30.7.2007 | 13:41
Og hvað með það?
Þeim sem reykja tóbak er hættara við krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum, lungnaþembu og fleiri sjúkdómum. Hins vegar hafa rannsóknir bent til að reykingar minnki líkurnar á endometriosis* hjá ófrjóum konum (en auki þær hjá frjóum konum).
Þeim sem neyta áfengis í "óhófi" er hættara við heilablóðfalli, lifrarskemmdum, fósturmissi og magasári - og ýmsum tegundum krabbameins, reyki þeir líka. Hinsvegar benda rannsóknir til að hófleg áfengisneyzla minnki líkur á Alzheimers, hjartasjúkdómum, sykursýki, gallsteinum, nýrnasteinum, beinhrörnun og gigt.
Þeim sem stunda kynlíf er hættara við sárasótt, HIV smiti, klamydíu, lekanda, kynfæravörtum, lifrarbólgu B og C og herpes simlex II. Hins vegar benda rannsóknir til að þeir sem stunda kynlíf séu almennt hamingjusamari en aðrir, auk þess sem þeir -á dularfullan hátt- hjálpi til við að viðhalda mannkyninu, þó auðvitað megi deila um hvort það sé jákvætt eða neikvætt.
Þeim sem neyta kannabisefna er hættara við geðsjúkdómum (séu þeir erfðafræðilega í hættu fyrir), skammtímaminnistapi, undarlegum hlátursköstum, og hugsanlega krabbameini, neyti þeir kannabisefnanna í bland við tóbak. Hins vegar benda rannsóknir til að kannabisneysla minnki lystarleysi, ógleði og svima hjá krabbameins- og alnæmissjúklingum, sé nytsamlegt til að hafa stjórn á skjálfta og taugakippum tengdum MS og flogaveiki, hafi verkjastillandi áhrif hjá mígreni- og gigtarsjúklingum, minnki þrýsting á augnæðar hjá glákusjúklingum, sé nytsamlegt sem hluti af meðferð við geðhvarfasýki, þunglyndi, kvíða, OC og PTS, auk þess sem það getur hjálpað þeim sem þjást af svefnleysi, fyrirtíðaspennu, eða of háum blóðþrýstingi. Einnig þykir sýnt að það hafi góð áhrif á asthmasjúklinga, þar sem það víkkar berkjur og berklur.
Hvað á svo að banna?
*Endometriosis er fyrirbrigði sem ég man ekki hvað heitír á íslensku, en gæti vel heitið "utanlegsslímhúðarmyndun" eða eitthvað í þá áttina. You get the picture.
Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Tenglar
Gamalt tuð
- Blókarspotti Hróa Hróaábendingar
- Blókarspotti Dautt blogg
- Fólk er fífl.is Dautt blogg
- FerðaBlogg Á lífi - fylgist með
- MittSvæði
- Lifandi dagbók Í andarslitrunum
Bloggvinir
- malacai
- pannan
- stutturdreki
- skrekkur
- einarsmaeli
- aulinn
- furduvera
- fsfi
- valgeir
- gregg
- gurrihar
- zeriaph
- hvilberg
- hallurg
- rattati
- heidar
- hexia
- himmalingur
- hjaltirunar
- disdis
- jevbmaack
- jakobk
- changes
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- andmenning
- ugluspegill
- miniar
- mist
- hnodri
- reputo
- robertb
- runavala
- sigmarg
- sigurjon
- shogun
- nimbus
- skastrik
- svanhvitljosbjorg
- stormsker
- kariaudar
- zion
- tara
- taraji
- texi
- thelmaasdisar
- torfusamtokin
- toshiki
- tryggvienator
- upprifinn
- vga
- vest1
- fingurbjorg
- gummih
- kiza
- kreppukallinn
- krossgata
- isdrottningin
- nosejob
- olafurfa
- tharfagreinir
- thorgnyr
- valli57
- apalsson
- skagstrendingur
- partialderivative
- biggihs
- bjorn-geir
- dingli
- einarjon
- glamor
- breyting
- gthg
- sveinnelh
- hehau
- hordurt
- kt
- omnivore
- olijon
- styrmirr
- lalamiko
- thorrialmennings
Bækur
Nýlesið/eftirlæti
-
Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian -
Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
: Mirror, Mirror -
(ISBN: 1740597796 )
Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
: Lonely Planet: Europe on a shoestring
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfengisneysla og tóbaksreykingar og kynlíf eru félagslega viðurkennd fyrirbæri; kannabisneysla er það ekki. Aðalmunurinn liggur þar, en því miður þarf víst ekkert meira til að ákvarða hvað skal banna og hvað ekki. Svo gengur einfaldlega ekki að leyfa allt í einu eitthvað sem er bannað - grundvöllur samfélagsins gæti hæglega hrunið!
Þarfagreinir, 30.7.2007 kl. 13:59
Eins og sannaðist þegar hundahald var leyft í Reykjavík. Það var klárlega upphafið að endinum.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.7.2007 kl. 14:46
Það á að leyfa fulltíða fólki að gera alla skapaða hluti, svo framarlega sem það bitnar ekki á öðrum.
Sigurjón, 30.7.2007 kl. 14:57
Tinna, það fer líka í taugarnar á mér hveru oft við erum sammála um hlutina.
Þarfagreinir; cannabisreykingar hafa aðeins verið félaglega útskúfaðar í um það bil 80 ár, eða frá því í kring um bannárin. (Þau heppnuðust nú líka svona asskoti skemmtilega)
Viktoría Bretadrottning neytti hamps við tíðakrömpum og skáldin í kring um Amstelstlíflu í Niðurlöndum hafa reykt hamp frá því á 16 öld...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 30.7.2007 kl. 20:49
Þetta var nú að mestu kaldhæðni hjá mér - vil bara árétta það.
Þarfagreinir, 30.7.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.