Jón Valur og lösnu lesbíurnar

Nú eru komin rúm tvö ár síðan ég sá Jón Val Jensson fyrst halda því fram að einhverjir sjúkdómar væru til sem leggðust fremur á lesbíur en annað fólk. Það var í umræðum hér, nánar tiltekið í innleggi númer 57. Hann er þar að svara þessum orðum Svans Sigurbjörnssonar læknis:

 

 "Hugsanlega eru óvarin mök karlkyns samkynhneigðra heilsufarslega áhættusamari en óvarin mök gagnkynhneigðra, en óvarin mök lesbia eru trúlega áhættuminnst. Það er því ekki hægt að álasa samkynhneigð vegna áhættu, enda hafi samkynhneigðir sömu möguleika og aðrir til að verja sig."

 

Jón Valur svarar svo:

 

 "Orð Svans um heilsufarsmálin, t.a.m. lesbíanna, bera með sér, að hann hafi ekki kynnt sér þau mál mjög náið, jafnvel þótt læknir sé."

 

 

Því miður spurði enginn nánar út í þessa staðhæfingu lesbíusérfræðingsins, en það hefði svosem líklega ekki haft mikið upp á sig hvort eð er. Jón á það nefnilega til að vera alveg svakalega upptekinn þegar hann hefur engin svör.

Það er einmitt það sem gerðist hér, en þar spurði ég Jón í fyrsta skipti um nánari útlistun á þessum meintu heilsufarsvandamálum lesbía og fékk þetta svar:

 

 "Tinna Gígja spurði hér kl. 19.31: "Hvaða sérstaka áhætta fylgir annars kynlífi lesbía sem ekki fylgir kynlífi karls og konu?" Svör getur hún fundið í ýmsum framlögðum gögnum í eftirmálsgrein [30] á þessari mikilvægu vefsíðu minni (fullri af heimildum)."

 

Ég smellti að sjálfsögðu á hlekkinn, en í eftirmálsgrein 30 var ekkert svar að finna. Lesendur geta sannreynt það sjálfir. Neðanmálsgreinin fjallar um HIV-smit, og eru þar tilteknar einhverjar prósentutölur yfir lesbíur sem hafa stundað kynmök með karlmönnum. Ég umorðaði því spurninguna í von um betra svar:

 

"Já, þetta er sérlega fróðlegt. Kemur málinu ekki við, en fróðlegt. Spurning mín var illa orðuð. Betra hefði verið að spyrja "Hvaða sérstaka áhætta fylgir kynlífi tveggja kvenna?" Þ.e.a.s. hvað gerir kynlíf kvenna sem eingöngu stunda kynlíf með öðrum konum líkamlega hættulegra en kynlíf kvenna sem stunda (einnig) kynlíf með körlum?"

 

Jón Valur þrjóskaðist við: 

 

"Takk fyrir svarið, Tinna. En vissulega kemur þetta málinu við, sem finna má á þessum tilvísaða stað. Ég geymi mér til morguns að svara nýrri spurningu þinni, en veit þó af svörum." 

 

Ég innti hann síðan eftir svörum daginn eftir, en fékk auðvitað hið klassíska Jóns-Vals-svar:

 

"Tinna, ég hef haft nóg að gera í dag og var búinn að gleyma þessu. Nú er nýtt á dagskránni."
 

 

Enn var Jón upptekinn þegar ég spurði hann hér í umræðum um lesbískan biskup í Svíþjóð:

 

"Lesbíusjúkdómar voru ekki til umræðu hér, og ég er að sinna öðru."

 

Hér reyndi Jón að afvegaleiða umræðu um dauðarefsingar með því að fara að rífast um mína afstöðu til fóstureyðinga, svo ég notaði tækifærið til að spyrja enn á ný. Jón var ekki hress með það:

 

"Tinna, þú forðast umræðuefnið hér, getur ekki svarað mér um afstöðu þína til ófæddu barnanna. Ætlarðu að segja, að þú eigir þér enga vörn – að þetta sé bara nánast eins og hatur í verki? PS. Lesbíur eru hér ekki umræðuefnið!"

 

Ég svaraði honum:

 

  "Nú voru lesbíur umræðuefnið á síðunni þinni fyrir stuttu, en þar neitaðirðu líka að svara. Ég hélt að þú hefðir kannske loksins tíma til að svara hér. Það er greinilegt að þú varst að ljúga þegar þú sagðist geta nefnt dæmi um sjúkdóma sem herja frekar á lesbíur en aðra."

 

Og fékk þetta undanskot til baka:

 

"Tinna, ég get alveg "nefnt dæmi um sjúkdóma sem herja frekar á lesbíur en aðra," en nú yrði ég að grafa það upp með erfiðismunum og tímaeyðslu sem ég hef ekki ráð á núna, en uppfylli þessa ósk þína síðar."

 

Nú síðast spurði ég hann hér, en hann kaus að hundsa mig algjörlega.

 

Því sé ég mér ekki annað fært en að birta þessa áskorun hér og nú, á mínu eigin bloggi, þó ég geri mér svosem engar vonir um að Jón bregðist við, enda vill hann ekki viðurkenna að hann hafi engin svör. Hann var klárlega að ljúga þegar hann sagðist geta nefnt "lesbíusjúkdóma", rétt eins og hann hefur logið síðan til að koma sér undan því að viðurkenna fyrstu lygina.

 

 

Jón Valur!

Segðu okkur hvaða smitsjúkdómar það eru sem herja fremur á lesbíur* en annað fólk! Hvað hefur þú fyrir þér í því að kynmök lesbía séu ekki áhættuminni en kynmök fólks af gagnstæðu kyni? 

 

 

*Lesbíur þýðir hér konur sem eingöngu stunda kynlíf með öðrum konum, en ekki með körlum. Því miður virðist þurfa að útskýra hugtakið fyrir sjálfum lesbíusjúkdómasérfræðingnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Góð fröken Gígja.

Svona óheiðarleika þarf vitaskuld að svara fullum hálsi. En þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Jón Valur lætur undir höfuð leggjast að svara fyrir trúarkreddutengda bullið sitt. Svona menn vilja ekkert skoða eigin fullyrðingar í kjölinn, það yrði banabiti fyrir sjálfsblekkinguna alla.

Kristinn Theódórsson, 1.12.2009 kl. 19:21

2 identicon

Já ég hef séð hann nokkrum sinnum tala um þessa meintu lesbíusjúkdóma. Hef átt erfitt með að átta mig á hvað hann er að meina. En ég er viss um að JVJ getur skýrt það út fyrir okkur og örugglega vitnað í einhverja bók sem hann hefur eitthvertímann lesið.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:27

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

JVJ hefur væntanlega sína kynferðisvitneskju úr einhverri fræðibók, gefna úr árið 1917

Brjánn Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 19:41

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Það eru til heimildir um þetta mál, Tinna, og þú færð að sjá þær."

segir Jón á öðrum þræði. Ég bíð spennt.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.12.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Arnar

Það er ótrúlegt hvað maðurinn er upptekin við að svara ekki spurningum sem hann veit að svör hans gætu verið óþægileg.. ef þau eru til yfir höfuð.

Í einhverri umræðu, man ekki hvar, þar sem samkynhneigð var til umræðu spurði ég hann beint út hvort hann héldi að samkynhneigð væri smitandi.  Hann svaraði því aldrei.

Og svo nýlega í umræðum um dauðarefsingar hjá Mofa var kallinn algerlega búinn að mála sig út í horn, þá var hann alveg alltof upptekin til að geta svarað einfaldlega 'já' eða 'nei' en hafði alveg nógan tíma til þess að skrifa í mörgum örðum um það hversu upptekin maður hann væri og mætti ekkert vera að þessu.

Arnar, 2.12.2009 kl. 09:16

6 Smámynd: Arnar

JVJ hefur væntanlega sína kynferðisvitneskju úr einhverri fræðibók, gefna úr árið 1917

JVJ hefur væntanlega sína kynferðisvitneskju úr einhverri skáldsögu, gefna út c.a. árið 382.

Amk. er viðhorf hans til samkynhneigðar byggt á þeirri bók.  Sem er reyndar skemmtilegt í samhengi með nýlegri grein á Visindin.is sem ég las í morgun: Trúað fólk telur sína skoðun vera skoðun guðs.

Arnar, 2.12.2009 kl. 09:23

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Flott Tinna

Svona á að fylgja málum eftir. Glæsilega gert! 

Arnar Pálsson, 2.12.2009 kl. 17:42

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það stenzt það allt saman, sem ég sagði um heilsufarsáhættu lesbíanna, a.m.k. stórs hluta þeirra, en ég hef bara ekki gefið mér tíma til að grafa aftur upp þær traustu, læknisfræðilegu heimildir, sem ég var þar að vísa til. Tinna fær sín svör, þótt síðar verði, en ég hef annað að gera nú um stundir en að sinna hennar óskum. Ég skora hins vegar á hana að halda umræðuslóð sinni opinni, svo að ég geti svarað henni og ýmsum vitleysum í innleggjunum hér. Arnari get ég sagt það, sem ég hef sagt og skrifað áður, að ég álít samkynhneigð ekki smitandi.

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 13:13

9 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, ég hef heyrt þetta svar áður, Jón Valur. Reyndar virðist þetta vera þitt eina svar. Ég stórefast um að þú getir bent á nokkrar "traustar læknisfræðilegar heimildir" sem renna stoðum undir þessa furðulegu staðhæfingu þína.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.12.2009 kl. 00:57

10 Smámynd: Óli Jón

Ég leyfi mér að benda á eftirfarandi ummæli Jóns Vals sem hann setti inn sem athugasemd hjá mér fyrir tæpum fimm mánuðum síðan:

Ég hef haft gríðarmargt áríðandi að gera, Óli Jón, en get gatt þig með því, að ég hef nú í sumar fundið gögnin sem ég ætlaði að koma á framfæri um heilsufar lesbía. Ég fagna því, að Tinna hafi síðu sína opna, og mun ræða þar málið.
Jón Valur Jensson, 3.9.2012 kl. 11:46

Mánuðir og ár líða án þess að nokkuð gerist.

Óli Jón, 9.1.2013 kl. 03:16

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tinna lestu þetta: Aukin sjúkdómatíðni samkynhneigðra er viðurkennd af íslenzkum heimilislækni (Vali Helga Kristinssyni), sem var m.a.s. einn ræðumanna á ráðstefnu á vegum samkynhneigðra á Akureyri 8. apríl 2005 ( http://www.simnet.is/nn/hverersaveggur.html ), en þar kom þetta m.a. fram (í úrdrætti úr erindi hans): "Valur nefndi ýmsa sjúkdóma og vandamál sem hommar og lesbíur ættu við að stríða og þyrftu að vera á varðbergi, jafnvel umfram aðra, en sókn þeirra til heilbrigðisstéttanna væri því miður minni en æskilegt væri." (Feitletrun JVJ.)

En mun fleiri heimildir eru um þetta erlendis.

Jón Valur Jensson, 8.6.2014 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 2986

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband