30.5.2007 | 04:45
Strætó sökkar.
Glefsa af heimasíðu Strætó B(ull)S(hit):
"Notkun einkabíls er mikil á höfuðborgarsvæðinu og nýting strætó minni en víða í borgum nágrannalanda. Almenningsvagnaþjónusta er hluti af nútíma borgarsamfélagi og vandséð að nokkur byggðahluti í þéttbýli geti án hennar verið. Því er mikilvægt að boðin sé þjónusta, sem veitir íbúum úrlausn um flutningsþörf, en jafnframt sé gætt nauðsynlegrar hagkvæmni. Mikilvægt í þessu samhengi er skipulag leiðakerfisins og forgangur í umferð.
Markmiðin eru að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni."
Og hvernig fara forsvarsmenn Strætó að þessu? Nú, með því að hækka verð, fækka ferðum og stokka upp leiðakerfið á nokkurra mánaða fresti, svo það sé nú öruggt að enginn viti hvert vagnarnir fara eða hvenær.
"Strætó bs. er í eigu Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar og Sveitarfélagsins Álftaness."
Ef farið er inn á síðu Reykjavíkurborgar er þar að finna (undir "Umhverfi og samgöngum") síðu titlaða "Strætó". Þar kemur eftirfarandi fram:
Já, þarna stendur ekki einn einasti stafkrókur, enda sjálfsagt óþarfi.
Á heimasíðu Kópavogsbæjar er að finna upplýsingar um þær leiðir sem ganga innan bæjarfélagsins, Hafnarfjarðarbær vísar á www.bus.is, en gefur líka upplýsingar um aðra möguleika, Garðbæingar telja upp leiðirnar, en gefa litlar viðbótarupplýsingar, hjá Mosfellsbæ hafa upplýsingar um strætó ekki verið uppfærðar síðan síðustu breytingar urðu, og Seltirningar minnast ekki einu orði á strætó, nema til að nefna aðal- og varafulltrúa sína. Miðað við áðurnefndar síður er Álftanesvefurinn hrein hátíð, en þar er a.m.k. að finna tímatöflu fyrir þennan eina vagn sem gengur um nesið.
Á www.visitreykjavik.is er að finna sorglega úreltar upplýsingar um strætó.
Á www.mbl.is tókst mér (eftir nokkra leit) að finna eftirfarandi upplýsingar;
"EKIÐ verður á öllum leiðum Strætó bs. á 30 mínútna fresti frá 3. júní og fram til 18. ágúst í sumar. Núna aka allar leiðir, utan leiðar 23 á Álftanesi, á 20 mínútna fresti.
Frá og með 19. ágúst í sumar munu valdar leiðir aka á 15 mínútna fresti. Segir í tilkynningu Strætós bs. að nokkrar af þessum völdu leiðum muni aka á 15 mínútna fresti allan daginn en aðrar á annatímum.
Komið verði til móts við óskir um betri tengingar innan hverfa í Grafarvogi, Grafarholti/Árbæ, Kópavogi og Hafnarfirði."
Eftirfarandi kom fram á www.visir.is ;
"Þjónusta Strætó verður skert í sumar og munu vagnar fyrirtækisins aka á hálftíma fresti frá 3. júní til 18. ágúst. Skerðingin kemur til vegna sparnaðar, farþegafækkunar og manneklu.
Leið 16 verður lögð niður en tvær nýjar hringleiðir teknar upp í Grafarvogi. Leiðir 25 og 26 í Kópavogi verða einnig lagðar niður en tvær nýjar koma í staðinn. Þá verða kynntar tvær nýjar leiðir í Hafnarfirði en leið 21 verður lögð niður.
Þetta er vissulega þjónustuskerðing. Við teljum hins vegar að við bætum þetta upp með betri þjónustu úti í hverfunum," segir Einar og bætir því við að það þekkist víðast hvar í Evrópu að þjónusta sé skert yfir sumartímann.
Þessar breytingar byggja á talningum sem fóru fram haustið 2006 og nú í vor. Farþegafjöldinn er alltaf meiri á veturna en sumrin enda er stór hluti okkar farþega skólafólk," segir Einar."
Árangurslaus gúglun staðfesti grun minn endanlega; hvergi er að finna nánari upplýsingar. Ég hafði vonast til að fá svör við eftirfarandi spurningum;
a) Verður sama 30-mínútna tímatafla í notkun?
b) Er ekki allt í lagi í hausnum á þessu liði?
c) Nei, í alvöru, er þetta ekki bara djók?
---
Þegar Akureyringar ákváðu að gera almenningssamgöngur gjaldfrjálsar jókst notkunin um 60%. Forsvarmenn Strætó BS tilkynntu stoltir að aukningin hjá þeim hefði verið innan við 4% eftir síðustu breytingar.
Ég endurtek fyrra röfl; hverjum dettur í hug að bjarga fyrirtæki úr fjárhagsvanda með því að minnka þjónustu og hækka verð?
-----
Gerum ráð fyrir að heimilisbíllinn eyði 5 lítrum/100 km og lítrinn af bensíni kosti 120 krónur. Ef við reiknum bara með eldsneytiskostnaði (og sleppum öllum trygginga/skoðunar/viðhaldspakkanum), kemur í ljós að ef ferðast á lengra en til Þorlákshafnar og til baka, margborgar sig að taka strætó. Annars er heimilisbíllinn betri fyrir budduna.
Svo má auðvitað ekki gleyma því að tíminn er peningar. Ef ætlunin er að vera kominn að Reykjavíkurflugvelli klukkan 9 á laugardagsmorgni, frá Landakoti, gefur "ráðgjafinn" á síðu Strætó BS upp áætlaðan ferðatíma upp á níutíuogtvær mínútur. (Þessi svokallaði "ráðgjafi" er auðvitað efni í enn lengri nöldurpistil).
---
Ég segi þetta oft, en fjandinn hafi það, eitt skipti enn getur varla sakað;
Ég gefst upp. Það er ekki líft í þessu fjandans landi lengur.
Mikil óánægja meðal vagnstjóra hjá Strætó bs. um breytingar á vaktakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afhverju flyturu ekki bara norður? hér er fínt að búa og frítt í strætó :D
Sæunn Valdís, 30.5.2007 kl. 11:48
Bah. Bjánar. Aldrei ofsögum sagt að öll hugmyndafræðin í kringum strætisvagna hér í borg, var, er, og mun líklega alltaf vera argasta kjaftæði.
Þarfagreinir, 30.5.2007 kl. 13:48
Það er ekkert annað eftir en að flytja.
Sigurjón, 30.5.2007 kl. 18:17
Ég veit að það er á Álftanesi. Tekur það þig 90 mínútur að aka frá Álftanesi að flugvellinum?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.5.2007 kl. 18:49
Það er einmitt málið. Hérlendis er það ekki möguleiki. Og hversu mikinn farngur þarftu ef þú ætlar í helgarferð til Akureyrar? Það tekur lengri tíma að komast á flugvöllinn en að fljúga´.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.5.2007 kl. 19:50
Ég nota alltaf lest/strætó í Danmörku, enda er það mun þægilegra og ódýrara en leigubílar, jafnvel þó maður sé með tíu kílóa ferðatösku í eftirdragi. Þar nefnilega virka almenningssamgöngurnar.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.5.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.