Færsluflokkur: Lífstíll
17.2.2010 | 01:22
...!
Það er ótrúlegt hvað sumt fólk er hrætt við að heyra skoðanir sem stangast á við þeirra eigin. Hvernig ætli sé að vera svo hræddur við orð á tölvuskjá að þú lokir fyrir komment við bloggfærslu, eingöngu af ótta við að fólk gæti sagt eitthvað þar sem þér líkar ekki? Hvernig ætli sé að finna hjá sér óstjórnlega þörf til að eyða út kommentum sem komin eru, bara vegna þess að þú ert heigull?
Þetta þykir mér merkileg hegðan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2009 | 18:51
Jón Valur og lösnu lesbíurnar
Nú eru komin rúm tvö ár síðan ég sá Jón Val Jensson fyrst halda því fram að einhverjir sjúkdómar væru til sem leggðust fremur á lesbíur en annað fólk. Það var í umræðum hér, nánar tiltekið í innleggi númer 57. Hann er þar að svara þessum orðum Svans Sigurbjörnssonar læknis:
"Hugsanlega eru óvarin mök karlkyns samkynhneigðra heilsufarslega áhættusamari en óvarin mök gagnkynhneigðra, en óvarin mök lesbia eru trúlega áhættuminnst. Það er því ekki hægt að álasa samkynhneigð vegna áhættu, enda hafi samkynhneigðir sömu möguleika og aðrir til að verja sig."
Jón Valur svarar svo:
"Orð Svans um heilsufarsmálin, t.a.m. lesbíanna, bera með sér, að hann hafi ekki kynnt sér þau mál mjög náið, jafnvel þótt læknir sé."
Því miður spurði enginn nánar út í þessa staðhæfingu lesbíusérfræðingsins, en það hefði svosem líklega ekki haft mikið upp á sig hvort eð er. Jón á það nefnilega til að vera alveg svakalega upptekinn þegar hann hefur engin svör.
Það er einmitt það sem gerðist hér, en þar spurði ég Jón í fyrsta skipti um nánari útlistun á þessum meintu heilsufarsvandamálum lesbía og fékk þetta svar:
"Tinna Gígja spurði hér kl. 19.31: "Hvaða sérstaka áhætta fylgir annars kynlífi lesbía sem ekki fylgir kynlífi karls og konu?" Svör getur hún fundið í ýmsum framlögðum gögnum í eftirmálsgrein [30] á þessari mikilvægu vefsíðu minni (fullri af heimildum)."
Ég smellti að sjálfsögðu á hlekkinn, en í eftirmálsgrein 30 var ekkert svar að finna. Lesendur geta sannreynt það sjálfir. Neðanmálsgreinin fjallar um HIV-smit, og eru þar tilteknar einhverjar prósentutölur yfir lesbíur sem hafa stundað kynmök með karlmönnum. Ég umorðaði því spurninguna í von um betra svar:
"Já, þetta er sérlega fróðlegt. Kemur málinu ekki við, en fróðlegt. Spurning mín var illa orðuð. Betra hefði verið að spyrja "Hvaða sérstaka áhætta fylgir kynlífi tveggja kvenna?" Þ.e.a.s. hvað gerir kynlíf kvenna sem eingöngu stunda kynlíf með öðrum konum líkamlega hættulegra en kynlíf kvenna sem stunda (einnig) kynlíf með körlum?"
Jón Valur þrjóskaðist við:
"Takk fyrir svarið, Tinna. En vissulega kemur þetta málinu við, sem finna má á þessum tilvísaða stað. Ég geymi mér til morguns að svara nýrri spurningu þinni, en veit þó af svörum."
Ég innti hann síðan eftir svörum daginn eftir, en fékk auðvitað hið klassíska Jóns-Vals-svar:
"Tinna, ég hef haft nóg að gera í dag og var búinn að gleyma þessu. Nú er nýtt á dagskránni."
Enn var Jón upptekinn þegar ég spurði hann hér í umræðum um lesbískan biskup í Svíþjóð:
"Lesbíusjúkdómar voru ekki til umræðu hér, og ég er að sinna öðru."
Hér reyndi Jón að afvegaleiða umræðu um dauðarefsingar með því að fara að rífast um mína afstöðu til fóstureyðinga, svo ég notaði tækifærið til að spyrja enn á ný. Jón var ekki hress með það:
"Tinna, þú forðast umræðuefnið hér, getur ekki svarað mér um afstöðu þína til ófæddu barnanna. Ætlarðu að segja, að þú eigir þér enga vörn að þetta sé bara nánast eins og hatur í verki? PS. Lesbíur eru hér ekki umræðuefnið!"
Ég svaraði honum:
"Nú voru lesbíur umræðuefnið á síðunni þinni fyrir stuttu, en þar neitaðirðu líka að svara. Ég hélt að þú hefðir kannske loksins tíma til að svara hér. Það er greinilegt að þú varst að ljúga þegar þú sagðist geta nefnt dæmi um sjúkdóma sem herja frekar á lesbíur en aðra."
Og fékk þetta undanskot til baka:
"Tinna, ég get alveg "nefnt dæmi um sjúkdóma sem herja frekar á lesbíur en aðra," en nú yrði ég að grafa það upp með erfiðismunum og tímaeyðslu sem ég hef ekki ráð á núna, en uppfylli þessa ósk þína síðar."
Nú síðast spurði ég hann hér, en hann kaus að hundsa mig algjörlega.
Því sé ég mér ekki annað fært en að birta þessa áskorun hér og nú, á mínu eigin bloggi, þó ég geri mér svosem engar vonir um að Jón bregðist við, enda vill hann ekki viðurkenna að hann hafi engin svör. Hann var klárlega að ljúga þegar hann sagðist geta nefnt "lesbíusjúkdóma", rétt eins og hann hefur logið síðan til að koma sér undan því að viðurkenna fyrstu lygina.
Jón Valur!
Segðu okkur hvaða smitsjúkdómar það eru sem herja fremur á lesbíur* en annað fólk! Hvað hefur þú fyrir þér í því að kynmök lesbía séu ekki áhættuminni en kynmök fólks af gagnstæðu kyni?
*Lesbíur þýðir hér konur sem eingöngu stunda kynlíf með öðrum konum, en ekki með körlum. Því miður virðist þurfa að útskýra hugtakið fyrir sjálfum lesbíusjúkdómasérfræðingnum.
Lífstíll | Breytt 15.10.2011 kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar