Væl

Æ, er vondi presturinn að stríða stóru ríkisreknu kirkjunni, búhú!

Hafa þessir prestar ekkert betra við tímann að gera en skæla yfir einhverju sem annar prestur sagði? Hefur sá prestur ekkert betra að gera en nöldra yfir þjóðkirkjuprestunum? Samkvæmt lögum sem ég hef áður bent á eiga prestar að heimsækja hvert einasta heimili í sókninni að minnsta kosti tvisvar á ári. Ekki hef ég orðið vör við þessar vitjanir, en þó ber að geta þess að ég hef aldrei verið skráð í þjóðkirkjuna, og því engin ástæða fyrir hverfisprestinn að banka uppá. Hinsvegar trúi ég því ekki að prestunum hafi tekist að heimsækja alla þá 252.234 sem voru skráðir í þjóðkirkjuna árið 2006 án þess að ég yrði vör við það. Enda þyrftu þeir að vera ansi duglegir til að ná að kíkja í kaffi og meððí tvisvar á ári til þessa fjölda.

Ef fólk ætlar að nenna að böggast yfir lögbrotum, hversvegna ekki að rífa sig yfir lögbrotum þessa óopinberlega opinbera lygaiðnaðar, fyrirbæris sem hirðir milljarða króna af skattgreiðendum á hverju ári. Hvernig væri að krefjast þess að prestarnir vinni fyrir laununum sem ríkið greiðir þeim?

Hálftómar kirkjur, byggingar sem kostuðu slatta í byggingu væru margar hverjar betur nýttar í önnur verkefni. Hér er algjör óþarfi að byggja nýjar kirkjur, við eigum allt of mikið af þeim nú þegar.

Prestar vinna sjáfsagt meira en margan grunar, þeir þurfa nú að gera meira en bara skrifa prédikanir og flytja þær. Ég meina, prestaþing, sjúkravitjanir, sunnudagaskóli, viðtöl. Allt tekur þetta sinn tíma. En mér finnst þeim ekkert of gott að rölta milli húsa og framfylgja þessum lögum.

Eins og margir sögðu þegar verið var að ræða þjóðsöngsmálið; Það á að framfylgja lögunum, sama hvers heimskuleg þau eru!


mbl.is „Við gátum ekki setið undir þessu ásamt mörgu öðru"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband