúgal síðan 1982.
9. Janúar:
Egyptar neita bílalestum með hjálpargögn um aðgang að Gaza eftir vesen í kringum Viva Palestina-bílalestina. Fyrr í vikunni urðu uppþot við landamærin, og egypsk yfirvöld voru svo óhress að þau vísuðu breska þingmanninum George Galloway úr landi og bönnuðu honum að snúa aftur.
Múslimar halda áfram að ráðast á kirkjur í Malasíu, en þeir eru í frekjukasti yfir því að aðrir trúarhópar skuli voga sér að kalla sinn guð Allah líka. Þeir eru víst hræddir um að kristnir trúboðar fari að fokka í hausnum á fólki með því að segja því að 'Allah' vilji þetta og hitt, án þess að heilaþvottarþeginn fatti að þeir eru að tala um kaþólskan Allah en ekki hinn.
10. Janúar:
Íslamistasamtökin Al-Muhajiroun eru bönnuð í Bretlandi (aftur), en forystusauðir þeirra hafa verið duglegir við að dásama náungana nítján sem sáu um að framkvæma næníleven, auk þess sem meðlimir samtakanna hafa verið gripnir við að fikta með sprengiefni. Obbosí, það má ekki. Lögin sem notuð voru til að banna samtökin heita Terrorism Act 2000 og hafa m.a. verið notuð til að stöðva stórhættulega ljósmyndara, krikketleikara og fötluð börn.
11. Janúar:
Perry v. Schwarzenegger-málaferlin hefjast í Kaliforníu, en þau eiga að skera úr um hvort Proposition 8 (lagabreytingartillaga sem ógilti aftur hjónabönd samkynhneigðra) eigi rétt á sér.
Sama dag lést Miep Gies, maðurinn sem hélt hlífiskildi yfir Önnu Frank og fjölskyldu.
12. Janúar:
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að fyrrnefnd hryðjuverkalög Breta brjóti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu.
Jarðskjálftinn á Haítí:
Pat Robertson er viðbjóðslegt eintak af mannskepnu og ég sæi ekki mikið eftir honum ef hann hyrfi ofan í djúpa holu - og allir sem taka minnsta mark á honum mega fara sömu leið.
Trúboðarnir sem plöguðu Haítí forðuðu sér auðvitaðum leið og þeir gátu, sumum finnst fínt að þeir séu ekki að flækjast fyrir, en ég varð afskaplega reið. Auðvitað er áfall að lenda í svona svakalegum náttúruhamförum, en þegar fólk þykist vilja hjálpa Haítíbúum en flýr svo um leið og fólkið þarf alvöru hjálp - eitthvað annað og nauðsynlegra en bænagaul og Jesúmyndir - þá leyfi ég mér að verða reið.
Kirkjur hafa þó verið duglegar við að senda hjálpargögn: Mormónar í Bandaríkjunum, í samvinnu við íslömsk hjálparsamtök, sendu 73 tonn af tjöldum, mat, fötum og sjúkragögnum. Catholic relief services gáfu 5 milljón dollara til að byrja með. Aðventistar gáfu milljón í viðbót. Þetta er auðvitað mjög gott.
Og Vísindakirkjan sendi eitthvað fokking pakk á staðinn, því ef það er eitthvað sem er nauðsynlegt á stað þar sem allt er rjúkandi rúst eftir jarðskjálfta, tugþúsund létust og eftirlifendur þurfa mat og læknisaðstoð þá er það hópur fólks sem telur að áfallastreituröskun sé samsæri lyfjaiðnaðarins og að eina lækningin við henni sé að pota í fólk. Góð hugmynd, djöfulsins viðbjóðslegu fokking blóðsugurnar ykkar.
13. Janúar:
Ef pabbi væri ekki dauður, hefði hann sjálfsagt dottið í það í tilefni af 78 ára afmælinu sínu.
Forseti Úganda biður ríkisstjórnina um að endurskoða drepum-hommana-lögin, af ótta við að vesturlönd hætti að senda aðstoð til landsins. Hann notar tækifærið til að endurtaka ásakanir um að samkynhneigðir komi frá Evrópu til Úganda og bjóði skólakrökkum peninga fyrir að"skipta um lið". Maðurinn er klárlega fáviti.
Rottweilerinn hittir og fyrirgefur kerlingunni sem réðst á hann um jólin. Þegar Mehmet Ali Ağca reyndi að drepa Jóhannes Pál II tók það páfann tvö ár að fara og heimsækja hann og fyrirgefa honum. Ætli þeir séu með töflu uppi á vegg - skotárás: tvö ár, henda páfanum í jörðina: tvær vikur?
14. Janúar:
Fimm konur og tvö börn troðast undir og deyja á trúarhátíð við Ganges-fljótið á Indlandi, eftir að mörg hundruð manns reyna að komast um borð í sama bátinn. Ganges er talið heilagt fljót og því sækist fólk eftir því að "baða" sig upp úr þessum rennandi drullupolli. Sumir ganga svo langt að vera með smádropa (eða hugsanlega klessu) af "vatni" úr ánni, svo hægt sé að láta deyjandi fólk drekka það. Ég er reyndar ekki viss um röðina á þessu: það er alveg jafn líklegt að fólkið sé fullkomlega heilbrigt áður en það slafrar í sig sullinu.
15. Janúar:
Ekkert merkilegt í fréttum þennan daginn, annað en að 91 ár er liðið frá 'the Boston molasses disaster'. 8.700.000 lítra tankur fullur af melassa sprakk þá á óvenju heitum vetrardegi í Boston. Melassabylgjan var á milli 2,5 og 4,5 metrar á hæð og fór á allt að 56 km hraða um göturnar. Menn og dýr festust í ilmandi sykurleðjunni og drukknuðu, enda melassi seigur og þungur. Enn þann dag í dag þykjast sumir finna melassalyktina þegar sérstaklega hlýtt er í veðri.
16. Janúar:
Deilan um Allah heldur áfram í Malasíu. Kristnir skemma mosku í hefndarskyni, að því er virðist með því að henda í hana flösku, hugsanlega áfengisflösku.
Annað sem vert er að minnast á er að 80 ár voru liðin frá því að áfengisbannið í Bandaríkjunum gekk í gildi. Bannið varvið lýði til 1933, en þá áttuðu menn sig skyndilega á því að það var slæm hugmynd þar sem neðanjarðarhagkerfið blómstraði og mafíósar réðu lögum og lofum. Eins gott að við gerum ekki svona vitleysur lengur!
17. Janúar:
Íran ákveður að fresta pílagrímsferðum þar til trúarlögregla Sáda hættir að vera vond við sjíta sem koma í heimsókn til Mekka og Medína. Fyrir þá sem eru ekki klárir á muninum á sjítum og sunníum er hann í fyrsta lagi sá að sjítar trúa því að afkomendur tengdasonar Múhameðs séu guðlega skipaðir arftakar leiðtogahlutverksins á meðan sunníar trúa því að fyrstu fjórir kalífarnir hafi verið réttmætir erfingjar þess, og í öðru lagi er miklu skemmtilegra að segja shi'ite en sunni.
18. Janúar:
Íslömsku samstöðuleikunum er aflýst vegna deilna um nafnið á Persaflóa. Fleiri orð eru óþörf.
Mehmet Ali Ağca (sem, eins og áður var minnst á, mistókst að drepa JPII) er sleppt úr fangelsi. Hann telur sig sendiboða Guðs á jörðu og trúir því að heimsendir sé á næstu grösum. Það er rétt að taka fram að þarna er ég að tala um Mehmet, ekki páfann.
19. Janúar:
Hæstiréttur Bandaríkjanna snýr við ákvörðun lægra dómsstigs um að ekki eigi að taka Mumia Abu-Jamal af lífi. Þeir sumsé ákváðu að það ætti að taka hann af lífi. Hvaða tilgangi þjónar það að taka manninn af lífi? Heldur einhver að hann sé svo hættulegur samfélaginu að það bara verði að drepa hann? Mér er drullusama hvort hann drap þessa löggu eða ekki, get the fuck over it. Free Mumia!
20. Janúar:
Réttarhöld hefjast yfir blábjánanum Geert Wilders, en hann er ákærður fyrir að segja ljótt um múslima. Eins og fram hefur komið er Geert Wilders blábjáni, en hann hefur samt fullan rétt til að líkja Kóraninum við Mein Kampf og vera fordómafullur apaköttur. Það er út í hött að reyna að senda menn í fangelsi fyrir það eitt að haga sér eins og algjör Skúli og mér finnst reyndar nokkuð sniðugt hjá honum að reyna að fá Bouyeri til að bera vitni. Það breytir því ekki að hann er blábjáni - meira að segja blábjánar eiga að njóta tjáningarfrelsis.
21. Janúar:
Annar tíðindalaus dagur. Sagan er samt full af skemmtilegum hlutum. Árið 1908 var reynt að banna reykingar kvenna á almannafæri í New York, en borgarstjórinn afnam lögin tveimur vikum seinna. Þennan dag árið 1921 fæddist Howard Unruh. Svo virðist sem Howard hafi snappað pínu á meðan hann var í skotgröfunum í seinna stríði, en þegar hann kom heim hélt hann dagbók yfir allt sem hann ímyndaði sér að nágrannar hans hefðu gert honum og merkti við þá sem hann vildi hefna sín á. Og svo gerði hann það; hann kom heim og sá að nýja garðhliðinu hans hafði verið stolið, svo hann fór í sparifötin, hótaði mömmu sinni með skiptilykli, greip Lugerinn sinn og skaut 13 manns, þar á meðal þrjú börn. Hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór á svona 'killing spree'.
22. Janúar:
Annar dauður dagur. Fokkit. 1973 komst hæstiréttur Bandaríkjanna að niðurstöðu í Roe v. Wade, en niðurstaðan var í stuttu máli sú að konur hefðu rétt til fóstureyðinga og að ríkið ætti ekki að skipta sér af þeim. Norma McCorvey ("Jane Roe") átti þrjú börn, það fyrsta þegar hún var 18 ára, annað þegar hún var nítján ára (hún gaf það barn til ættleiðingar), og málið sjálft snerist um þriðju óléttuna. Þá var Norma 21 árs og fráskilin. Málaferlin drógust hins vegar á langinn og hún eignaðist barnið, sem hún gaf einnig til ættleiðingar. Hún var lengi virk í baráttu kvenna fyrir vali og gaf út ævisögu sína árið 1994, en þar kom hún m.a. út úr skápnum. Trúarnöttari að nafni Flip Benham gargaði á hana þar sem hún sat og áritaði bækur að hún bæri ábyrgð á dauða 33 milljóna barna. Hann opnaði síðan 'Operation Rescue' stofu við hliðina á 'A choice for women', læknastofunni þar sem Norma vann. Þau fóru smám saman að tala saman og einhvernveginn vann hann hana á sitt band. Hún "frelsaðist", "hætti" að vera lesbía, og fór að berjast gegn réttinum til fóstureyðinga. Hún skírðist inn í kaþólsku kirkjuna og hefur verið dugleg að vera nöttari undanfarin ár - hún var meira að segja handtekin þegar Sonia Sotomayor sór embættiseið sem hæstaréttardómari, þar sem hún og annar mótmælandi görguðu á Al Franken á meðan hann hélt ræðu.
Jæja, var þetta ekki hressandi saga? Afsakið meðan ég æli.
23. Janúar:
Nefnd á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins mælir með því að 47 fangar sem nú er haldið í Guantanamo-fangabúðunum yrði haldið þar áfram (án réttarhalda) um fyrirsjáanlega framtíð. Samkvæmt skýrslu frá nefndinni eru mennirnir hættulegir, en sönnunargögn gegn þeim myndu ekki duga til að fá þá dæmda fyrir bandarískum dómstólum. Heppilegt að geta reddað sér svona. Bandaríska réttarkerfið er ekki fullkomið, en undir því áttu a.m.k. rétt á því að vita fyrir hvað þú ert ákærður, þú átt rétt á lögfræðingi og þú átt rétt á réttarhöldum. Það er náttúrulega ekki hægt að leyfa einhverjum stórhættulegum terroristum að njóta vafans. "Saklaus þar til sekt er sönnuð" á greinilega bara við um suma.
Obama ætlaði reyndar að vera búinn að loka Guantanamo núna, en pappírsvinnan er víst hrikaleg. Nefndin flokkaði fangana í þrjá hópa; 35 fanga mun vera hægt að senda fyrir dómstól eða herdómstól og 110 má bara sleppa (hvað voru þeir þá að gera þarna?), auk þeirra 47 sem á að halda föngnum án dóms og laga. Og hvers vegna er ekki hægt að nota sönnunargögn gegn þessum stórhættlegu mönnum fyrir bandarískum dómstólum? Jú, játningar eða vitnisburðir sem fást með pyntingum eru ekki gildir. Úps.
24. Janúar:
Létt popp í lokin? Black Eyed Peas fengu afhent verðlaun sem besta erlenda hljómsveitin á NRJ tónlistarverðlaununum í Cannes í Frakklandi. Vandamálið var bara að sveitin vann alls ekki. Þýska hljómsveitin Tokio Hotel átti að hljóta verðlaunin, en kynnirinn ruglaðist á línum og las upp rangt nafn. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að svipuð mistök áttu sér stað fyrir ári síðan, en þá fékk Katy Perry óvart afhent verðlaun fyrir besta erlenda lagið, en Rihanna átti að hljóta þau. Þessir Frakkar. Zey are crazy, non?
Og við höldum okkur við tónlistina, því tveir merkismenn eiga afmæli í dag: þýski sérvitringurinn Klaus Nomi, sem hefði orðið 66 ára, og vanmetni snillingurinn Warren Zevon, sem hefði orðið 63 ára.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Jæja, þetta er nú meira helvítis kjaftæðið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2009 | 02:07
Lalalalaguðlalanasistartrallalala...
Ég viðurkenni það fúslega að þó ég sé bæði trúlaus og andsnúin þjóðernishyggju, þá innihalda nokkur af mínum uppáhaldslögum trúarleg eða þjóðernisleg þemu. Sem dæmi má nefna America the Beautiful og Battle Hymn of the Republic, sérstaklega í þeim útgáfum sem ég vísa á.
America the Beautiful er auðvitað óttalegt þjóðrembuljóð, og að auki hálfkrípí að hlusta á þessa útgáfu, sem var tekin upp til styrktar fórnarlömbum næníleven, í ljósi þess sem ríkisstjórnin kom í gegn í skjóli hryðjuverkanna. Ljóðið er hins vegar fallegt þrátt fyrir það: línan "and crown thy good with brotherhood from sea to shining sea" fær mig alltaf til að tárast. Kannske er það vegna þeirra hugsjóna hinna tiltölulega ungu Ammríku sem koma fram í ljóðinu: frelsi, jafnrétti, bræðralag (enda ammríska byltingin innblásin af þeirri frönsku). Lokalína annars vers sýnir þetta: "confirm thy soul in self-control, thy liberty in law".
Battle Hymn of the Republic er eilítið öðruvísi. Það ljóð var upphaflega samið sem baráttusöngur gegn þrælahaldi. Í dag er lagið leikið sem lokalag á landsfundum repúblikana*. Það er í raun mun meira trúarljóð en ættjarðarljóð, sérstaklega í upprunalegri útgáfu, en hún inniheldur t.d. þetta vers:
"I have read a fiery gospel writ in burnished rows of steel:
"As ye deal with my condemners, so with you my grace shall deal;
Let the Hero, born of woman, crush the serpent with his heel,
Since God is marching on."
Ég er líklega bara veik fyrir lögum sem sungin eru af krafti og sannfæringu, sama hvert innihaldið er. Ég hef stundum grínast með það að hefði ég verið uppi á tímum Þriðja Ríkisins hefði ég sjálfsagt verið hinn ágætasti nasisti, enda Horst Wessel Lied og Danubia flott lög - svo voru marsarnir nokkuð djollí.
Þeim örfáu lesendum sem nenna öðru en að rífast um íslam er velkomið að svara spurningunni
Eru einhver lög sem hafa sterk áhrif á þig þó þú sért ósammála skilaboðum textans, saga lags eða ljóðs sé 'óþægileg', eða þér þyki höfundurinn óviðkunnanlegur af einhverjum ástæðum?
*Ég veit að Lincoln var repúblikani. Nútíma repúblikanar virðast hins vegar margir hverjir hafa gleymt því. Kaldhæðnislegra er þó að heyra harða repúblikana syngja fyrra ljóðið, þar sem margir þeirra myndu vilja neita höfundinum um mannréttindi í dag.
18.8.2009 | 22:05
Hvernig á að banna búrkuna?
Ég er með spurningu til ykkar sem endilega viljið banna búrku/niqab; hver eiga viðurlögin við brotum á banninu að vera?
Þið segið að búrkan sé notuð til að kúga konur. Er þá réttlátt að refsa þeim fyrir að vera kúgaðar?
Þið segið að konur geti ekki mögulega valið þetta sjálfar, svo rökrétt væri að refsa þeim sem neyðir hana til að bera klæðin. Hvernig ætlið þið að sanna þann glæp? Ef konan sjálf heldur því fram að hún velji að bera niqab, ætlið þið þá að segja henni að hún geti ekki haft það val, hún sé bara heilaþvegin? Goð hugmynd: fátt sem eykur sjálfstraust kúgaðra kvenna meira en að segja henni að orð hennar séu ómarktæk af því að hún er bara (múslima)kona!
Þær konur sem raunverulega búa við það að vilja/mega ekki sýna andlit sitt á almannafæri nota niqab sem einskonar "ferðaheimili". Ef ekki er fyrir þessa ímynduðu "vörn" gegn öðru fólki, er hætta á að konan velji/sé neydd til að halda sig alveg innan veggja heimilisins. Ekki hjálpar það kúgaðri konu.
Ég er ekki viss um að þið hafið hugsað þetta nógu vel. Endilega segið mér hvernig á að framfylgja svona búrkubanni, ég sé það ekki alveg.
Ég er fylgjandi því að konur hafi fullt frelsi til að klæða sig eins og þær vilja, hvort sem þær vilja hylja sig frá toppi til táar eða ganga um naktar (en það er efni í annað blogg) eða eitthvað þar á milli. Þú verndar ekki einstaklingsfrelsið með því að hefta frelsi einstaklingsins. Svo ég tönnlist nú á þessu hérna líka:
Þú verndar ekki rétt kvenna til fóstureyðinga með því að banna barneignir. Þú verndar ekki rétt til vinnu með því að neyða fólk til starfa. Þú verndar ekki málfrelsið með því að banna ákveðin orð, eða hugsanafrelsi með því að banna ákveðnar skoðanir. Þú verndar ekki trúfrelsi með því að banna ákveðna trú.
Lögin banna nú þegar kúgun og nauðung. Að búa til sérstök búrkulög er óþarft, auk þess sem slik lög myndu hugsanlega stangast á við stjórnarskrána.
Að hjálpa þeim konum sem raunverulega eru kúgaðar, hvort sem er vegna trúarbragða eða annars, er verðugt verkefni. Rétta leiðin til þess er hinsvegar ekki sú að banna ákveðinn klæðnað eða hegðun, svo lengi sem viðkomandi gengur ekki á rétt annarra. Með því að auka menntun og félagslegan stuðning við konur (og reyndar alla) sem eru í áhættuhópi, t.d. vegna trúar (eða vegna þess að viðkomandi er nýfluttur til landsins, þekkir engan og á því ekki jafn víðtækt tengslanet og aðrir, og aðhyllist auk þess trú þar sem kúgun kvenna er alltof algeng) er hægt að ná mun betri árangri en með því að gera viðkomandi að glæpamanni.
Ég mæli svo með því að þið lesið þessa grein.
Danir deila um búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.11.2010 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (254)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar