Hver ræður þetta fólk?

Einu sinni voru gerðar kröfur til fréttamanna og annarra sem vildu spreyta sig í sjóbartinu. Því miður virðast kröfurnar í dag einkum snúast um að fólk geti opnað á sér kjaftinn og gubbað upp úr sér misgáfulegum setningum, forskrifuðum af fólki með heilastarfsemi á við meðal-kakkalakka, en minna ímyndunarafl.

Hver bar til dæmis ábyrgð á því að ráða stelputrippið sem kynnir "Skífulistann" á Sirkus (eða SRKS,eins og stöðin virðist heita í dag)? Ég veit að margir tala svona, en þeir hafa flestir þá afsökun að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall, og þeir birtast blessunarlega ekki oft í sjónvarpi.

Himpigimpið sem sér um "Vörutorg" á SkjáEinum (hvenær fór það úr tízku að hafa bil milli orða?) er náttúrulega alveg sér kapítuli, enda hélt ég að framburðarheftari manneskja fyndist ekki á Íslandi - utan máske minnislausa róbótann sem þylur yfir kvikmyndaslóðunum- fyrr en þessi stelpurolla birtist á skjánum.

Síðan er það nýráðinn veðurfréttamaður RÚV. Úff! Fyrsta kvöldið sem hann stamaði upp úr sér hægðum og lægðum leyfði ég honum að njóta vafans, hélt að hann væri bara stressaður, en eftir viku af þessu er ég komin með nóg. Er virkilega ekki hægt að fá fólk sem getur tjáð sig á móðurmáinu til að flytja fréttir - hvort sem þær snúast um veðurhorfur á landinu næsta sólarhring, stórgóða mynd sem enginn má láta framhjá sér fara, eða nýjasta smellinn af plötu vikunnar?

 Eða eins og besta-falls-bastarður Vörutorgsmannsins á SkjáEinum og SkífuBarbí á SRKS myndi segja;

Ég var BARA að. LÁTAðetta fara DÁLDIÐ mikið í. Taugarnar á minnz. Skilru, ÞÚST! Oooog, núna...NÝTT lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er nú ekkert fyrirbæri í neinum fjölmiðlum sem er meira niðrandi en veðrið.

10 mínútur af kjánalegu fólki að segja þér hvernig það lítur út fyrir utan gluggan þinn!

 Fuck. 

Hvað erum við? 5 ára? Þurfum við gaur til þess að segja okkur að fara í regnstakk eða kuldaúlpu? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.7.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Sigurjón

Það eru nú kannske ekki 10 mínútur sem fara í að sýna veðurkortin.  Hitt er annað mál að þessar athugasemdir um að tæptalandi túttusmellir sem koma fram í fjölmiðlum séu ekki boðlegir í slíkt.

Sigurjón, 31.7.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Minnislausi róbótinn kann ekki almennar enskar framburðarreglur, og getur þar að auki ekki einu sinni borið nöfn leikara eins fram í hvert skipti, heldur skiptir á milli framburðarvillna með ógnarhraða. Tökum sem dæmi Ralph Fiennes. Ég held að ég hafi heyrt a.m.k. 3 mismunandi útgáfur af því nafni. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.7.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband