Lesbíur - The Saga Continues

Einu sinni fyrir langa löngu, á bloggi ekki svo langt frá þessu, spruttu upp umræður um samkynhneigð og samkynhneigða. Svanur nokkur Sigurbjörnsson, læknir, nefndi þá staðreynd að kynlíf lesbía er að meðaltali öruggara en kynlíf gagnkynhneigðra. Þetta las Jón Valur Jensson, bloggari og kristinn þjóðarflokkur, og var heldur ósáttur við fullyrðingu Svans:

Orð Svans um heilsufarsmálin, t.a.m. lesbíanna, bera með sér, að hann hafi ekki kynnt sér þau mál mjög náið, jafnvel þótt læknir sé.

Eftir þessar dylgjur Jóns bárust samræðurnar annað.

 

Framhaldið af sögunni má lesa hér.

 

Jón Valur, verandi hræddur við mín sterku og föstu rök, er auðvitað löngu búinn að banna mér að gera athugasemdir á sinni eigin bloggsíðu. Þegar ég inni hann svara á einhverjum öðrum vettvangi byrjar hann yfirleitt að víkja sér undan svari í dágóða stund og þvæla umræðuna upp um alla veggi og súlur, eins og t.d. með því að þykjast móðgast yfir einhverju lítilfjörlegu (svosem beygingu nafna löngu látinna manna). 

Þegar Jón er svo loks kominn út í horn, yfirgefur hann svæðið í fússi, eða bregður fyrir sig einni af eftirfarandi afsökunum;

Að hann sé afskaplega upptekinn við að sinna einhverju mikilvægara.

Að hann vilji ekki sýna síðuhaldara þá óvirðingu að ræða þetta í athugasemdakerfi óskylds bloggs (jafnvel þó síðuhaldari hafi lagt blessun sína yfir umræðuna).

Að  klukkan sé orðin margt og hann muni svara þessu síðar. Þarflaust er að taka fram að hann hefur aldrei staðið við slíkt loforð.

 Alltaf tekur hann þó fram að hann hafi rétt fyrir sér og geti sannað það, en lítið hefur bólað á þessum meintu sönnunum þó Jón hafi nú haft að verða fimm ár til að opinbera þau merku gögn.


Nú síðast hélt eltingaleikurinn áfram við þetta blogg Jóns Baldurs L'Orange.

Mér sýnist á öllu að Jón ætli enn einu sinni að flýja af hólmi, sé miðað við orð hans núna kl. 00:47:

 

Verkefnum o.fl. hafði ég að sinna í dag og fram á kvöld, og seint heimkominn sé ég þetta innlegg þitt, en skrifa ekki um lesbíusjúkdóma aðfaranótt sunnudags á þessa vefsíðu JBL, en svo sannarlega hafið þið Tinna á röngu að standa í fullyrðingum ykkar í því efni.

 

Ég neita þó að gefa upp von, svo ég skelli þessu bloggi í loftið (eftir nánast árs útlegð á fésbókinni) svo Jón geti frætt mig -og aðra sem eru orðnir langþreyttir á þessu undarlega svaraleysi- um þessi merku gögn. Ég spyr því enn:

Jón Valur Jensson - Hvaða sérstaka áhætta, sem ekki fylgir kynlífi gagnkynhneigðra, fylgir kynlífi tveggja kvenna?

 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

einhverju lítilfjörlegu (svosem beygingu fornafna löngu látinna manna). 

Svo ég bregði mér í líki Jóns Vals augnarblig, þá áttu líklega ekki við fornan, heldur sérnafn.

En svo er ég rosalega upptekinn á næstunni, og mun ekki rökstyðja þetta neitt, þrátt fyrir að ég muni skrifa +10 pistla að meðaltali á dag næstu árin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2011 kl. 04:33

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

*augnarblik *fornafn

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2011 kl. 04:34

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég byrjaði á að skrifa 'sérnafn' en svo  horfði ég á það þangað til það var hætt að vera rétt, svo ég breytti því :/

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.10.2011 kl. 11:53

4 Smámynd: Óli Jón

Við fylgjumst spennt með :) Jón Valur hlýtur að vera með þykkan doðrant af óhrekjanlegum og vísindalegum gögnum sem sanna að samlíf samlyndra kvenna sé stórhættulegt.

Óli Jón, 16.10.2011 kl. 19:35

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég geri ráð fyrir að hann sé bara as we speak að pikka upplýsingarnar inn. Þetta hlýtur að vera gríðarlegt magn...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.10.2011 kl. 14:14

6 identicon

Þetta sýnir bara hversu mikill ómarktæklingur þetta er.

Páll (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 00:38

7 identicon

Jæja, þetta er bara alveg á leiðinni! Vóóóó!!!

"Ég hef fundið heimildirnar, Tinna. Þess er skammt að bíða, að þú fáir þitt.

Á þessum tíma þarna var ég á kafi í Icesave-baráttunni og lét hana ganga fyrir flestu öðru.

Ég hafði ekki rangt fyrir mér. Þar að auki efast ég um, að ég verði "maður að meiri" í þínum augum, þegar ég miðla til þín upplýsingunum, því að ég held að þú og þessir vinir þínir séuð ekki mjög haldin af sannleiksást á þessu umrædda sviði frekar en ýmsum öðrum.

Jón Valur Jensson, 19.10.2011 kl. 14:03"

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 14:11

8 Smámynd: Alexandra Briem

Bíðum nú spakir Jón Valur, ef það er eitthvað sem ég myndi segja að einkenni málflutning Tinnu, Hjalta og 'vina' þeirra, þá er það einmitt sannleiksást. Vissulega getur menn greint á um það hver sannleikurinn er, en það er frekar ómaklegt, og gefur til kynna lítinn skilning á andmælendum sínum, ef maður er beinlínis farinn að ætla þeim að halda viljandi á lofti ósannindum.

Ég bíð allavega spenntur eftir því að þú útlistir hvaða áhættu tvær konur taka í kynmökum sínum sem ekki er að finna í kynmökum konu og karls.  Nú er ég ekki að saka þig um að hafa verið að ljúga, en þú gætir verið sekur um það sem heitir í sálfræði 'motivated thinking'

Alexandra Briem, 19.10.2011 kl. 14:19

9 identicon

Það má nú ekki minna vera en að taka sér nokkur ár í að svara. Kannski vildi Jón Valur hafa svarið sem vandaðast. Fyrir mitt leiti bíð ég allavega með öndina í hálsinum.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 00:52

10 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=w9rv1oJ4Res

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 02:56

11 identicon

Jón Valur hefur allavega tíma til að skrifa 10 athugasemdir við grein Hjálmtýs Heiðdal, "Gyðingahatarar nútímans" en getur hins vegar ekki á nokkrum árum gefið af dýrmætum tíma sínum til að svara spurningu Tinnu og rökstyðja eigin fullyrðingu.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:08

12 identicon

Miðað við biðina er ég helst farinn að búast við bókaflokki frá Jóni Vali. "Ástir samlyndra kvenna" gæti fyrsta bindið heitið.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 11:03

13 identicon

20 dagar og ekkert bólar á hinu merka svari!

Það er þá ljóst að ekki er orð markandi sem frá JVJ kemur.

Páll (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 00:08

14 identicon

Jújú, hvað er þetta. Kemur sama dag og Godot.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 02:17

15 identicon

20 dagar er líka alveg skammur tími. Jarðsögulega séð.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband