Hver treystir löggunni?

Margir þekkja ljótar sögur af lögreglunni. Ég er engin undantekning, en þar til um síðustu helgi hafði ég aldrei lent í neinu alvarlegra en smávægilegri líkamsárás. Sú saga er löng og leiðinleg...en ég ætla samt að segja hana!

Á "menningar"-"nótt" fyrir nokkrum árum var ég á vappi um bæinn ásamt nokkrum vinkonum mínum. Fyrir okkur varð hópur unglingsstúlkna sem sökuðu mig um (ekki spyrja) að hafa "gelt á eftir þeim um daginn" og ætluðu að lemja mig með röri sem þær höfðu í fórum sínum. Vinkona mín gekk á milli, en ég hljóp að lögreglubílnum sem stóð á Lækjartorgi. Þar gubbaði ég út úr mér helstu málavöxtum, en svo vildi til að kunningi minn stóð við bílinn. Um leið og ég nefndi nafn vinkonu minnar, rauk hann af stað til að verja hana. Lögreglumennirnir voru aftur á móti ekkert að flýta sér, heldur þurfti ég að endurtaka alla söguna. Þeir rúlluðu loks af stað þessa tuttugu metra fyrir hornið. Þá var vinkona mín þegar meidd, en strákaulinn sem stóð á milli heldur verr farinn, með glæsilegt glóðarauga, en sem betur fer engin alvarleg meiðsli.  

Við þetta atvik spunnust miklar umræður okkar í milli um meinta hjálpsemi lögreglunnar. Rifjaði vinkona mín þá upp sögu sem ég hef síðan fengið staðfesta hjá "fórnarlambinu".

Þegar þessi vinkona mín var fimmtán ára eða svo var hún stödd niðri í bæ ásamt kunningja okkar. Hann er mikill rokkari, með sítt hár, skegg og er yfirleitt klæddur svörtum leðurfrakka. Einhverjir piltar voru ekki sáttir við þetta lútt, og ákváðu því að gefa honum makeover með hnefum. Þegar hann staulaðist frá þeim að lögreglubílnum (hér erum við að tala um nánast sömu vegalengd og í fyrri sögunni, þar sem þessi árás átti sér einnig stað í Austurstræti og bíllinn stóð sem fyrr á Lækjartorgi) og sagði þeim hvað hefði gerst, og benti auk þess að piltunum, sem stóðu pollrólegir hinum megin við hornið fékk hann skjót viðbrögð. Löggimann sagðist -um leið- ekkert geta gert, því vinur minn væri ekki með áverkavottorð! Vinur minn ítrekaði að þetta hefði gerst fyrir nokkrum mínútum, árásarmennirnir væru enn á sínum stað og þeir gætu greinilega séð áverkana. "Nei, ekkert hægt að gera nema þú komir með áverkavottorð." Þarna hefðu sumir gefist upp, en kunningi minn tók þess í stað leigubíl beint upp á slysó og fékk vottorðið, rölti sig inn á lögreglustöð daginn eftir og kærði. Sagan endar hins vegar ekki þar. Sex mánuðum seinna fær vinkona mín upphringingu frá lögreglunni. Hún er spurð hvort hún hafi orðið vitni að árás, hún játar því og fær á móti þessa æðislegu setningu: Geturðu lýst þeim? Hún verður hálf hvumsa, bendir þeim á tímann sem er liðinn, viðbrögð lögreglunnar þetta kvöld og á móti kemur: Varstu ölvuð? Þar lýkur sögunni eftir því sem ég best veit.

Annar kunningi minn fékk heimsókn frá kollega sínum um daginn. Sá síðarnefndi hótaði kunningja mínum (köllum hann bara A) lífláti og barsmíðum ef hann pakkaði ekki öllu sínu saman og hypjaði sig af landi brott. Ástæðan var sú að þriðji aðilinn hafði borið í kollegann sögur um hann sem A hafði sagt honum. Meginefni sagnanna var meint geðveila kollegans. Kolleginn ákvað að besta leiðin til að sanna geðheilsu sína væri að hóta A. Skemmtileg lógík það. Hættu að segja að ég sé geðveikur, annars drep ég þig. A hringdi í lögregluna um leið og kolleginn var farinn, en eitthvað tóku þeir víst fálega í þetta. Skömmu síðar ákvað hann að hringja og athuga hvort þetta hefði verið skráð. Hann hringdi í sama númer (það er þriggja stafa og byrjar á 112) en þá brá svo við að enginn svaraði. Já, þið lásuð rétt; það hringdi út hjá 112! Hann gafst ekki upp, en hringdi aftur, og var þá svarað. Honum var gefið samband við lögreglustöðina...en þar var ekki svarað! Finnst ykkur þið ekki vera örugg? Hvað ef kolleginn hefði verið kominn til að standa við hótanirnar, og neyðarlínan ekki tiltæk?

Loksins er komið að minni sögu. Hún er svo sem ekki merkileg, ég var ekki lamin og mér var ekki nauðgað. Ég fór sumsé á djammið, var búin að drekka nokkuð mikið og var farin að hugsa mér til hreyfings. Ég var að tala við strák, sagði honum að ég ætlaði heim, og hann sagðist sjálfur vera á leið heim. Ættum við ekki að splitta bíl? Ég tók undir það, enda ódýrara fyrir tvo að taka bíl en einn. Hann veiddi leigara og hann gaf honum upp sitt heimilisfang. Ég beið með að gefa upp mitt, því ég vildi ekki að strákurinn vissi það. Bílstjórinn ók að fyrri áfangastað í Þingholtunum, og þar byrjuðu vandræðin. Strákurinn reyndi að fá mig inn með sér. Leigubístjórinn neitaði að keyra mig lengra og sagði mér að "drullast út úr bílnum". Ég neitaði, sagðist ætla heim til mín, og þegar bílstjórinn fór að kalla mig öllum illum nöfnum bað ég hann um númer bílsins til að kvarta yfir honum. Þá færðist hann allur í aukana og sagði mér að "drulla mér út úr fokking bílnum" annars hlyti ég verra af. Þegar hér er komið við sögu var ég orðin hálfhrædd við þá báða, bílstjórann sem jós mig fúkyrðum og piltinn sem var farinn að taka undir með honum og reyna að draga mig með  valdi út úr bílnum. Ég stökk hinum megin út úr bílnum og hljóp í burtu hágrátandi og í sjokki. Á hlaupunum hringdi ég í 112. Ekki tók betra við þar. Ég reyndi að stama upp úr mér málavöxtum inn á milli ekkasoganna, en aðilinn sem varð fyrir svörum sagði mér að "hringja þegar eitthvað gerðist í alvörunni". Síðan skellti hann á. Ég ráfaði aftur niður í miðbæ, og var svo heppin að rekast á kunningjakonu mína sem gat reddað mér fari heim, og hélt utan um mig á leiðinni.

 

Þegar ég segi þessar sögur býst ég alltaf - svona innst inni -  við því að fólk trúi mér ekki. Annað hefur komið á daginn. Flestir virðast þekkja sögur af afskiptaleysi lögreglunnar, og jafnvel verri sögur en þessar. Sögur þar sem það gerir illt verra að tala við lögregluna. Þessi tvö síðastnefndu atvik eru þó líklega þau fyrstu sem ég heyri af afskiptaleysi Neyðarlínunnar. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hénna blam!! sigrún lenti líka í því þegar hún bjó í hvassaleitinu að það var gaur að reyna að brjótast inn til hennar, þannig hún hringdi í 112 og það hringdi út, og það oftar en 1 sinni

gullz (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, gleymdi því. Jæja, ekki eins og það sé skortur á sögum...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.5.2007 kl. 04:30

3 Smámynd: Sigurjón

Úff...  Þetta er skelfing alveg.

Sigurjón, 1.5.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Sæunn Valdís

úff já ég man eftir fyrstu sögunni...

Sæunn Valdís, 2.5.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: Dísa Djöfull

ef löggan gerir "rassgat" í málunum, þá tekur það þessa kumpána yfir hálftíma að drattast á staðinn!!! eins og þeir hafi e-ð betra að gera???

Dísa Djöfull, 11.5.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 3029

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband