Fordómar

...eru lúmskir. Núna rétt áðan barst mér bloggvinabeiðni, sem ég hafnaði eftir stutta skoðun á síðu viðkomandi einstaklings. Hvers vegna? Jú, málfarið. Strax í sjálfskynningu notar hann orðið "djúft" í stað "djúpt", og í textanum má meðal annars finna "verslings" í stað "vesalings" og "utan að landi" í stað "utan af landi", og "mundi" í stað "myndi".

 

Auðvitað verða mistök á bestu bæjum, og ég veit að ég ætti að einbeita mér að innihaldinu en ekki umbúðunum...en hvað ef einhver sér tengilinn á milli blogganna, og heldur að ég skrifi svona?

 

Djöfulli get ég verið ömurleg manneskja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Iss og á svo örugglega ekki almennilega Converse- (er það ekki skrifað svona) skó.  Pff

krossgata, 16.8.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Æ, Converse er só last jír. Van eru nýja kúlið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: krossgata

Je, dúdda mía... sagði ég Converse ég hugsaði Van -  það eru gáfumannalegu skórnir með skákborðsmynstrinu er það ekki?

krossgata, 16.8.2007 kl. 21:07

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég held það.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.8.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurjón

...svo á ekki að vera komma á eftir ,,og".

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:49

6 Smámynd: Sigurjón

Á undan ,,og" átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:50

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Það segir að heimilt sé að nota kommu „í listrænu skyni til að ákveða hik eða þagnir í lestri í samræmi við hugmyndir höfundar texta ...“. " http://www.hi.is/~eirikur/av/stafsetn.htm#3

Annars er mín afsökun sú að hafa eytt of miklum tíma undanfarið í enskar bókmenntir hvar þessi svokallaða Oxford komma tröllríður öllu.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband