Ég er trúleysingi. Duh.

Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma trúað á guð. Ég bað bænir þegar ég var krakki, en tengdi það ekkert sérstaklega einhverjum siðferðisboðorðum, leit meira á það sem "eitthvað sem krakkar gera". Sá boðskapur kom frá leikskólanum. Jésús er besti vinur barnanna.

Þegar ég var tíu eða ellefu ára (um það leyti sem pabbi dó) ákvað ég að fermast ekki. Þegar ég tilkynnti þetta var því tekið með góðlátlegu "þú segir það núna" (sem nota bene eru sömu viðbrögð og ég fæ í dag þegar ég segist ekki ætla að eignast börn). Þegar presturinn kom í skólann til að dreifa einhverjum fermingartengdum pappírum rétti ég þau til baka og sagðist ekki ætla að fermast. Presturinn brosti.

"Viltu samt ekki taka blöðin?"

"Nei takk. Ég þarf þau ekki. Ég ætla ekki að fermast."

"Taktu samt blöðin, kannske vilja foreldrar þínir að þú fermist." 

Ég undraðist þetta svar, enda stöðugt hamrað á því að fermingin væri okkar val. Ég neitaði enn að taka við blöðunum og presturinn gafst upp.

Árin eftir þetta las ég mikið um trúmál. Sá lestur styrkti mig nær eingöngu í trúleysinu. Mér fannst svosem rökrétt að vera góður við náungann, ekki drepa, ekki stela eða ljúga o.s.frv. Ég bara gat (og get) ekki skilið hvernig það tengist einhverjum kalli sem dó fyrir 2000 árum.

 Ég kynntist á þessum árum nokkrum stúlkum. Ein er (eða var) Mormóni. Mikið þóttu mér það vitlaus trúarbrögð. Önnur var Vottur Jehóva (engin jól eða afmæli? Og engar blóðgjafir? Eruði klikk?). Ein var virk í KFUM&K og mætti ég stundum á fundi með henni. Það var nefnilega poolborð í kjallaranum. Enn önnur dró mig á samkomur í Fíladelfíu. Þar voru svo sætir strákar.

 

Ég hef enn ekki fundið trú. Þaðan af síður hef ég fundið þessa vinsælu "pick'n'mix" trú sem Íslendingar (þessir fimmtán trúuðu) virðast halda sig við. Mér hefur alltaf fundist það órökrétt að segja Biblíuna orð Guðs Almáttugs, Alviturs & Algóðs en fylgja svo bara þeim boðum og bönnum sem manni líst best á.

"Það má ekki drepa (nema í stríði). Tékk!

Það má ekki stela (en eitt vínber er ekki þjófnaður). Tékk!  

Það má ekki ljúga (nema bara stundum svona ef það er nauðsynlegt eða þægilegra). Tékk!

Það má ekki borða skelfisk. En humar er svo góður...æ, þetta er skrifað á öðrum tíma og á ekki við í dag.

Konur eru óæðri körlum. Svona má ekki segja! Þetta er náttúrulega barn síns tíma og telst ekki með.

Vera góður við náungann (nema hann sé ósammála mér). Tékk!

Það er auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en ríkan mann að komast inn í himnaríki. Öööh. Guð meinti örugglega eitthvað annað. Svo er ég auðvitað nógu ríkur til að kaupa frekar stóra nál. Og nokkra úlfalda ef fyrsta tilraun misheppnast."

 Ef þú ætlar endilega að trúa því að Biblían sé orð Guðs, óhagganlegt og eilíft, farðu þá eftir öllu, ekki bara því sem hentar hverju sinni.

-

Þó ég hafi tekið kristnina fyrir hér, hef ég ekki orðið vör við að önnur trúarbrögð (eða áhangendur þeirra) séu frábrugðin svo nokkru skipti. Í kristninni eru margar fallegar pælingar. Það sama gildir um hin trúarbrögðin, hvort sem þau nefnast íslam, satanismi eða búddismi.

-

Ps. Ég sá Jesú í skýjunum í sumar. Sólin var að setjast, og baklýst skýin mynduðu sterka andlitsmynd Jésú hins vestræna, með skegg og allt. Mín fyrsta hugsun var "Hei! Jésú!" Önnur hugsunin var svo "Fokk, ég er ekki með myndavélina!"

 

Þriðja hugsunin var "Djöfulli er ég þunn."

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hehe.  Ég vildi að ég hefði misst trúna jafn snemma og þú.  Þá hefði ég ekki fermst.  Þá hefði ég reyndar ekki fengið allar gjafirnar og kökurnar, þannig að...

Sigurjón, 30.11.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú ert ekki eini trúleysinginn á Íslandi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Takk fyrir addið!

Ég tók sömu ákvörðun og þú að því undanskyldu að ég gekk til prests en hafnaði fermingu. Ég sá hinsvegar alltaf svo mikið eftir því að hafa ekki fermst borgaralega, þá hefði ég fengið gjafir og allt það og endað á sama stað og ég er núna. :) (en þú hefur lesið allt það í mínu eigin bloggi væntanlega)

Að vísu FÉKK ég eina gjöf! Amma og Afi á patró sendu mér 20 þúsund krónur í umslagi með korti og óskuðu mér til hamingju með ferminguna. Ég hringdi í þau og bauð þeim að senda peningana til baka. Þau héldu að ég hefði kannski bara gleymt að bjóða þeim. En ég fékk ekki að senda peningana aftur.

Þetta er æðisgengið, afhverju bloggaði ég þetta ekki.

Kv.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 11:32

4 identicon

Ég veit ekki hvort ég er beit trúleysingi.. ég trúi mínar eigin skoðanir og skynsemi.. en ég aðhyllst ekki neitt trúarbragð.. þó það sé margt í Búddatrúnni sem mér líkar.. æ ég veit ekki..

p.s. ég fæ líka þessi viðbrögð þegar ég segi að ég ætla ekki að eignast börn..  

Dexxa (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:48

5 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Dexxa, að trúa er ekki það sama og að trúa. Hér er málið hvort þú trúir á guð, yfirskilvitleg máttarvöld eða hverslags annað þvaður sem á ekki við veraldleg rök að styðjast.

Þínar skoðanir og þín skynsemi eru veraldleg, og það er ekki trú á neitt yfirskilvitlegt að trúa á t.d. sjálfan sig, að maður geti áorkað því sem maður heldur.

Þórgnýr Thoroddsen, 30.11.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Sæunn Valdís

Afhverju þarf ég að hamra á þessu Tinna! Guðleysingji! Í öllu falli trúiru á sjálfa þig svo þú getur ekki verið alveg trúlaus. Guðleysingji er því mun réttara orð. 

Sæunn Valdís, 1.12.2007 kl. 02:40

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég felli mig ekki við orðið guðleysingi, þar sem fólk getur vel trúað á Guð (í merkingunni "æðri máttur") án þess að aðhyllast trúarbrögð.

Kannske við gætum sæst á trúarbragðlaus?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.12.2007 kl. 09:12

8 identicon

Þórgnýr.. þú ert greinilega ekki að fatta hvað ég er að meina.. þegar ég segji skoðanir er ég að meina mínar skoðanir á æðri mætti, sálarlífi og eftirlífi og fleiru sem ég nenni ekki að fara út í hérna.. mín skynsemi er t.d. eins og tinna var að tala um, það er rangt að drepa, stela og svo framvegis..

Dexxa (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:05

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tékk!

Villi Asgeirsson, 1.12.2007 kl. 13:35

10 Smámynd: Þarfagreinir

Ekki fermdist ég, enda hefði það verið argasta hræsni.

Þarfagreinir, 1.12.2007 kl. 13:45

11 Smámynd: Sæunn Valdís

samþykkt trúarbragðaleysingji virkar fyrir mig

Sæunn Valdís, 1.12.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kverúlant

Tinna Gunnarsdóttir Gígja
Lestu bara helvítis bloggið, minn karakter kemur þessu ekkert við.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...!
  • Untitled

Bækur

Nýlesið/eftirlæti

  • Mark Steel: It's not a runner bean: Dispatches from a slightly successful comedian
    Yndislegi, yndislegi maður! Bókin fjallar um strögglið við að verða "slightly successful" grínisti, og er algjört möst fyrir uppistands-áhugamenn.
    *****
  • Gregory Maguire: Mirror, Mirror
    Mjallhvít, vonda "stjúpan" Lucrezia Borgia og viskutré. Hvað þarftu meira?
    ****
  • Ýmsir: Lonely Planet: Europe on a shoestring (ISBN: 1740597796 )
    Á að vera nokkuð góð, en við sjáum nú til með það í henni Evrópu. Seiseijá.
    ***

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 3307

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband