Færsluflokkur: Heimspeki

Er Jón Valur Jensson óheiðarlegur, huglaus, eða hvort tveggja?

Fyrr í dag setti ég inn athugasemd við færslu Jóns, Engar trúar- né siðferðislegar varnir hjá þingmönnum – ekki einn þorði að andmæla hjónabandi samkynhneigðra!

Athugasemdin birtist næst á undan athugasemd Kristins Ásgrímssonar klukkan 16:04 í dag, 11. júní.

 

Jón eyddi að sjálfsögðu athugasemdinni, enda ragur við að takast á við þau föstu og sterku rök (svo eftirlætisfrasar hans sjálfs séu notaðir) sem ég setti þar fram. Í innlegginu var hvorki að finna dónaskap né nokkuð sem túlka mætti sem "guðlast", en þrátt fyrir það eyddi Jón innlegginu og bannaði mér að gera athugasemdir. 

Ég skora á Jón Val hér, þar sem hann bannar mér að gera það við umrædda færslu, að birta athugasemdina sem ég gerði, annað hvort við þá færslu eða þessa. Jafnvel þó honum hafi fundist eitthvað í athugasemdinni lasta guð hans, ætti hann þó að sjá sér fært að birta hana hér. 

 

 

Því miður klikkaði ég á því að vista athugasemdina (sem ég geri þó oftast, enda viðbúin viðurstyggilegum heigulshætti Jóns) og man hana ekki svo glöggt sem stendur. Eftir því sem mig minnir snérist hún m.a. um það að Jón, verandi kaþólikki, hefði engra hagsmuna að gæta innan ríkiskirkjunnar, enda aðhylltist hún villutrú samkvæmt andlegum leiðtoga Jóns sjálfs. Að auki getur verið að ég hafi minnst á að hér væri engum þröngvað til að gefa saman pör sem ekki eru guði Jóns þóknanleg.

 

 

Ég skora aftur á Jón að birta athugasemd mína - hér, á síðu hans sjálfs, eða með því að senda mér einkaskilaboð - og aflétta banninu sem hann hefur sett á mig, enda hef ég ekki sagt neitt sem brýtur í bága við þá skýru skilmála sem hann setur athugasemdagerðarmönnum:

Nafnlausar athugasemdir ókunnra manna eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, einnig dónalegar eða óheflaðar persónuárásir. Guðlasti verður útrýmt, sem og árásum gegn lífsrétti ófæddra barna og landráðahugmyndum. Innlegg fjalli um mál viðkomandi vefsíðu.

 

Vilji Jón ekki verða þekktur sem heigull, og þar að auki óheiðarlegur, mun hann án efa verða við þessarri einföldu bón.

 


Kraftaverk - Guð drepur 103!

Sumir eiga erfitt með að sætta sig við tilvist tilviljana. Þegar þeir verða vitni að ótrúlegum tilviljunum garga þeir strax á aðrar útskýringar. Þá er nú gott að geta gripið til yfirnáttúru og ævintýra:

 

 Hvílíkt kraftaverk! Þarna stóð Guð sig nú aldeilis vel; almáttugur, alvitur og algóður og með innan við 1% árangur í þessu tilfelli. Bravó.

 

Hvaða bull - auðvitað getur það ekki verið. Alvitur, almáttugur og algóður Guð færi ekki að leyfa 103 saklausum manneskjum að deyja í hræðilegu flugslysi. En bíddu... þetta hefur allt verið hluti af áætlun Guðs! Líklega voru þessir 103 ekki Guði þóknanlegir. Þeir hafa ekki átt skilið að bjargast. A.m.k. fannst Guði það ekki, og hann veit alltaf best, ekki satt?

 

En svona er ljótt að segja. Svona má ekki segja. Við eigum að sjá "kraftaverk", hrópa húrra fyrir því og gleyma restinni. 

 

Nei, þetta virkar ekki svona. Það er ekki hægt að segja að björgun drengsins - eins frábær og ótrúleg og hún var - sé kraftaverk, án þess að samþykkja annaðhvort að hinir 103 hafi átt skilið að deyja, eða að Guð sé dálítill skíthæll. 

 

Nema auðvitað að Guð sé ekki til (ellegar deískur) og hér hafi því ekki verið um guðlegt inngrip að ræða, heldur - í grunninn - tilviljun. Það er engin ástæða til að panika - vilji menn þakka einhverjum lífsbjörg drengsins er hægt að velja á milli björgunarfólks, lækna, hjúkrunarfólks... það er nóg af fólki sem framkvæmir ótrúlega hluti á hverjum degi, ekki fyrir tilviljun, ekki vegna þess að Guð "vinnur í gegnum það" heldur vegna þess að það vill það. Er það ekki fallegra, betra og merkilegra en að segja að ímyndaður Súpermann hafi bjargað þessum eina dreng?

 

 

Ég vona að drengurinn jafni sig, þó það gæti tekið langan tíma, og ég vona svo sannarlega að enginn reyni að telja honum trú um að hann hafi bjargast vegna Guðlegs inngrips. Þá held ég að það sé betra að sætta sig við tilviljanirnar og þakka þeim sem raunverulega hjálpuðu.

 


mbl.is Björgun drengs sögð kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing

Segjum að ég ræni manni. Ég vel hann af handahófi, kippi honum inn í bíl og ek með hann út í sveit, þar sem ég á lítinn kofa. Þetta er nokkuð afskekkt, svo lítil hætta er á að einhver eigi leið hjá af tilviljun og bjargi manngreyinu. Ég er svosem ekkert vond við hann - hann fær nóg að borða, hann er með lesefni og sjónvarp sér til dægrastyttingar, hann fær meira að segja að senda bréf heim...ritskoðuð að sjálfsögðu. Skiljanlega get ég ekki leyft honum að hringja eða nota tölvu, en hann má skreppa út á skikann sem ég girti af með rafmagnsgirðingu og gaddavír eins og einu sinni á dag í klukkutíma í senn. Ekki má láta hann drepast úr hreyfingarleysi. Ég held manninum þarna í heilt ár, án tiltakandi vandræða (fyrir mig a.m.k.) en þá gerist hið ólíklega og einhver finnur okkur. Ég er að sjálfsögðu dregin fyrir rétt og kærð fyrir frelsissviptingu eða hvað það nú er sem fólk yrði kært fyrir í svona máli.

 

Spurningin er: hver er hæfileg refsing fyrr þennan glæp?

Ef ég hefði lokað manninn inni með hópi annarra manna og þeir beittu hann ofbeldi, andlegu eða líkamlegu, hver væri þá viðeigandi refsing? 

Ef ég hefði sleppt manninum að eigin frumkvæði, ætti það að hafa einhver áhrif?

 

En ef ég væri dómari sem hefði dæmt mann til refsivistar vitandi það að hann væri saklaus?


Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 3308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband