Interrail

Jæja, þá er ungfrú Noogies hætt við, svo ég fer ein. Það þýðir auðvitað meiri útgjöld í mat og slíkt, en ég skal fara, fjandinn hafi það!

Þetta útheimtir algjöra endursipulagningu, og fer ég í það á næstu dögum. Só far hef ég ákveðið að halda inni þessari einu nótt í Hamborg, enda komin með gistingu, courtesy of CS. Eftir það...hver veit. Topplistinn er svohljóðandi (ekki í neinni sérstakri röð):

Amsterdam

Helfarartúrinn

Serbía

Róm

Istanbúl

Marokkó

 

Annað er ekki algjört möst, en væri skemmtilegt að sjá. Inn í þetta kemur svo að Interrail-passar eru ódýrari í Póllandi, svo það er jafnvel hugmynd að taka þumalinn austur eftir, og hefja railið þar.

Annars hef ég ekki hugmynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sem betur fer miða ég ekki líf mitt við kvikmyndir. Annars væri ég dauðhrædd við Þýzkaland eftir allar nasistamyndirnar, Frakkland eftir City of Lost Children, og Bretland eftir Butcher Boy. Við skulum ekki einu sinni minnast á Bandaríkin, hvað þá Japan.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.4.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Sigurjón

Til hamingju með þetta Tinna mín!  Það er miklu betra að ferðast einn heldur en með einhverjum, nema það sé maki.  Þetta þekki ég af eigin raun.

Hvenær ferðu svo?

Skál og prump! 

Sigurjón, 22.4.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ekki fyrr en 29. júní...úff.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.4.2007 kl. 19:35

4 identicon

mundu bara að stúdentaferðir (eða hvað sem þeir heita) bæta 5 þúsund kalli á interrail-miðann þinn, fyrir það eitt að panta hann fyrir þig frá Dk.

hægt að spara hann með því að kaupa miðann úti. það eina sem þarf er vegabréf. 

Halli (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég veit. Mér dettur ekki í hug að kaupa miðann hjá exit, frekar en að kaupa hróamiðann hjá midi.is, þar sem hann er aðeins dýrari en úti.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.4.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

...þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að miðinn sé á sama verði allsstaðar.  Miðinn kostar 18.950 (1608 dkk) hjá þeim, en ekki nema 17.379 á dönsku síðunni miðað við gengið í dag, eða 1475 danskar. Þetta þýðir að samkvæmt þeirra útreikningum er gengið 12,84 , en það hefur ekki verið svo hátt síðan 11. júlí í fyrra. Í dag er það 11,78 (kaupthing.is)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.4.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 3061

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband