Einelti

Í frétt á Stöð 2 kemur fram að nemendum á Akranesi finnist kennarar verkari í einelti en samnemendur.

Sem þolandi eineltis get ég tekið undir þessar niðurstöður (þó ekki finni ég neitt um þetta á mbl.is).

Þegar ég hóf nám í 8. bekk, fékk ég loks staðfestingu á því sem samnemendur mínir höfðu löngum gefið í skyn; að ég væri óæskileg. Einn kennarinn minn - Finnbogi nokkur Sigurðsson, seinna formaður grunnskólakennara í Reykjavík-  gerði mér það fullkomlega ljóst að ég ætti ekki að læra stærðfræði. Heilan vetur sat ég í tímum með handlegginn í uppréttri stöðu, en fékk enga hjálp. Eftir veturinn gafst ég upp og hætti að mæta.

Þessari kennari var reyndar þekktur fyrir það að velja úr nemendur sem honum leist vel á, aðstoða þá á hvern þann veg sem honum var fær, en hundsa hina. Ár eftir ár var kvartað yfir honum, og ár eftir ár var hann valinn einn af bestu kennurunum. Skiptust þar sumsé nánast jafnt þau útvöldu sem fengu hjálp og við hin sem sátum eftir.

Ég féll á samræmdu stærðfræðiprófi. Í sumarskólanum fékk ég rúma sex, og það þrátt fyrir takmarkaðan áhuga minn á stærðfræði - og lái mér áhugaleysið hver sem vill.

Ég vil taka það fram að í skólanum mínum voru margir góðir kennarar.

Ber þar helst að nefna Önnu Valdimarsdóttur, en því miður hef ég ekki getað komið þakklæti mínu nægilega vel til skila hingað til. Án hennar hefði ég hætt að mæta í skóla eftir sjöunda bekk.

Ágúst Pétursson kenndi mér dönsku. Hann var "skemmtilegi kennarinn", gamall hippi og kvæntur einum fremsta vinstri-fasista Íslendinga. Ég var hryllilega skotin í honum -sérstaklega eftir að ég sá þessa gömlu mynd af honum.

 Benedikt Páll Jónsson er líklega ástæðan fyrir því að ég náði stærðfræðinni í sumarskólanum. Hann var (og er líklega) alveg hrikalega sexí. Þetta segi ég skammarlaust á hálf-opinberum vettvangi. Ég mætti í næstum hvern einasta stærðfræðistuðningstíma hjá honum, auk þess að slefa áberandi mikið í efnafræðitímum.

Það má kannske segja að greddan hafi hjálpað mér í gegnum gagnfræðaskólann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki sjálf einelti kennara. Var sem krakki í sértrúarsöfnuði vegna foreldranna. Mátti ekki taka þátt ´

i kristinfræði. Bað kennarann, hann heitir ef ég man rétt Stefán í Austurbæjarskólanum, allavega harðsnúinn kommúnisti, að pls. ekki lýsa þessu yfir í bekknum. Í næsta tíma gerði hann akkúrat það og mér leið eins og skít. Ekki fallegt það.

kamillute (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 06:22

2 Smámynd: Sæunn Valdís

jebbumsjónakennarinn minn í 5-7 bekk gerði mig ónæma fyrir stærðfræði... enn í dag er ég í vandræðum með að leggja saman í búðinni... og by the way rannsóknin var á Akureyri bara til að hafa það á hreinu

Sæunn Valdís, 4.4.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Æ, Akureyri, Akranes, þetta er allt sama sveitapakkið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.4.2007 kl. 13:36

4 Smámynd: Sigurjón

Ég kannast við einelti kennara.  Þó var ég í raun ,,goody two-shoes", en féll barasta ekki í kramið hjá einstaka kennurum.  Sennilega vegna þess að ég ógnaði þeim með því að vita meira en þeir...

Ég hafði hins vegar ansi fáa góða kennara í grunnskóla.  Þeir voru tveir í það heila.  Sumir voru ágætir, en ekki góðir. 

Sigurjón, 8.4.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 3310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband