4.4.2010 | 16:28
Lesbíusjúkdómar Jón Vals
Ég gef Jóni hér með tækifæri til að koma á framfæri þeim "traustu læknifræðilegu heimildum" sem hann talaði um fyrir jól.
Jón er strangheiðarlegur maður og færi varla að ljúga til um slíkar heimildir, en ég skil vel að einörð barátta hans gegn pólitískum og andlegum villutrúarmönnum sé tímafrek - þetta er jú fjandi stór hópur. Undanfarna daga hefur Jón svo varla haft við að verja brúði Krists fyrir árásum illskeyttra hatursmanna Páfagarðs, sem nú vilja hafa af vesalings prestunum þeirra einu skemmtun.
Þrátt fyrir þessar annir þætti mér vænt um að Jón tæki sér nokkrar mínútur í að grafa upp þessar traustu læknisfræðilegu heimildir fyrir okkur hin.
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var mergjuð lesning. Af hverju ekki bara að svara heiðarlega, "ég var bara í rugli"
Finnur Bárðarson, 4.4.2010 kl. 16:50
Ég hef enga trú á öðru en að fræðimaðurinn mikli muni svara þessu erindi þínu unga dama. Sjálfur er ég nokkuð forvitinn að heyra nánar um þetta.
Sigurður Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 16:56
Er Jón Valur ekki haldinn sama sjúkdómi og Gunnar í krossinum?
Hamarinn, 4.4.2010 kl. 17:06
Já, ég bíð líka spenntur, hann vill ekki svara á páskadag, en það hlýtur þá að koma á morgun.
Valgarður Guðjónsson, 4.4.2010 kl. 17:26
Ég efa það að hinn staðfasti menntamaður Jón Valur Jensson láti frenju þessa eiga nokkuð inni hjá sér. Mig rekur ekki minni til þess að sá ágæti maður hafi borið skarðan hlut frá borði í nokkurri rökræðu.
Sigurður Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 18:58
Hólmdís Hjartardóttir, 4.4.2010 kl. 19:12
Ég held nú bara að hér sé bloggheimur og íslenska þjóðin að verða vitni að miklu undri.
Undrið er raunveruleg EFTIRSPURN eftir skoðunum Jóns Vals Jenssonar.
marco (að handan) (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 23:08
Tinna mín kær...hann er rökþrota vesalingur blessaður álfurinn, svo það eru minni en engar líkur á að hann geti stutt þetta raus sitt með öðru en meira innantómu þvaðri.
JVJ er eitt það alskemmtilegasta ofstækiskvikindi sem hefur nokkurntíma skriðið undan grjóti...fræði- og sundáhugamaður, djúpvitur ættfræðispekúlant og trúhollur svo að það nær langt út fyrir allan þjófabálk...en ég er samt ekki viss um að vit hans nái mikið útfyrir sundskýluna...
En hafðu hrós fyrir að veita honum engan frið.
Haraldur Davíðsson, 5.4.2010 kl. 01:29
Marco, í fyrsta sinn get ég hlegið að orðum þínum..hehe
Haraldur Davíðsson, 5.4.2010 kl. 01:30
JVJ staðfasstur menntamaður... rite: Hann er fullorðin maður sem trúir á galdrabók og galdrakarl... hann sér ekkert að því per se að kirkjn hans hafi nauðgað þúsundum bara, bara á írlandi eru þau amk 15 þúsund...
JVJ er ekki menntamaður, hann er ruglukollur með miklar ranghugmyndir um hvað er raunverulegt og hvað ekki; Hann er einnig MJÖG gráðugur, þess vegna vill hann afnema mannréttindi margra hópa, því hann óttast að galdrakarlinn ógurlegi taki reiði sína út á honum ... og að hann fái því ekkert eilíft líf í lúxus með þykjustu útrásarjesúlingnum honum Sússa..... já JVJ dreymir um eilífan lúxus uppi í rúmi hinnar heilögu þrenningar.....
DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 09:57
Hér segir Jón Valur kl. 12:34 í dag:
Ég verð að viðurkenna að ég hló, en bágt á ég með að skilja tregðu Jóns Vals til að tilgreina heimildirnar fyrir stórtækustu fullyrðingum sínum. Það ætti einmitt að vera í hans hag að hér yrði birt sem mest af heimildum um málið – ekki satt? – ef hann hefur á réttu að standa.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.4.2010 kl. 14:34
Ég vorkenni karlinum... það hlýtur að vera algerlega hræðilegt að lifa því lífi sem hann "lifir".
Nákvæmlega samir háttur er á hjá JVj þegar menn benda honum á ruglið í biblíu, barnaníðingana í kirkjunni hans; Þá kemur hann með eitthvað LAME raus.. endar oftast með því að hann segist vera veikur, eða upptekinn í einhverju rosalega mikilvægu...
Karlinn á svo mikið bágt að maður bara getur ekki annað en vorkennt honum... hugsanlega er hann líka hommi, amk sýnir hann mikið af sömu töktum og hellelújahgaurar sem hafa látið nappa sig með typpið í kakói.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 14:53
Grínistinn Jón heldur áfram:
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.4.2010 kl. 15:14
Gott að vita Haraldur minn. Lestu nú höfundarverkið aftur án fordóma og heiftar. Kannski gætirðu brosað út í annað allavega einu sinni eða tvisvar.
Ég hef oftlega hlegið dátt að þínum innleggjum.
Annars finnst mér að JVJ verði að láta allt blogg og innhringingar á Sögu eiga sig þar til hann hefur svarað okkar ágætu Tinnu hér.
(Kannski er hann bara að hlusta á Wig Wam).
marco (að handan) (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 16:39
Frábær pistill, sannar að þeir þurfa ekki alltaf að vera langir til að geta verið besta skemmtun. Jóna Vala svarar önuglega eftir páska:)
sandkassi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:08
Ég tek undir með marco - einkennilegt að verða vitni að eftirspurn eftir skoðunum Jóns Vals.
Kama Sutra, 5.4.2010 kl. 22:40
Hver er að biðja um skoðanir hans hér. Er ekki verið að biðja hann um að birta heimildir sem hann segist hafa. Það eru varla skoðanir hans er það?
Hamarinn, 5.4.2010 kl. 22:59
Menn geta haft mismunandi skoðanir á Jóni Val enda hefur hann sterkar skoðanir á ýmsum málefnum. Það afsakar hins vegar ekki lágkúrleg orð ykkar flestra hér í hans garð sem minnir óþægilega á einelti krakka í grunnskóla. Jón Valur rís til varnar kristinni trú og talar gegn Icesave samningunum. Ríkir ekki málfrelsi hér eða nær það bara til trúleysingja og vinstri manna? Hver gefur ykkur rétt til að tala niður til annarra. Eruð þið öll svona merkileg sjálf?
Guðmundur St Ragnarsson, 5.4.2010 kl. 23:03
Guðmundur.
Jón valur talar semsagt aldrei niður til annarra er það?
Lestu blogg Valgarðs Guðjónssonar Siðblinda.
Þar er karlinn algerlega búinn að skíta á sig allann hringinn.
Hamarinn, 5.4.2010 kl. 23:09
Guðmundur,
Mér sýnist að hér sé verið að gera grín að skoðunum Jóns Vals á samkynhneigð. Það myndi ég telja bara hið besta mál. Jón V. hefur fullt leyfi til að hafa sínar skoðannir en hann hlýtur að búast við andsvörum ekki satt?
Kristin "trú" og "Icesave málið", "vinstri menn", kemur þessu máli ekki við? Vandamál Jón felst í endalausum alhæfingum þegar kemur að þessu máli, hann ruglar heilagri ritningu saman við landslög og mankynsögunni saman við kirkjubækur.
Útkoman er náttúrulega í samræmi.
Það er málfrelsi jú, en ef að menn úthrópa vissan þjóðfélagshóp með vísan í vafasama sérvitringa í stað viðurkenndra fræðimanna eins og Jón Valur gerir yfirleytt og með littla samúð eða þjóðfélagsvitund að leiðarljósi, þá hlýtur hann að vera viðbúin endurkasti.
sandkassi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 23:22
Guðmundur, JVJ og kónar af hans huglægu slekt, eru einfaldlega svo uppfullir af sjálfum sér þegar kemur að umræðum um trúna, að hann gerir sig sekan um mesta hroka og hræsni, og er eiginlega mest í því að nota "orðið" sjálfum sér til framdráttar, í hégómleika sínum og megolomaniu.
Maður sem andæfir fóstureyðingum, (sama á hvaða forsendum þær koma til), vegna þess að "guð" hafi gefið lífið, en heimtar svo dauðarefsingar yfir fólki sem þegar er fætt...á þeim forsendum að biblían segi að sannkristnir hafi leyfi til að farga þeim bersyndugu..er auðvitað ekkert annað en stórkostlegur hræsnari!
Einelti!!?? Hverslags bull er þetta!?? Það er hreinlega skylda að leyfa ekki fólki eins og honum að predika mannfyrirlitningu og "æðra og óæðra" fólk! Ofstækismenn með tilhneigingar Narcissusar mega aldrei fá frið með sínar klofnu tungur...viljirðu ekki láta lemja þig, hlýtur regla númer eitt að vera sú að lemja ekki sjálfur...
...það gerir JVJ hinsvegar oftar en atvinnuboxari. Þér færi betur að vera ekki að verja siðblinda menn eins og JVJ.
Haraldur Davíðsson, 6.4.2010 kl. 00:15
Menn sem þjást af homma/lesbíu-fóbíu eiga bara að koma sér sjálfir út úr skápnum. Gunnar í Krossinum kom nú heldur betur út úr skápnum á endanum hahaha
sandkassi (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 01:43
Er vissum að lesbíur geta fengið marga sjúkdóma sem JVJ fær varla.
Dingli, 6.4.2010 kl. 06:24
Það skal ekki nokkur maður segja mér það að Gunnari Á krossinum sé ekki gay/bi... hann hefur öll einkenni biblíuhomma.... felur gaynessið á bakvið Sússa; Svo einn góðan veðurdag kemst hann að því að Igor á Póllandi í samvinnu með Jónínu Ben.. sé að stinga hinu og þessu upp í rassgöt... .
Gunnar þangað.. í MÖRG ár að láta Igor plögga á sér endaþarminn..... sko krakkar, það er löngu sýnt að endaþarmshreinsun skilar zero árangri.... þannig að eina ástæða Gunnars fyrir tíðum ferðum í endaþarmsplögg... getur bara verið vegna þess að hann fær í rassinn...
:)
DoctorE (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 10:07
"One must also keep in mind that Djwhal Khul has told us that the religion of the future will be much different than the religion of the past. Whereas the religion of the past was black and white, dogmatic and highly structured the coming religion(s) will be a more natural evolution. People as a whole will recognize spiritual principles and incorporate them. Just as Christmas and the giving spirit of the times is universally seen as something good to observe so will humanity recognize certain universal principles and observe them without dogmatism."
"Focus on the Good
"Glenys, who wrote a post worth rereading, gives a hint:
"So there is no need to waste energy looking for error - any error becomes
manifest naturally through the process of looking for truth.""
Jóhann Róbert Arnarsson, 6.4.2010 kl. 11:45
Doksi: reyndu að halda þig fyrir ofan leikskólastigið.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.4.2010 kl. 14:19
Ætli hann JVJ eigi ekki við að lesbíur séu lauslátari heldur en annað fólk, að það sé ekkert nema stöðugt sex partí hjá þeim og þar af leiðandi hættir til þess að fá kynsjúkdóma frekar heldur en annað fólk en þegar til á að taka þá finnur hann ekkert sem styður þetta hjá honum og getur þess vegna ekkert svar gefið. Þanning að líklega í hans huga þá verður að berjast "gegn" (lesist: að ná yfirráðum yfir þessu fólki) þessu því að fólkið sjálf veit ekki hvað sé því fyrir bestu eða hvað það er að gera en JVJ telur sig umkominn að áhveða það fyrir þetta fólk. Auðvitað á þeim forsendum að um heilsuvandamál sé að ræða, eitthvað sem ég segi að hann hafi ímyndað sér og er sé þar af leiðandi ímyndunarveikur fyrst að hann neitar ennþá að svara á þeim forsendum að það sé svo "erfit". Í guðanabænum, make up you mind!
Jóhann Róbert Arnarsson, 6.4.2010 kl. 17:39
Doksi,
Núna ertu einfaldlega að fara alveg yfir öll velsæmismörk. Hvað er eiginlega að hjá þér? Það eru margir búnir að sýna þér mikið umburðarlyndi hingað til, en þetta er bara alveg yfir strikið. Það kæra sig fæstir um að fá svona sora inn á bloggið sitt. Sýndu smá tillitssemi.
Tinna,
Þetta er orðið dálítið fyndið. Haltu endilega áfram að þjarma að Jóni Vali. Það er virkilega gaman að sjá hann engjast. Það bentir allt til að allar þessar miklu heimildir séu í mesta lagi lítil grein í einhverju blaði. Ef hann fæst til að grafa þetta upp, ef það er þá nokkuð til að grafa upp, þá verður gaman að sjá hvað þetta á að vera.
Theódór Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 17:45
Ekki séns að hann svari þessu...annars er nú eiginlega kominn tími á að gera sjónvarpsþætti með JVJ sem fyrirmynd, svona í svipuðum dúr og Bjarnfreðarson...hmmm...hann er eigilega bara sirkusatriði...
Haraldur Davíðsson, 6.4.2010 kl. 23:44
Miklar eru öfgar þínar og heift Haraldur. (Skorrdal)? Vita skaltu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og bókstaflega allir hlæja að barnalegum og vanstilltum upphrópunum þínum. Allir nema þá helst ég og sonur minn sálugi sem reyndum að vanda um fyrir þér í vinsamlegum tón.
JVJ er prúðmenni sem hefur sterkar skoðanir á hlutum en tjáir sig jafnan án öfga og ofsa.
Gott fannst mér grínið hjá syni mínum sáluga en svívirðingar ykkar öfgafólksins ganga út fyrir allan þjófabálk.
faðir marcos (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 01:53
Haltu þig á mottunni marco...og hættu að gefa í skyn að ég sé ekki sá sem ég segist vera nafnlausa gungan þín.
Vanstilltur?
Barnalegur?
Umvandanir manna sem eru ekki til, s.s þín marco, eru í besta falli kjánalegar.
Meðan þú þorir ekki að koma fram undir nafni ertu bara loft......
Haraldur Davíðsson, 7.4.2010 kl. 07:08
Ég tala myndrænt, það gefst best.
Eina landið í heiminum sem setur eitthvað út á þetta hjá mér er Ísland... go figure
DoctorE (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:32
Ég verð að viðurkenna doksi að þú snertir við mínum hláturtaugum. Vel orðað drull getur verið fyndið ef framsetningin er góð og án vanstillingar.
Aftur á móti eru upphrópanir þínar Haraldur fyrst og fremst sorglegar í mínum huga. Þó veit ég að stærstur hluti bloggheima hlær að þér.
Þetta er svolítið svipað og þegar menn hlægja einir og inn í sér þegar einhver dettur á rassinn en vilja ekki opinbera hláturinn innan um fólk því ekki þykir fínt að hlægja að óförum annarra.
faðir marcos (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:00
Ég tek undir það, finnst doctorinn bara skemmtilegur og kommentið hjá honum drepfyndið og hana nú. Held það sé í lagi að gera grín að svona ofsatrúarrugli.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 16:06
Er fimmaurabrandaranum aldrei ofaukið?
Ég tek allavega hinn pólinn í hæðina að þessu sinni og segi með Tinnu að það megi alveg reyna halda þessu fyrir ofan leikskólastigið. Svona er ég þurr og leiðinlegur
Kristinn Theódórsson, 7.4.2010 kl. 16:45
tja, er ekki einmitt búið að standa í óþarflega mikilli rökræðu við svona hatursfullan mannskap, af hverju er verið að bjóða vitfirrtum ritningarbjánum upp á rökræður?
Í siðmenntuðum þjóðfélögum ætti umræða af þessu tagi ekki einu sinni að vera inn á borðinu. Þeir sem þurfa á tilsögn að halda að mínu mati eru Jón Valur og félagar. Enginn vísindamaður sem talist getur heill á geði leggst í rannsóknarvinnu til þess að færa rök gegn samkynhneigð, þeir eru þó eflaust til, jaðarmenn rétt eins og sértrúarmenn eru, jaðarmenn sem eru fyndnir í hófi og helst í vernduðu umhverfi.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 21:13
Blessaður marco...ef þú heldur að ég hafi áhyggjur af því að viðhlægjendur þínir hlægi að mér, þá skjátlast þér hrapallega.
Hitt er annað mál, að ég fæ ekki séð hversvegna þú heldur að þú ætlast til að vera tekin(n) alvarlega, einungis til sem talnaröð...ef þú þyrðir að opinbera þig, (ef þú veist þá hver þú ert), þá hugsanlega væri hlustandi á þig/ykkur...
Haraldur Davíðsson, 8.4.2010 kl. 02:03
Ertu með þessu Haraldur minn að halda því fram að DoctorE, Skorrdal og fleiri nafnleysingjar sé ekki lestrarins virði, en menn eins og Jón Valur Jensson og Skúli Skúlason allrar athygli verðir?
faðir marcos (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 09:18
Án þess að ég vilji stela af þér umræðunni, Tinna, þá bætti ég enn í sarpinn fyrir Jón Val:
Ég ákvað að gefa JVJ enn tækifæri til að leiðrétta málin og setti upp einn vettvanginn enn fyrir það hér:
Jón Valur Jensson og hræsnin - óuppgerða lesbíumálið
Kristinn Theódórsson, 8.4.2010 kl. 12:55
Síðan hvenær hef ég verið "nafnleysingi"?
Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 01:05
Hahaha...það er nú það, Skorrdal, það er nú ekki eins og það sé erfitt að finna þig...en þetta "marco virðist halda að við séum eitt, makalaust hvað fólk er staðráðið í að sjá ekki það sem sýnilegt er berum augum, heldur eltast við fantasíur og dagdrauma, og afneita sannleikanum...þegar hann blasir við.
Haraldur Davíðsson, 9.4.2010 kl. 02:22
Er Skorrdal þitt rétta nafn Skorrdal minn?
Ef svo er þá biðst ég afsökunar. Ef svo er ekki þá ertu nafnleysingi, a.m.k. að áliti Haraldar.
Haraldur minn. Dragðu nú aðeins niður í heiftinni. Taktu son minn sáluga þér til fyrirmyndar og berðu fram þínar róttæku skoðanir án svívirðinga og barnalegra upphrópana.
faðir marcos (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:52
Svívirðingar? Hvaða svívirðingar? Ég fæ ekki séð að það sé hægt að svívirða þá sem ekki eru til....
En hvað skorrdals-nafnið áhrærir, þá hefur maðurinn gengið undir þessu nafni svo lengi sem ég man, og ef þú athugar málið, þá notar hann þetta nafn opinberlega og dregur engan dul á það hver hann er.
Þú aftur á móti ert í feluleik marco, og því ekki verður virðingar eða nokkurrar minnstu nærgætni af minni hálfu.
Svívirðingar? Líttu þér nær þó ekki væri nema á þessum þræði...
ert þú kannski JVJ?
Nóg reynirðu að verja þann leiða garm...
Haraldur Davíðsson, 9.4.2010 kl. 14:20
Og hvað varðar doctorinn og skorrdal, þá já, finnst mér meira varið í þeirra skrif, og þeir hafa ekki veist að mér persónulega....ég þarf ekkert að vera sammála þeim í öllu samt..
Sjálfur skrifa ég undir mínu nafni, sem þú dregur reyndar í efa, svo ég segi mína skoðun á JVJ eða hverju sem er algjörlega frjáls, þetta er engin heift..skrýtið hvað þið notið svipaða afleiðu-rökfræði félagarnir, þú og JVJ...
nei heift er það ekki, hitt er annað að menn eins og JVJ, þarf að sýna sterkt aðhald, menn sem tengja dauðarefsingagleði sína við guðlegt umboð fengið úr biblíunni réttlæta feluleik vatikansins í kringum barnaníðið, fordæma samkynhneigða og yfirleitt alla sem ekki falla að hans ofstækisfulla huga, réttlæta morðæði ísraelsmanna, vilja herskyldu á Íslandi...og vilja inn á þing og verða hluti af löggjafanum.
Hann er með afar hættuleg element samankomin innra með sér, og hann má ekki fá frið til að blása í lúðrana sína...
En þú ert auðvitað ósammála því...en það er allt í lagi marco...
Haraldur Davíðsson, 9.4.2010 kl. 14:30
Þetta er ég, "marcos" - og öll hans famelí; ef ég er nafleysingi, er þú aumingi!
http://skorrdal.is/2009/06/frettabladid-bls-6/
Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:46
Við erum eins ólíkir, Halli, og svart og hvítt! Enda kann ég hvorki á gítar né skæri!
Skorrdal (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:48
Haraldur:en þetta "marco virðist halda að við séum eitt, makalaust hvað fólk er staðráðið í að sjá ekki það sem sýnilegt er berum augum, heldur eltast við fantasíur og dagdrauma, og afneita sannleikanum...þegar hann blasir við.
Frá konu sem sá eina hugsnanlega framtíð:
"There used to be [are] severe mental disorders where people would get lost in their
own minds but that no longer exists."
LOL!
Jóhann Róbert Arnarsson, 9.4.2010 kl. 15:56
hehehe...
Haraldur Davíðsson, 10.4.2010 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.