Kæri herra borgarstjóri, þér eruð fífl.

Maðurinn hefur greinilega aldrei stigið fæti inn í Ríkið í Austurstræti.

 

"bjóði viðskiptavinum meðal annars upp á að kaupa kaldan bjór í stykkjatali"

Ég fór síðast í umrætt útibú einokunarverzlunarinnar í gær, og þá var þar eingöngu að finna pissvolgan bjór. Þarna eru nefnilega engir kælar, öfugt við flestar aðrar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ég ætti að vita það, þar sem þetta fer mikið í taugarnar á mér. Líklega er ástæðan fyrir kælaskortinum einmitt sú að bjórsala okurbúllanna í kring drægist saman ef fólk gæti keypt sér kaldan bjór í Ríkinu á þriðjungsvirði.

 

"Ekki sé til dæmis hægt að una því að ógæfusamir einstaklingar áreiti þá sem fari um svæðið, en það sé mjög áberandi"

Fífl! Ég hef ekki orðið vör við að rónarnir áreiti nokkurn svo heitið geti. Það er helst að þeir biðji um klink eða sígó, og hef ég stundum orðið við slíkum beiðnum, enda langflestar kurteislega orðaðar. Hinsvegar hef ég lent í öðruvísi áreiti við strætóstoppistöðina, en þar eru unglingspiltar oft á vappi að sníkja sígó eða "pening í strætó". Þeir eru oftast kurteisir, en nokkrir taka því illa ef maður neitar, hreyta í mann fúkyrðum eða ganga á eftir manni í lengri tíma. "Ég sé alveg að þú átt sígó. Akru viltekki gefa mér sígó? Fokking tussan þín, gemmér sígó!"

"Nýlega hafi hann ritað ÁTVR bréf þar sem hann hafi óskað eftir því að dregið yrði úr þessari þjónustu"

Heiladauði hárkollusjalli! Hverskonar starfshætti eru þetta? Að skrifa fyrirtæki (ríkisreknu, en fyrirtæki samt) bréf til að biðja það um að minnka þjónustu við viðskiptavini? Er ekki allt í lagi? Gleymum því aðeins að þjónustan sem um ræðir er að stórum hluta eingöngu til í brengluðum haus borgarstjórans, og einbeitum okkur að þessu. Opinber starfsmaður notar völd sín til að reyna að draga úr þjónustu fyrirtækis sem þjónustar fjölmennt íbúahverfi, auk þess að vera staðsett á vinsælum ferðamannastað.

Þetta er auðvitað algjörlega út í hött!

 

Á vefsíðu ÁTVR má finna eftirfarandi tilkynningu:

"ÁTVR hefur borist erindi frá borgarstjóra þar sem óskað eftir að hætt verði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni Austurstræti.

Erindi borgarstjóra er í hefðbundnum farvegi og verður svarað innan tíðar. ÁTVR hyggst svara bréfi borgarstjóra áður en niðurstaða málsins verður kynnt fjölmiðlum."

Ég skal svara því hér og nú:

Kæri herra Rugludallur.

Heldurðu virkilega að ástæða þessa ímyndaða "miðbæjarvanda" sé sala stakra bjórdósa? Hversu veruleikafirrtur ertu? Fyrst héldum við að kosningar væru í nánd, en svo er víst ekki, svo ástæða bréfs þíns er okkur ráðgáta.

Kannske leiðist þér bara. Við skiljum það vel, okkur leiðist líka stundum. Til dæmis leiddist okkur svakalega um daginn, þegar var lítið að gera í búðinni, svo við keyptum okkur litabók og vaxliti. Næst þegar þér leiðist, máttu fá hana lánaða. Fjólublái liturinn er brotinn, en þú getur blandað saman rauðum og bláum í staðinn. Svo er rosalega margt sem er hægt að gera í miðbænum. Ertu ekki ennþá með skrifstofur í stóra, stóra húsinu í Tjörninni? Þú getur farið út og gefið öndunum brauð, það er voða gaman, en þú verður að passa þig að fara ekki of nálægt bakkanum. Þegar þú ert búinn með brauðið, gætirðu prófað að labba um miðbæinn. Hann er rétt hjá skrifstofunni, svo þú þarft ekki að labba langt. Það er ekki jafn hættulegt og þeir segja í fréttunum. Passaðu þig bara á bílunum, Villi minn. Ef þú kemur til okkar í Austurstrætið, skulum við selja þér eins og einn eða tvo bjóra, og þú getur sest á Austurvöll, drukkið þá og talað við fólk. Þeir eru að vísu volgir, af því að við erum ekki með kæli, en það er ekkert verra.

Meðfylgjandi eru tvær bækur sem þú getur beðið Gísla Martein að lesa fyrir þig í kvöld; Bruggið og Bannárin og Nítjánhundruðáttatíuogfjögur.

Virðingarfyllst

Ríkið

 


mbl.is Vill vínbúðina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu,

 margir hafa lagt orð í belg útaf þessu máli, nær allir á sama máli, þ.m.t. ég, en þetta var einna skemmtilegasta færslan sem ég hef lesið í dag.

Takk fyrir mig,

H (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 15:46

2 identicon

Fokking fáviti?

Hvað er eiginlega að þér?

Heldurðu að börnin hans og fjölskylda lesi ekki svona fréttir? Myndir þú einhverntíman kalla hann fokking fávita fyrir framan hann?

Það getur vel verið að þú sért ósammála því sem hann segir, en mér finnst orðbragðið í þessari grein algjörlega út í hött.

P.S. Það er seldur kældur bjór í Austurstræti, þeir eru með kæli inn á lager hjá sér, og maður þarf bara að biðja um kaldan bjór.

Þorsteinn Friðriksson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, ég myndi kalla hann fokking fávita fyrir framan hann.

Er það eitthvað verra en að kalla hann Villa væluskjóðu, lygara, eða afturhaldssegg?

Ef viðskiptavinurinn þarf að vita af þessum leynikæli, og biðja sérstaklega um kaldan bjór, er það þá þessi frábæra þjónusta? Svona eins og frábæra þjónustan í Grensásvídjó, sumsé. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hana, ég breytti titlinum,svo ég móðgi nú engan. Fyrr en hann er búinn að lesa færzluna.

Fasisti. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Þarfagreinir

Einhvern veginn efa ég að téð fyrirkomulag, að fólk þurfi að biðja sérstaklega um bjórinn, sé til þess fallið að auka aðgengi rónanna að köldum bjór ...

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 16:05

6 Smámynd: Anna

Hah, ef einhverjum væri trúandi til að kalla Villa Vínskelfi fokking fávita í eigin persónu þá væri það akkúrat Tinna! Og ég væri alveg til í að standa fyrir aftan hana og steyta hnefann í áttina að kallinum, þetta er með súrari ummælum sem maður hefur séð og virkilega erfitt að sjá hvernig þessi tiltekna aðgerð myndi leysa einhvern „vanda.”

Klámráðstefnumálið, spilasalamálið í Breiðholti og nú þetta...  Ég er farin að skammast mín fyrir að vera Reykvíkingur í nánast hvert skipti sem maðurinn opnar munninn. 

Anna, 17.8.2007 kl. 16:09

7 identicon

Þessi grein er auðvitað bara snilld.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:17

8 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm það er rétt villi er fokkings hálfviti ,bullar um hluti sem hann veit ekkert um

kaptein ÍSLAND, 17.8.2007 kl. 17:00

9 identicon

Ég er fullkomlega sammála og verð að segja að lestur þessarar færslu var mér hin besta skemmtun. Anna: fyrir utan fallegt nafn, eigum við sameiginlega þá skoðun að skammast okkar er lágtvirtur borgarstjóri opnar á sér gljáfægðan túlann. 



Anna (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 19:23

10 Smámynd: krossgata

Svona þegar maður hugsar það... eru þessar tillögur þeirra félaga við tjörnina ekki bara svona "af-því-bara" tillögur/ákvarðanir.  Froðusnakk.  Ber allt að sama brunni: 

Fyrir kosningar æpt og skrækt um rusl í borginni - þessi tvö sumur sem þeir hafa dútlað sér þarna niður frá hefur aldrei verið eins mikið af rusli í borginni.

Fyrir ári síðan - "við munum venda bráðan bug á mávavandamálinu við tjörnina" - en það var enn verið að skoða það í sumar og ekkert farið að gera.

Fyrir kosningar æpt í hneykslun og vandlætingu um umferðarmál og -mannvirki í borginni - hvað gerist núna, það sést bara ekki til viðgerða á götum eða úrbótum.

Svona heldur þetta áfram, blaður blaður og eilíft blaður.

krossgata, 17.8.2007 kl. 20:14

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þessi færsla var snilld. Ólíkt sumu sem sumir láta út úr sér... nafni.

Villi Asgeirsson, 17.8.2007 kl. 20:17

12 identicon

Vá mundiru kalla Villa "fokkin fávita" fyrir framan hann? Þú ert svo fokkin hörð að demantur er sko SOFT við hliðin á þér. 

Úfff... síðan kallaru þú veist menn FASISTA og svona.

Ég veit nú ekki hversu mikið þú hefur verið niðri við Austurstræti, greinilega ekki nóg til þess að sjá að þessi "ógæfumenn" ERU að angra fólk. 

Kannski hefur Villi stígið út fyrir ráðhúsið sitt og komist að það er seldur kaldur bjór í "leynikæli" í Vínbúðinni.
Kannski hefur Villi komist að því að aðilar í kring hafa verið að kvarta yfir því að ógæfumennirnir væru valsandi sauðdrukknir innan um viðskiptavini verslana í kring og ferðamenn með einn kaldann við hönd.

Kannski ert þú fíflið?
Kannski er ég fíflið?
Kannski er Villi fíflið?

Kannski færðu kick út úr því að vera svona hörð og alhæfa um það? 

Palli (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:19

13 Smámynd: Þarfagreinir

Tja, ef þessir ógæfumenn eru í raun og veru að angra fólk í kringum Vínbúðina, þá sé ég til dæmis tvennt í stöðunni:

- Að fólk sem lætur þetta angra sig beini sínum áfengisviðskiptum annað.

- Að þeir ógæfumenn sem angra fólk verði handteknir um leið og yfir þeim er kvartað.

Hvort tveggja eru þetta mun vitrænni leiðir og líklegri til árangurs en að Vínbúðin hætti að selja bjór í stykkjatali eða hún loki einfaldlega ... eins og rónarnir hverfi bara úr miðbænum og/eða hætti að angra fólk við það? 

Þarfagreinir, 17.8.2007 kl. 20:24

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þarna greipstu mig. Ég er bara stelpukjáni sem ekkert veit, og hef í raun aldrei stigið fæti í miðbæinn. En hvað ég er fegin að þurfa ekki að lifa í lyginni lengur. Takk, Palli.

P.s. Ég kem þó fram undir fullu nafni.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 20:25

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef heyrt um lönd þar sem þessi óþverri, þetta mannskemmandi gutl sem kallað er áfengi er selt í matvöruverslunum. Innan um mjólk og brauð! Mikið held ég að íslendingar séu heppnir að það skuli ekki vera svoleiðis anarkistar við völd á Íslandi. Það er alveg augljóst að áfengisvandinn hlýtur að vera mikið alvarlegri í þessum bananalýðveldum vestur Evrópu þar sem bjórinn kostar ekki krónu meira en kók og er stillt upp við hliðina á því.

Fuss... 

Villi Asgeirsson, 17.8.2007 kl. 20:33

16 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Segðu! Ég fór til Amstelstífluborgar í sumar, hvar bjórdósir eru seldar í matvöruverzlunum - á fjörutíu krónur! Í þessarri nútíma-Gómorru líta svokallaðir "verðir laganna" framhjá ósóma eins og "mari-jú-anna" neyzlu borgaranna og ótíndar vændiskonur ganga óheftar um göturnar! Þarna er enda allt á öðrum endanum; börn byrja að fremja morð um svipað leyti og þau byrja að tala; íbúarnir vinna ekki ærlegt handtak heldur velta um ofurölvi í eigin saur; enginn býr í miðbænum og enginn ferðamannaiðnaður þrífst.

Svona gætum við hæglega endað, ef ekki væri fyrir - þori ég að segja það- þjóðhetjur eins og Villa og Binga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.8.2007 kl. 20:52

17 identicon

Takk Tinna fyrir að bjarga kvöldinu mínu! Bráðskemmtilegur lestur!

Sigga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:04

18 Smámynd: Sigurjón

Þó ég sé íhaldspungur, er Villi algerlega fallinn í áliti hjá mér.  Þessi maður sem ég hélt áður fyrr að væri svo skynsamur og reynzlumikill í félaxmálum.  Bara orðinn að rausandi rugludalli!

Sigurjón, 18.8.2007 kl. 20:46

19 identicon

Losum okkur líka við apótekin í miðbænum, þau selja spíra í stykkjatali - eins gott að hann sé ekki kaldur!!!!!

Anna (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 03:11

20 identicon

Ég mundi kalla hann fíbl og kommunista fyrir framan hann

Alexander Kristofer Gustafsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband