Frekja

Já, þetta er ekkert nema frekja. Lögvernduð frekja, en frekja samt. Að ætlast til þess að skemmtanir séu felldar niður vegna þess að einhver karl fyrir tvöþúsund árum dó sirka um þetta leyti? Frekja.

 Ef þeir sem standa fyrir keppninni ætluðu sér að ryðjast inn í kirkjur með grínið væri sjálfsagt að mótmæla, alveg eins og sjálfsagt er að mótmæla því að prestar ryðjist inn á miðja skemmtun til að messa. Hér er hins vegar um að ræða skemmtun sem fólk greiðir fyrir aðgang að, og þykir mér ótrúlegt að þar verði margir sem ætluðu sér að fara í messu (eða hvað það nú er sem fólk gerir á föstudaginn langa) en hættu við, eingöngu vegna þess að hann Jónas er að keppa í djóki og það fylgir bjór með miðanum.

Ef meira mál verður gert úr þessu ætla ég að kæra alla þá sem voga sér að halda samkomur 29. ágúst, því pabbi dó þann dag. Sama gildir um 15. apríl, 6. október, 14. maí, 18. júní og helling af dögum í viðbót, enda alltaf hægt að finna einhvern sem var svo óheppinn að deyja þann dag. 

 Og ef hér á raunverulega að ríkja trúfrelsi, þarf þá ekki að setja í lög svipuð ákvæði fyrir helgidaga þeirra sem trúa á eitthvað annað? Hvað með Ramadan? Það hlýtur að vera pirrandi að vera múslimi og labba framhjá einhverjum heiðingja að háma í sig svínakjöt um miðjan dag í föstumánuðinum. Á ekki að banna það líka, svona upp á virðingu fyrir hefðum annarra?


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að átta þig á því að þetta snýst um að bera smá virðingu fyrir páskunum. Það ber enginn virðingu fyrir einu né neinu lengur vegna sífelldrar efnishyggju og græðgi.  Hvers vegna má ekki slaka á einn dag ? Með þessu áframhaldandi virðingarleysi verða allir dagar orðnir virkir.

Kalli (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kommon! Ertu ekki að fokking djóka? Lastu yfirleitt helvítis pistillinn? My point was; hversvegna þarf lög til að halda þennan dag heilagan? Hvernig væri að leyfa fólki að velja sína helgidaga sjálfu? Segjum að fyrirtæki gerðu samninga út frá hæfni einstaklinga en ekki einhverjum töxtum.(Ekki misskilja mig - ég er hlynnt lögum um lágmarkslaun og finnst meira að segja að lágmarkslaunin ættu að vera hærri.)

Væri það ekki betra fyrir alla? Þeir sem vinna betur/meira -eða eru betri samningamenn- fá hærri laun. Er ekki lágmark að fólk þurfi að leggja eitthvað af mörkum til að fá launahækkun í stað þess að fá 10% hækkun á þriggja mánaða fresti samkvæmt einhverjum fokking samningum?

Don't get me wrong; ég er (þrátt fyrir hinn fyrirlitlega -að sumra mati- frjálshyggjustimpil- hlynnt stéttarfélögum. Ég er nefnilega óforbetranlegur lýðræðissinni. Sérstaklega er ég hrifin af beinu lýðræði, þ.e.a.s. þessu sem allt of sjaldan er iðkað; einn maður= eitt atkvæði.

Þess í stað höfum við fundið upp kerfi þar sem einn maður = u.þ.b.1-1.000.000 atkvæði (eða meira) og furðum okkur svo á því að lýðræðið virki ekki.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.4.2007 kl. 07:13

3 identicon

Ég lít svo á að slíkt myndi nú einfaldlega skapa tortryggni og auka ójöfnuð enn frekar og nóg er hann nú fyrir...Það er gallinn við frjálshyggjuna að hún grefur undan siðferði og leiðir oft til stjórnleysis. Því miður þá eru til menn og konur sem sjá ekkert nema peninga út úr öllu, gjörsamlega snaróðir peningahyggjumenn- Ísland er  orðið ,,litla Ameríka''.

kalli (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:09

4 identicon

... og það sem er eitt mikilvægast í þessu er að það er búið að taka af fólki þá frídaga sem það hafði. Verslunarfólk er eina fólkið sem ALDREI fær frí- ALDREI....vegna þess að það þarf að ,,þjónusta'' þá sem aldrei myndu gera handtak á stórhátíðisdögum. Hvers vegna er ekki í lagi að hafa 1-2 daga á ári þar sem aðeins er slakað á ?

Kalli (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:25

5 identicon

og ef einhverjir eru frekir þá eru það kapitalsitarnir

Kalli (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:27

6 identicon

Kapitalistarnir

Kalli (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 09:27

7 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Alveg er ég sammála þér .
Hræsni að segja að það' sé trúfrelsi á íslandi.

Halldór Sigurðsson, 5.4.2007 kl. 21:04

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ja hérna hér, mikið er nú blásið, en fyrst enginn sagði orð yfir X-factor áttu menn ekki heldur að pípa út af gríninu, það þýðir ekkert að gera svona upp á milli hluta, söngur og léttklætt fólk er ekki þóknanlegra en brandarar ef út í það er farið.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 21:41

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég get svo svarið það...

Siðferði er afstætt og það er ósmekklegt og virkilega ÓSIÐSAMLEGT að þröngva sínu siðferði uppá aðra. 

Ég hef einfalda reglu - svo lengi sem þú skaðar ekki aðra með framferði þínu ; go ahead!

Kannski að ég sé fullmikill aðdáandi JSMill...

Anyways.

 Tinna Deux Points!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.4.2007 kl. 21:54

10 Smámynd: Sigurjón

Sammála pistlahöfundi.

Sigurjón, 8.4.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband